Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 7
Mánudagur 16. júlí 1962.
DOKTOR
HAFSINS
„ísland er háð hafinu, fiski-
maðurinn síldinni í hafinu, síid
in hafstraumum og hafstraum-
amir margs konar aðstæðum.
Pess vegna er hagbúskapur ná-
tengdur rannsóknum og vísinda-
mennsku, haffræði og vatn-
fræði.“ Þannig kemst eitt Kaup-
mannahafnarblaðanna að orði
um doktorsritgerð Unnsteins
Stefánssonar, er hann flutti síð-
ustu doktorsvörn háskólaársins
við Kaupmannahafnarháskóla á
dögunum. Og auðvitað fjallaði
ritgerðin um hafið, og Unn-
steinn er þegar þjókunnur fyrir
hið alþýðlega fræðirit með þessu
nafni, er Almenna bókafélagið
gaf út í fyrra.“
„IIólmganga“.
Annað blað kemst svo að orði,
að þetta hafi verið „íslenzk-
norsk hólmganga" og haft er eft
ir einum dönsku prófessoranna
við þetta tækifæri, að vísinda-
Iega talað krefðist I'sland of
mikils hafsvæðis.
Ritgerð dr. Unnsteins fjallar
um það, hversu hægt sé að
mæla það, sem gerist, þegar
hinir hlýju söltu straumar At-
Iantshafsins mæta köldum salt-
snauðum Austur-Grænlands;
straumum út af íslandi, og hýar
það gerist. Auðvitað er það þýð
ingarmikið fyrir síldveiðarnar
að vita, hvar þessi stefnumót
eigi sér stað því að síldin færir
sig til eftir hitastigi og seltu
sjávarins, sem breytist frá einni
árstíð til annarrar. Engu síður
hafi þetta þýðingu fyrir veður-
far Evrópu.
Forystuhlutverk.
Fyrsti andmælandi var pró-
fessor Haakon Mosby frá Berg-
en. Hann lagði á það áherzlu,
að rannsóknir á hafinu hafi ver-
ið mjög vanræktar til þessa, og
nefndi t. d. sérstaklega Austur-
Grænlands-heimskautsstraum-
inn, er við vissum allt of lítið
um, enda þótt hann væri mjög
þýðingarmikill fyrir loftslagið,
sem vér ættum við að búa.
Prófessorinn líkti doktorsvörn-
inni við einvígin, er háð voru
til forna, þegar Alþingi skyldi
dæma milli tveggja manna. Hér
hafi ákærandi og ákærði verið
því líkast sem úti á eyju og
látnir berjast með sverðum —
og sá, er sigraði, hefði auðvitað
á réttu að standa, að dómi Al-
þingis. Prófessor Mosby lét í
ljós þá skoðun, að lýsing dokt-
orsefnisins á árstiðaskiptum
hafstraumanna væri ekki girni-
leg til fróðleiks, heldur bók-
staflega heillandi. Það væri
skortur á haffræðingum í heim-
inum, og einmitt væri skemmti-
legt til þess að vita, að á IsT,
Iandi væri unnið dyggilega að
þróun þessara vísinda, og þáð
væri einmitt doktorsefnið, er
hefði forystuna í þeim vísindá-
rannsóknum.
Framh. á bls. 13.
Dr. Unnsteinn Stefánsson og hafið.
V'fSIR
7
Höggskellurinn á hjálminum leynir sér eklti,
verði mér sammála. Ökumenn
bifhjóla verða óspart varir við
furðu lífseigt traust manna á
hnefaréttinn í umferðinni, eða
kannske er það bara gáleysi
gagnvart svona litlum farartækj
um. Eitt er víst að þegar ég hef
ekið hér í bænum á „Dodge
weepon“ hef ég ekki orðið ann-
ars var en sérstakrar kurteisi
annarra vegfarenda.
Of oft má einnig sjá gáleysis-
lega ekið hjálparmótorhjólum og
bifhjólum hér f umferðinni, og
kunna þar tæplega allir takmörk
sín. Þó svo einfalt atriði sem
kurteisi og aðgæzla í umferð
ásamt sjálfsagðri hlýðni við regl
tirnar, geti forðað flestum um-
ferðaslysum eru þau þó uggvæn-
lega lifseig. Þar sem ökumaður
bifhjóls er verr varinn en öku-
maður bifreiða veitir honum
ekki af hjálminum.
Því þótt bifhjól séu þægileg og
ódýr farartæki þá eru þau alltaf
hættuleg. Þótt flestum sé eflaust
ljós sú nauðsyn að ökumenn bif-
hjóla beri öryggishjálma, langar
mig samt til að geta þess dæmis,
sem ég þekki bezt. Það má
kallast kraftaverk að vera orð-
inn alheill hálfum mánuði eftir
að hafa kastazt 4 metra í loft-
inu, komið niður á höfuðið og
kastast aðra 4 metra eftir jörð-
inni. Ég meiddist ekki annars
staðar en á höfði og hefði dáið
um leið og ég snerti jörðina,
hjálmlaus.
Að endingu vildi ég benda öll
um á það, sem aka bifhjólum
svo og drengjum sem aka hjálp-
armótorhjólum og foreldrum
þeirra, að hjálmur, þó hanp kosti
600,00 kr. (og sé 300,00 kr. of
dýr) er þó ódýr lífgjöf.
100% tollur á öryggishjálmum --
Hún virðist heldur fyrirhyggju
lítil sú tilhögun að flokka ör-
yggishjálma fyrir ökumenn bif-
hjóla, svo og fyrir smiði og
verkamenn, í sama tollaflokk og
önnur höfuðföt.
Það gera fæstir skemmtunár-
innar vegna að aka með öryggis-
hjálma og varla er hægt að segja
að hálipar séu mjög þægilegir,
meðan ékkert bjátar á, en það
þarf ekki að vera harður á-
rekst4rn>aða stór bylta, til þess
að hjálmurinn verði lífgjafi öku
'rhánnsinfe
Sama gildir um þá hjálma er
smiðir og verkamenn bera við
ákveðnar aðstæður, varla þarf
meira en nagla eða skrúfbolta,
og það úr lítilli hæð, til að hjálm
ur bjargi lífi þess sem fyrir verð-
ur. Það virðist því vera að hinir
háu herrar, sem þar um ráða,
hafi ekki hugleitt úr hófi fram
hver múnurinn á öryggishjálmi
og skrauthöfuðfati er. Þegar ég
keypti mitt mótorhjól, voru toll-
ar á hjálmum um 200%. Þá
kostuðu þeir 1.100,00 til 2.000,00
kr. og ég hafði hreinlega ekki
efni á að, kaupa hjálm á því
verði þá! Ég fékk gamlan hjálm,
fyrir tilviljun, hjá kunningja mín
um, fyrir 300,00 kr., sem væri
verðið á hjálmum nú ef tollar
yrðu afnumdir.
Ég álít það bráða nauðsyn að
afncma alla tolla af öryggis-
hjálmum þegar í stað og banna
með lögum að aka bifhjóli eða
hjálparmótorhjóli án öryggis-
hjálms. Ef til vill finnst mönnum
þetta full langt gengið, en ef
menn athuga umferðina hér og
þau slys á hjólreiðamönnum sem
hér hafa orðið held ég að flestir
Kristinn Helgason.
Áfengisvarnárráði þykir nóg uni
Fyrir borgarráði liggur
bréf frá Áfengisvarnaráði,
þar sem fjöigun vínveií-
ingahúsa og kvöldsöluhúsa
: borginni.
Fyrstu álin eftir að nýju áfengis-
lögin voru sett, árið 1954, voru
6 vínveitingahús í borginni, öll í
miðbænum, en nú eru þau orðin 10,
og á ýmsum stöðum í bænum, og
liki^di til að eitt eða tvö bætist
við í sumar. Afengisvarnaráð telur
þetta ískyggilega þróun og vekur
athygli bæjaryfirvaldanna á henni.
Kvöldsölustaðir, það er sjoppur,
sem hafa opið tii kl. 11.30 á
kvöldin, munu nú vera um 80 í
borginni. Sr . Kristinn Stefánsson,
formaður áfengisvarnaráðs, sagði
f viðtali við Vísi í morgun að hann
teldi þessa staði óheppilega fyrir
unglinga, einkum þá staði þar sem
hægt er að safnást fyrir. Þar stigju
margir fyrstu óheillasporin, héngju
yfir sigarettum og gosdrykkjum tg
leiddust smátt og smátt lengra á
þeirri braut.
Séra Kristinn vék og að vínveit-
ingahúsunum. Hann sagði að á-
fengislöggjöfin takmarkaði ekki
berum orðum fjölda þeirra á
hverjum stað, en setti skilyrði fyr-
ir vínveitingaleyfum. I-Iöfuðskilyrð-
ið væri það, að húsnæði væri fyrsta
flokks. Þegar veitingahús sækir
um vínveitingaleyfi lítur opinber
nefnd, sem borgarlæknir er for-
maður fyrir, á það hvorthúsnæðiog
Framh. á bls. 10
l