Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 13
Tölvumál Mars 1990 Lögð hefur verið áhersla á að gera kerfið sem einfaldast í notkun þannig að ekki þurfi mikla sérfræði- þekkingu til að nota það. band eftir að fjallað hefur verið um ákveðið mál. Þegar fundinum er lokið er spólan með fundargerðinni tilbúin. Ritari ritar fundargerðina inn í Meistarann og ábyrgðarmaður fundargerðarinnar les hana yfir í Meistaranum. Ritari vistar síðan fundargerðina í skáp starfsmanna. Fundargerðin þarf aldrei að prentast út, en móttakendur fundargerðarin- nar geta auðvitað prentað hana út ef þeir vilja. Móttaka bréfa: Ritari tekur á móti bréfum, sem koma til SKÝRR og sér um dreifingu. Sama gildir um fax. Pósturinn er flokkaður í bakka sem eru á skrifstofu ritara og merktir eru hverju sviði. Framkvæmdastjórar sviðanna sjá um að tæma þá reglu- lega og dreifa póstinum til sinna manna. Frumrit bréfa eru geymd í skjalasafni. Skjalasafn: Uppbygging skjalasafnsins er þannig að bréfum til og frá SKÝRR er gefíð hlaupandi númer og eru bréfin skráð í Meistarann eftir þeim og geymd í möppu í skjalaskáp á skrifstofu í númeraröð. Skráð er nafn móttakanda og sendanda ásamt dagsetningu. Eftir að bréf hefur verið skráð er hægt að leita í Meistaranum með textaleitarkerfinu Finni, að öllum skráðum atriðum, finna númer bréfsins sem vísar þá á réttan stað í möppu. Texti bréfa, sem send eru frá SKÝRR eru einnig geymd í Meistaranum og er þá hægt að leita í öllum texta bréfsins með textaleitar- kerfinu. Bréfin eru einnig flokkuð niður í Meistaranum í möppur og hólf eins og skjalaskápur væri. Þannig er t.d. bréf frá Fjármálaráðuneytinu flokkað í möppu sem heitir bréf-i (þ.e. innkomin bréf) og hólf Fjármálaráðuneyti. Önnur mappa er fyrir útsend bréf þ.e. bréf-ú og síðan mappa fyrir samninga. Bókasafn: Hjá SKÝRR eru til um 500 bækur og keypt eru um 50 tímarit. Bókasafnið er að mestu sjálfala. Því er skipt niður á svið þannig að bækur og tímarit sem tilheyra hverju sviði eru geymdar þar. Allar bækur og tímarit eru skráðar í Meistarann og er hægt að leita eftir titli, höfundi, staðsetningu, útgáfu- fyrirtæki. Útlán fer þannig fram að sá sem fær lánað úr safninu fyllir út útlánamiða og setur í stað bókarinnar í hilluna og fjarlægir hann síðan þegar bókinni er skilað. Niðurlag: Við skipulagningu skrifstofukerfis SKÝRR hefur verið haft í huga mikilvægi þess að bæta upplýsinga- streymi og upplýsingavinnslu hjá fyrirtækinu á sem einfaldastan og samræmdastan hátt. Skrifstofukerfið er eins konar miðpunktur allrar annarrar vinnslu og er það kerfið sem starfsmenn fara inn í á morgnana og eru meira og minna að vinna við allan daginn, bæði til að lesa póst, skoða dagbókina og fleira sem gera þarf. Reynt hefur verið að skipuleggja skrifstofukerfið þannig að vinnslan sem þægilegust. Þannig þarf leitun að vera auðveld, upplýsingar samræmdar og ekki geymdar á mörgum stöðum. Lögð hefur verið áhersla á að gera kerfið sem einfaldast í notkun þannig að ekki þurfi mikla sérfræði- þekkingu til að nota það. Settir hafa verið upp ýmiss konar bréfhausar og form fyrir notendur til þess að auðvelda þeim notkunina. Haldnar hafa verið stuttar kynningar fyrir starfsmenn og hafa þeir verið mjög jákvæðir og nýta sér möguleikana til hins ítrasta. Bíða menn í ofvæni eftir að viðskipla- menn tengist kerfinu líka svo að það megi nýtast enn betur, því eftir því sem fleiri nota kerfið því betur nýtistþað. 13

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.