Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 9
Mánudagur 16. júlí 1962. VISIR Skipafloti Bmskipoféiogsins fimmfaldaðist í stjóraartlð hans — Sumt hefur manni heppn- azt og þá gleðst maður, og er hamingjusamur. Sú hamingja er umbun fyrir unnið starf og miklu meira virði en laun eða þakklæti. Það vekur hjá manni trúna á sjálfan sig og maður verður starfhæfari á eftir. Stund um mistekst svo það sem ætlað hafði verið og þá bregður yfir skugga. Svona er lífið, tröppu- gangur upp eða ofan. Það var Guðmundur Vil- hjálmsson, maðurinn sem gegnt hefur forstjórastörfum fyrir Eimskipafélag Islands um nær aldarþriðjung sem lét sér þessi orð um munn fara við blaða- mann frá Vísi fyrir nokkrum dögum. Erindi blaðamannsins var að biðja Guðmund að segja blaðinu nokkuð frá starfi sínu við Eimskip. — Ég réðist til félagsins vor- ið 1930, hélt Guðmúndur á- fram. Ég tók við starfinu I júní- mánuði í staðinn fyrir Emil Nielsen framkvæmdarstjóra. — Við hvað höfuð þér unnið áður? — Næstu 15 árin á undan hafði ég verið f þjónustu Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga erlendis. Byrjaði á skrifstofu Sambandsins f Khöfn árið 1915, var vorið 1917 sendur til New York og var þar í þrjú ár, ann- aðist þá bæði innkaup á hvers konar vörum og eins sölu ís- lenzkra afurða, en árið 1920 opnaði ég skrifstofu Sambands- ins f Edinborg og var þar 10 ár samfleytt. Fékk kosningarétt hálf-fimmtugur. — Hvað kom eiginlega til þess að þér urðuð fyrir valinu í framkvæmdastjórastarfið hjá Eimskip? — Ég veit það varla sjálfur. En nokkru mun þó hafa ráðið að stjóm félagsins vildi ráða að þvf óháðan og hlutlausan framkvæmdarstjóra, mann sem ekki hafði afskipti af stjórn- málum og stóð utan við allar erjur viðskipta- og athafna- lífsins. Auk þessa hafði ég haft, á þvf árabili sem ég vann hjá Sambandinu, meiri og minni kynni af Eimskipafélaginu í margháttuðum viðskiptum. Skipstjóra félagsins þekkti ég alla meira eða minna og var starfsemi félagsins að ýmsu leyti vel kunnugur. Þrátt fyrir þetta var ég dálftið smeykur við að taka við starf- inu. Ég óttaðist tortryggni f minn garð af beggja hálfu, bæði minna fyrri húsbænda og eins af hálfu heildsala og kaup- manna. Mér fannst tortryggni af þeirra hálfu eðlileg. Þá þegar var komin hörð samkeppni milli þess ara aðila og ekkert eðlilegra en að ég væri hafður undir smá- sjánni. Þó varð ég þess aldrei var, enda reyndi ég að halda réttlætislínunni við hvern sem var og manngreinarálits. Ég átti lfka ýmsa góða vini f þjóð- félaginu, sem veittu mér sið- ferðilegan stuðning þegar mest reyndi á. — Þér segizt hafa verið hlut- laus stj''rnmálum. Ég hélt að það væri naumast hægt í nú- tfma þjóðfélagi. — Jú, það bar ýmislegt til. Ég hafði frá öndverðu ákveðið að halda fyrirtækinu, sem ég starfaði við, utan við allar póli- tfskar deiiur eftir þvf sem ég megnaði. Þetta var félag þjóð- arinnar, óskabarn hennar, mestá átak sem nokkru sinni hefur verið lyft til almennings- heilla í landinu og með almenn- um framlögum þjóðarinnar. Það mátti heita að hvert heim- var ekki þannig varið. Lögin voru svona. Ég fór úr landi áður en ég öðlaðist kosningar- rétt. Ég kom aftur tii Islands 39 ára gamall, og þá þurfti ég, lögum samkv., 5 ára búsetu f Iandinu áður en ég fengi að Guðmundur Vilhjálmsson. þúsund. Mig minnir að þegar ég kom til Eimskips hafi tæp- lega 30 manns unnið á skrif- stofunum, úm 160 manns á skipunum og 2 — 3 hundruð verkamanna í landi. Nú er sú breyting orðin á að um 70 manns vinna á skrifstofum fyr- irtækisins, um 350 manns á skipunum og meðalfjöldi verka- manna nálægt 600 — 700 talsins. Skipastóllinn hefur í heild verið endurnýjaður, bæði vegna þess að endurnýjunar var þörf og líka vegna skipamissis í heimsstyrjöldinni. Goðafoss og Dettifoss voru skotnir niður, en Gullfoss tekinn af Þjóðverjum. Strax að styrjöldinni lokinni var byrjað að semja um smíði nýrra skipa fyrir félagið, enda þörfin knýjandi. Fyrst var samið um smíði „þrfburanna" svokölluðu en það voru Goða- foss, Dettifoss og Lagarfoss. öll voru skip þessi mun stærri en gömlu skipin voru og byggð með miklu frystirúmi vegna flutningsþarfar. Svo kom flaggskipið okkar, Gullfoss, árið 1950. Mér finnst það næsta ótrúlegt að hann sé orðinn 12 ára, svo skammt finnst mér liðið frá er við tók- um á móti honum. En það var ánægjulegur dagur. — Hafa þeir ekki verið marg ir, ánægjudagarnir í starfsferli yðar? — Jú, víst hafa þeir verið margir. Það hafa skipzt á skin og skúrir eins og gerist og gengur. Átti að verðlauna mig. — Munið þér ekki eftir ein- hverju sem öðru fremur markar spor í endurminningum yðar? mig hafði órað fyrir. Ég fékk fyrir hönd félagsins 60 þúsund sterlingspunda lán til 12 ára með 4y2% vöxtum. Þetta var hagstæðasta lán sem félagið hafði nokkru sinni tekið. — Yður hefur verið fagnað þegar heim kom? — Já, meira en það. Á næsta aðalfundi Eimskipafélagsins á eftir reis Brynjólfur Bjarnason kaupmaður úr sæti. Og enda þótt Brynjólfi væri ekki sérlega annt um það að ausa út fé fé- lagsins, taldi hann þó ástæðu til að fundurinn samþykkti 5 þús und króna verðlaun mér til handa fyrir þetta afrek. Ég stóð upp næstur á eftir Brynjólfi og mótmælti tillögu hans. Ég sagði að ég hefði ekki gert annað en það sem var skylda mín og það sem mér hafi borið að gera. Á- nægjan yfir því að hafa tekizt þetta væri mér meir en nóg verðlaun. Öðru hliðstæðu atviki skal ég segja yður frá. Þaðgerðistfyrstu árin eftir styrjöldina, einmitt þegar við vorum að semja við skipasmíðastöðina Burmeister & Wain í Danmörku um smíði á „fossunum" þremur sem ég gat um áðan, Goðafoss, Dettifoss og Lagarfoss. Þeir vildu fús- lega tak; smíði skipanna að sér og fyrir hagkvæmt verð, en sá galli var þó á gjöf Njarðar, að þeir töldu sig ekki' geta útvegað stálið í skipin. Þeir kváðust víða hafa reynt, en án árangurs, enda lítið til af þeim málmi hér í álfu fyrst eftir styrjöldina. Ég stóð þá enn sem fyrr í góðum samböndum við Breta og tókst á hendur að freista gæfunnar. Þegar ég nokkru síðar tjáði aðal forstjóra Burmeister & Wain að stálið væri fengið varð hann steinhissa. Þetta væri eitt af því Forstjóri Eimskips í aldarþriðjung ili á landinu legði fram skerf sinn til að stofna Eimskipafé- lagið á sínum tíma. Hvernig var þá hægt að draga það inn f flokkadeilur og þras? Það hafa sumir reynt að gera það, bæði fyrr og síðar, en það var ævin- iega gert f fullkominni óþökk minni. Ég var andvígur slfku og fannst það stangast á við til- gang félagsins og stefnu. En það var líka annað sem olli því að ég hafði ekki að- stöðu til að skipta mér af stjórn málum. Það var sú undaríega staðreynd að ég öðlaðist ekki kosningarrétt fyrr en á elliár- unum, er þá var áhuginn á landsmálaþrasinu búinn. — Mér þykí- þér segja tíð- indi! — Já, það var krft með bennan kosningarrétt hjá mér. En það var ekki af þvl að ép væri tugthúsfangi, eða hefði gerzt sekur við lögin. Nei, því kjósa. Ég var því nær háif- fimmtugur að aldri þegar ég fékk loksins að ganga upp að kjörborðinu Hins vegar varmér veitt sú náð að borga skatta. Þurfti ekki einu sinni að sækja um það. Skipaflotinn hefur fimmfaldazt. — Hvað var skipakostur fé- lagsins mikill þegar þér tókuð við starfinu og margt fólk í vinnu hjá þvf? — Eimskipafélag íslands var þá orðið veidi út af fyrir sig og f röc stærstu vinnuveitenda landsins Það átti fimm fossa, Gullfoss gamla, Goðafoss sem var þá annar í röðinni með sama nafni, Brúarfoss, Lagarfoss og Seifoss, en Deitifoss kom um hautið 1930. Smálestatalan sam- tals mun hafa verið nálægt 6-7 þús., en nú er hún komin yfir 30 — Ég minnist ákveðins at- viks frá árinu 1933. Þá voru erf- iðir tímar hjá Eimskip eins og flestum öðrum fyrirtækjum í landinu. Meðal þess sem félagið skuldaði var andvirði Dettifoss að heita mátti allt Það hafði verið tekið danskt lán með afar óhags.æðum kjörum sem upp- segjanlegt var með 6 mánaða fyrirvara, og auk þess fylgdu því þau skilyrði að allar trygg- ingar á skipum félagsins færu í gegnum dönsk umboð. Stjórn Eimskips var öll sammála um það að þetta væru afarkostir. En um annað var ekki að ræa. Pen- ingar lágu ekki á ausu í þá daga. Frá fyrri árum var ég ýms um góðum aðilum f Londpn kunnugur og ég ákvað þess vegna aö fara þangað og þreifa fyrir iér um lántöku ; stað danska lánsins. — Og tókst það? — Árangurinn varð betri en fáa, sem hann taldi útilokað að nokkrum manni tækist eins og á'stóð. Daprir dagar. — Hvaða atvik finnst yður að helzt hafi varpað skugga á sögu félagsins f yðar starfstíð? — Það þarf ekki lengi að leita þeirra. Það var þegar skipin okk ar, Goðafoss og Dettifoss voru skotin niður á styrjaldarárunum. Sérstaklega kom hún eins og reiðarslag yfir okkur fréttin um Goðafoss, sem skotinn var niður hér uppi f landsteinunum, skömmu áður en skipsins var vænzt til Reykjavíkur. Skipverj- arnir voru komnir í sparifötin sumir hverjir, tilbúnir að taka á móti ástvinum sínum á hafnar- bakkanum og öll hætta frá kaf- bátunum virtist liðin hjá. Þá varð þ-'tta • einu augnabliki. Framh. á bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.