Tölvumál - 01.03.1990, Qupperneq 7

Tölvumál - 01.03.1990, Qupperneq 7
Tölvumál Mars 1990 Halldór Kristjánsson Skýrsla formanns árið 1989 Flutt á aðalfundi S( 27.janúar Inngangur Hér verður gerð grein fyrir starfsemi Skýrslutæknifélagsins á liðnu starfsári, sem er hið 21. í sögu félagsins. Starfsemin hefur verið með miklum blóma og skilað hagnaði. Þá hefur félögum fjölgað nokkuð. Stjórn Starf stjómar hófst strax eftir aðalfund sem haldinn var 18. janúar 1989. Nýkjörin stjóm hélt sinn fyrsta stjómarfund 3. febrúar. Stjórnina skipuðu í upphafi starfsárs: Halldór Kristjánsson.formaður Hjörtur Hjartar, varaformaður BjarniJúlíusson, ritari Kjartan Olafsson, gjaldkeri Snorri Agnarsson, skjalavörður Guðbjörg Sigurðardóttir, meðstjórnandi Anna Kristjánsdóttir, varamaður og Jón Gunnar Bergs, varamaður Haldnir hafa verið 19 stjómarfundir á starfsárinu auk fjölda nefndafunda sem stjórnarmenn hafa sótt. Hjörtur Hjartar, varaformaður, fluttist búferlum til Þýskalands á árinu og sagði því af sér stjómar- störfum. Tók Anna Kristjánsdóttir við embætti varaformanns í lok september. Hirti þökkum við giftudrjúg störf fyrir SÍ og óskum honum góðs gengis á nýjum vettvangi. Fjölmörg mál hafa verið til umfjöllunar á stjómarfundum. Minnisstæð er umfjöllun og umsögn um lagafrumvarp um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Þá óskaði menntamálaráðuneyúð umsagnar um frumvarp til laga um lögverndun starfsheitanna tölvunar- fræðingur og tölvufræðingur. Var einróma samþykkt að styðja það mál. Stjóm hefur unnið mikið starf að mótun framtíðarstefnu SÍ og er þess þegar farið að gæta. Lögð hafa verið drög að stofnun siðanefndar SÍ sem hægt verður að skjóta álitamálum til. Þá hefur verið mikil umræða um stofnun tæknihópa innan félagsins og aukið samstarf við önnur félög með lík markmið. Stjórnarmenn hafa lagt á sig mikið og óeigingjarnt starf og skal þeim hér þakkað sérstaklega fyrir það. Nú kveður stjómina Jón Gunnar Bergs og Hjörtur Hjartar hætti fyrr á árinu eins og áður er getið. Þessum ágætu félögum þökkum við samstarfið með þeirri ósk að við megum eiga þá að síðar. Skrifstofan Skrifstofa SÍ er til húsa að Hallveigarstíg 1 og búum við þar í sambýli við FÍI. Hefur það samstarf verið gott. Nýr framkvæmdastjóri var ráðinn á árinu, Helga Erlingsdóttir, í stað Kolbrúnar Þórhallsdóttur sem hætti síðastliðið vor. Skýrslutæknifélagið hefur átt því láni að fagna að framkvæmdastjórar þess hafa verið traustir og samviskusamir starfsmenn en ekki fer hjá því að mikið af daglegu amstri mæði á framkvæmdastjóra. Skipt var um tölvubúnað á skrifstofunni á árinu og keypt IBM PS/2 í stað eldri IBM PC XT tölvu. Þá var keyptur RÁÐ hugbúnaður frá Víkurhugbúnaði fyrir félagatal og fjárhagsbókhald. Vegna útgáfu blaðsins verður nauðsynlegt að kaupa geislaprentara á næsta starfsári sem ræður við PostScript svo og umbrotshugbúnað. Fjármál Eins og ársreikningur félagsins sýnir var rekstur félagsins með miklum ágætum árið 1989. Tekjur umfram gjöld eru 571.991 og er þá búið að greiða niður tæplega 260.000 króna skuld frá ÍSDATA 86. Heildarrekstrartekjur eru tæpar fjórar milljónir. Þetta er ekki síst að þakka fram- kvæmdastjóra og gjaldkera sem lagst hafa á eitt til að gera þetta kleift. Endurskoðun hf hefur endurskoðað bókhald SÍ.

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.