Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 8
8 Mánudagur 16. júll 1962. r Otgefandi Slaðaútgatac VlsiH Ritstjðrar: Hersteini Pálsson Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri Axe) rhorsteinsson Fréttastjóri Þorsteinn 0 Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 45 kró:iu> 4 mánuði I lausasölu 3 kr eint. - Slni, 1166C (5 linur) Prentsmiðja Visis. - Edda h I »._____________________________________________J Um ágæti COMECON Heimsókn norska hagfræðiprófessorsins i’risch hefir verið fagnað í herbúðum kommúnista. Ástæðan er sú, að hann mælti mjög gegn þátttöku íslendinga í Efnahagsbandalaginu, ekki síður en Norðmanna. Menn þeir, sem að boðinu stóðu, munu hafa von- azt til þess að heimsókn þessi skapaði mótspyrnu gegn bandalaginu. Þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum. Pró- fessorinn kom ekki hingað sem fræðimaður. Hann kom sem áróðursmaður, er sló á strengi þjóðremb- ings og þjóðahaturs. Því verður uppskera heimsóknar hans ekki önnur en þau áhrif, sem áróðurskennd blaðagrein lætur eftir sig. í þessu máli þurfum við íslendingar ekki á slíkum málflutningi að halda. Og allra sízt skortir innfluttan áróður um okkar eigin efnahag og framtíðarstefnu. En haturstal og hatursskrifin, sem lesa má dag- lega í Þjóðviljanum um þessa merku efnahagssam- vinnu Evrópuþjóðanna, leiða hugann að öðru efna- hagsbandalagi í álfunni. Það er efnahagsbandalag Austur-Evrópuþjóðanna, sem ber skammstöfunarheit- ið COMECON. í öllum aðalatriðum svipar því mjög til Efnahagsbandalagsins í Brussel. Markmið þess er náin knýting efnahags þátttökuþjóðanna, svo að auðlindir þeirra og framléiðsla megi bera sem mestan ávöxt. Þátttökuþjóðirnar eru allar kommúniskar og stefna bandalagsins er ráðin í Moskvu. Um þetta bandalag hafa kommúnistar hér á landi verið undarlega hljóðir. Þó er ágæti þess ekki dregið í efa fyrir austan tjald. Vilja nú ekki andstæðingar Brusselbandalagsins skýra opinberlega frá því í hverju COMECON tekur því svo mjög fram? Afríkumarkaðurinn híður Utanríkisráðuneytið mun hafa um það ráðagerð- ir að senda íslenzkan verzlunarfulltrúa til Afríku. Það er ágætishugmynd, og hana ætti að framkvæma sem allra fyrst. Á hinu risastóra meginlandi Afríku eru miklir markaðir að skapast. Þar búa fjölmargar þjóð- ir, en allt fram að þessu hefir efnahagur þeirra verið svo bágborinn, að fisksölumöguleikar hafa vart verið fyrir hendi, nema þá skreiðar. En hraðfara breyting gerist í þessum efnum. í Lagos, jafnt sem Accra, rísa nú upp nýtízku verzlun- arhverfi, búin kæliskápum og frystihólfum. Hraðfryst- ar fiskur á eflaust eftir að verða útbreidd fæðutegund, r-r kælikerfum fjölgar í verzlunum álfunnar. I Nígeriu einni búa um 40 milljónir manna, og gefur sú tala til kynna, hve stór framtíðarmarkaðurinn þar er. Enn er ekki að fullu vitað, hver viðskiptakjörin verða í þeim Afríkulöndum, sem vilja tengjast Efna- ' hagsbandalaginu. Hitt er fullvíst, að Afríkumarkaður- av\ verður meiri og betri, eftir því sem árin líða. enda nafa "rændur okkar á Norðurlöndum þegar hafið víð- Ivtka. markaðsleit þar. Við íslendingar ættum ekki að bíða öllu lengur. VISIR Hinn nýi sendiherra Bnndarikjannn í Moskvu á sér glæsilegnn feril Foy ] Kennedy forseti hefur skipað nýjan sendiherra í Moskvu. Sá sem fyrir valinu varð, heitir Foy D. Kohler, ráðuneytis- stjóri þeim hluta utan- ríkisráðuneytisins sem fer með Evrópumál. Kohler tekur við af Thompson, sem hefur beðizt lausnar vegna þreytu og veikinda. Hér er á ferðinni nýr maður, sem vert er að gefa gaum, þvi sendiherrastaðan í Moskvu ei svo sannarlega ekki hvíldar- staður uppgjafastjórnmála- manna. Þvert á móti, sendi herra Bandaríkjanna þar verð ur oft að taka mikilvægustu ákvarðanir og flóðljósin bein- ast ekki svo sjaldan að honum Skipun hans verður að vers endanlega staðfest af þinginu en enginn vafi leikur á að sfi staðfesting fæst. Það álit, sem hann hefur, lýsir sér bezt í þvi að Kohler er einn af þeim ífái mönnum frá tíð Eisenhöwers sem Kennedy tók ' f ' þjðhustu sfna. „Krumpaður1* stjómmálamaður Kohler þekkir bæði Rúss- land og Nikita Krústjeff, og það var hann, sem kom á ferð Krústjeffs til Bandaríkjanna á sínum tíma. Hann talar rúss- nesku reiprennandi og er vel að sér í rússneskum bókmennt- um. Það var Kohler, sem undir- bjó fund utanríkisráðherranna í Genf fyrir hönd Bandaríkj- anna og það var hann, sem að stoðaði og fylgdi Nixon vara- forseta, þegar hann ferðaðist til Rússlands og Póllands. Þegar störf eins og þessi eru talin upp, sér maður undir eins fyrir sér dæmigerðan atvinnu Foy D. Kohler stjórnmálamann, fágaðan, kurt- eisan, vel klæddan mann, með velhirt yfirvaraskegg og óað finnanlegan Edenhatt. En þar skjátlaðisí manni. Foy David Kohler er lítill, grannur maður sem leggur litla sem enga á- herzlu á ytra útlit. Hann lítur alltaf út eins og hann hafi sof- ið í fötunuiji í heila viku, enda kallaður „krumpaði" stjórn- málamaðurinn. Hann reynii ekki að temja sér þennan enski hreim. sem svo margir banda rískir diplomatar leggja sig lima við, heldur talar hann eins og sannur Ameríkumaður frá Ohio. Hann hefur ekki verið uppi í Harvard „vöggunni** held ur stundaði !<ann sitt nám heima f Caio. Fyrir vikið tók hann ætíft metpróf þar. Vel liðinn hjá prcssunni. Þegar litið er á þessar stað- reyndir, námsferil hans og út- lit, og svo aftur á frama hans í stjórnmálunum, þá er eflaust hægt að segja að það lýsi bezt hæfileikum hans, að hann skuli hafa komizt svona langt þráct fyrir þessa vankanta sér ti) hindrunar. Meðal fréttamanna f Washington er Kohler geysi vinsæll. f rauninni eini ljósi punkturinn f utanríkismálum þjóðarinnar, segja þeir. Ástæðan fyrir því er sú, að Kohler er málgefinn við þá, seg ir þeim yfirleitt skilmerkilega frá, hvað sé á seyði hverju sinni. Þetta er þó ekki til þess að koma sér I mjúkinn hjá blöðunum, heldur samkvæmt þeirri kennirigu hans, „að þjóð- in hafi rétt á að vita hvað fram far< f utanríkismálum “ Yfirmaður áróðursvélarinnar. Kohler fór úr háskólanum beint í utanríkisþjónustuna og varð strax gerður að vararæð- ismanni í kanadiska fylkinu On- tario. Ekki verða taldar upp þær fjölmörgu stöður og emb-( ætti, sem Kohler hefur gegnt, en hann sjálfur telur tvímæla- laust sendiherrastarf sitt í Rúm enfu það þýðingarmesta af þeim þvf þar hitti hann Phylls Penn, sendiráðsritara. Með þeim tókst stórkostleg samvinna, samvinna milli tveggja snjallra og vel gefinna manna, sem hændust fljótt hvor að öðrum. í Rúmeníu öðlaðist Kohler einnig þá þekkingu og reynslu, sem komið hefur honum að góðu haldi og hefur miklu ráð- ið um feril hans síðan. Þegar Kohler kom aftur frá Rúmeníu, var hann gerður að -yfirmenn hinnar miklu áróðurs vélar Bandaríkjanna: Útvarp Amerika (The Voice of Amer- ica). Áróðurinn beindist fyrst og fremst að járntjaldslöndun- um og í því sambandi er rétt að minnast einnar þeirrar setn ingar sem hann var sífellt að minna undirmenn sína á: Miss- ið aldrei sjónar af höfuðvanda- málinu — Rússlandi. Fræðist sem mest um sambandið milli Rússlands og allra annarra ver aldlegra hluta. Reynið aldrei að ímynda ykkur landið sem ein- angrað fyrirbæri". Gamllr kunningjar. Það má kannske geta þess hér til gamans, að við annað tækifæri hefur Kohler sagt, að samlíkingin í Rússlandi milli keisaratímabilsins og svo aftur nútímans væri að mörgu leyti sláandi og hefði vakið athygli hans. Árið 1952 var hann skipaður yfirmaður þeirrar deildar í utanríkisráðuneytinu sem fer með Evrópumál, og síðan þá hafa honum verið falin þau störf sem m.a. voru talin hér fyrr. Eitt er víst: Hvernig sem út- koman varð úr heimsókn Krú- sjeffs til Bandaríkjanna. þá kom Kohler og honum vel sam an og það verða gamlir og góð- ir kunningjar sem hittast í Moskvu, þegar Kohler kemur þangað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.