Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 4
VlSIR Mánudagur 16. júlí 1962. ' & wm •:■ ■ •WéV iWA'AVA'i iVWAVAV.Vi'.V.V.'iVi'.ViVi'.ViV.'.ViVi.ViViV.'.V.'.V.V.ViV.'i'.V.ViVi'.V.'.ViV.V.V.V.’.ViViV.'.VAVAW.SV ALLT bendir til þess að bygg- ingarfrámkvæmdir í landinu séu á ný að komast á það stig scm þær hafa hvað mestariorðið áð- ur. Þetta sagði dr Jón Vestdal framkvæmdastjóri Sementsverk- smiðju ríkisins er Vísir átti tal við hann fyrir skemmstu Álykt- un þessa kvaðst hann draga af stóraukinni sölu sements innan- lands £ ár, miðað við söluna tvö undanfarin ár. Á árabilinu 1955 —’59 hafa byggingarframkvæmdir orðið Viðtal við dr. Jón Vestdal framkvæmdir aukast á ný hvað mestar á fslandi og þá nam sementsnotkun landsbúa 77 — 94 þúsund lestum á ári. Og I ár virðist hún vera að komast í sama horfið aftur. — Hvernig er. samanburður á sölunni f ár miðað við fyrri ár? — í júnílok þessa árs nam salan 28.803 lestum. Á sama tíma í fyrra nam hún aðeins 19.892 lestum. Þetta er gífur- leg aukning, en þó ber að geta þess að fyrra hluta árs í fyrra stóð verkfall yfir um mánaðar- skeið og það hefur að sjálfsögðu dregið eitthvað úr notkun sem- entsins. Sé aftur á móti þessi tala borin saman við sama tfma árið 1959 þegar sementsnotkunin komst í 84.349 lestir kemur í ijós, að Iitlu minna hefur selzt á þessu ári heldur en þá, þvf í júnflok 1959 nam salan 30.065 lestum. Það bendir þess vegna allt til að sementsnotkunin í ár verði um eða yfir 80 þúsund lestir, en það er nálægt meðal- notkun framangrelndra ára, þ. e. 1955-’59. — Er sementsnotkunin yfir- leitt meiri seinni helming árs- ins heldur en þann fyrri? -j Já, það er venjan. Og t.d. í ár er enn ekki byrjað á ýms- um framkvæmdum sem mikið sement þarf til, svo sem Kefla- víkurvegurinn, hafnarfram- kvæmdir í Þorlákshöfn og hita- veituframkvæmdir f Reykjavík. I þessar framkvæmdir einar fara um 6 þúsund lestir. — En hvað um gatnagerðir úr steinsteypu fyrir utan Kefla- víkurveginn? — 1 því efni hef ég sannast sagna orðið fyrir talsverðum von brigðum. Á árinu sem leið var hafizt víða um land handa um gatnagerð úr varanlegu efni og samið þá við Sementsverksmiðj nna um kaup á samtals 3248 íestum sem.ents f þessu skyni til síðustu áramótá. En það sem af er þessu ári hafa aðeins farið út frá Sementsverksmiðjunni 207 lestir til gatnagerðar í landinu. Það finnst mér næsta lítið, eink- um eftir byrjuninni að dæma, en á hitt verður þó að líta að fram- kvæmdir sem þessar byrja að jafnaði ekki fyrr en liðið er nokkuð á sumar. — Svo selur verksmiðjan sement úr landi? — Það var gerður samningur við fyrirtæki í London undir árs- lok 1960 um sölu á 20 þúsund lestum sements, sem skyldi af- greiða og flytja út til þeirra fyrir sl. árslok. Þetta var gert og þó ívið meira, því við fluttum út 490 lestir umfram það sem samið var um. Nú hefur'þaðijgprzt..íicþessu máli að samningar • við þetta sama fyrirtæki hafa verið fram- lengdiif, en þó á þann veg að verksmiðjan fær mun hagstæð- ara verð fyrir sementið en áður. Af þeim 20 þús. lestum sem samið var um sölu á, hafa þegar verið fluttar út 8336 lestir. — Annast Sementsverksmiðj- an flutningana? — Já, hún hefur tekið skip á Ieigu til að flytja sementið út. „Laxáin“ annast flutningana að Reykháfur Sementsverksmiðjunnar í fullum gangi. verulegu leyti, en yfir sumarmán uðina hefur hollenzkt skip einn- ig veríð tekið á leigu f þessu skyni. Það er gert vegna þess að þá er þörfin fyrir sementið mest og ,,Laxá“ ein annar ekki flutningúnum. — Er gert ráð fyrir áfram- haldandi sölu á sementi til út- landa. — Það fer að sjálfsögðu eftir innanlandsmarkaðinum, hve mik ill hann verður á næstunni. Um ráði hættir útflutningurinn af sjálfu sér. Við reiknum með því að sala sements á innanlands- og utan- landsmarkaði verði um eða yfir 100 þúsund lestir, og það er svipað, eða þó öllu meira held- ur en heildar afköstum verk- smiðjunnar nemur, því hún á að skila 100 þús. lestum á ári mið- að við eðlilegar aðstæður og án sérstakra óhappa. — Telur verksmiðjustjórnin leið og hann eykst að nokkru Framh. á bls. 10 .......... • sr* Uppskipun á sementi í Reykjavík. Akranes úr flugsýn. Fremst sér bryggjuSementsverksmiðjunnar og bak við hana verksmiðjuna sjálfa. iVÁV^'AMiSÉájiÍœASWMV.VW.V.V.W.V.'.V.VVÍéV.V.V.V.V.VV.V.V.W.'.V.'.V.V.VV.V.'.V.ViV.V.V.'.V.V.^W.'.WAV.V.'.V.VÁV.'.V.r.'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.