Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 9
Tölvumál Mars 1990 Árshátíð Fyrsta árshátíð félagsins verður haldin 26. janúar 1990. Er hún haldin í samvinnu við Félag tölvunarfræðinga og KERFÍS. Stefnir í 90 manna þátttöku. Er ánægjulegt að samstarf skuli hafa tekist um þessa hátíð og von mín sú að þetta sé fyrsta skrefið í nánara samstarfi þessarra félaga. Útgáfumál Útgáfa Tölvumála hefur verið þungamiðja í starfsemi SÍ um langt skeið. Tölvumál eru nú eina sértímaritið um tölvumál sem gefið er út reglulega hér á landi. í upphafi starfsárs var tekin sú ákvörðun í stjóm SÍ að stækka brot blaðsins og endurhanna útlit þess. Þótti það nauðsynlegt til að svara kalli tímans. Þær breytingar mæddu, að öðrum ólöstuðum, mest á Guðbjörgu Sigurðardóttur og Þórunni Pálsdóttur ritstjóra. Unnu þær þrekvirki á stuttum tfma og ekki verður annað sagt en að vel hafi til tekist. Blaðið er nú mun fjölbreytta að efnisvali og skemmtilegar upp sett en áður. Komið hafa út 7 eintök blaðsins alls 140 síður. Efni hefur verið fjölbreytt eins og áður sagði og hafa birst alls 58 greinar og pistlar í þessum sjö eintökum. Höfundum og ritnefnd skulu færðar þakkir fyrir mikið og gott starf. í vaxandi mæli skila fyrirlesarar á ráðstefnum félagsins efni fyrirlestra í greinarformi til blaðsins. Er þetta mikilvæg heimild og þakkarvert framtak. Þá hafa fastir pistlar verið í Tölvumálum s.s. frá formanni, frá orðanefnd og fyrirtækjakynningar. Því miður var blaðið rekið með halla á síðasta starfsári en það stafar fyrst og fremst af minnkuðum auglýsingatekjum. Er það miður því ekki gefst betri miðill til auglýsinga en Tölvumál. Hann nær beint til þess markhóps sem mestu skiptir í íslenskum tölvuheimi. Þá eru Tölvumál send þingmönnum og dagblöðum. NDU SÍ er aðili að Nordisk Data Union, samtökum norrænu skýrslutækni- félaganna. Hefur starf okkar þar verið vel metið og á þessu ári lauk tveggja ára NDU formennsku Lilju Ólafsdóttur, fyrrum gjaldkera SÍ. Var ánægjulegt að eiga þess kost að sitja stjómarfund NDU í júní þegar Lilja lét af formennsku og finna þann hlýhug sem félagar okkar á Norðurlöndum bera til hennar. Daninn Carl Johan Gerlach verður formaður NDU næstu tvö árin en síðan taka Norðmenn við embættinu. Starf okkar í NDU bar nokkum keim af þeim breytingum sem orðið hafa á stjóminni. Þegar Lilja hætti sem formaður NDU tók Hjörtur Hjartar við sem aðalfulltrúi okkar og síðan Kjartan Ólafsson þegar Hjörtur fluttist af landi brott í lok september. Óhætt er að segja að NDU verði í brennidepli á næsta ári því þá verður haldinn hér stjómarfundur NDU og hugsanlega einnig samnorræn ráðstefna um aukið frelsi í síma- og fjarskiptamálum. Verður boðið til þeirrar ráðstefnu stjómendum og þingmönnum frá Norðurlöndum. NDU hefur leitað hófanna hjá SÍ um aðstoð við að halda slíka ráðstefnu hér á landi. Þá er að hefjast norræn samkeppni um efnið “Konur og upplýsinga- tækni”. Samkeppnin er styrkt af Norðurlandaráði og hafa frændur okkar í Noregi umsjón með henni. Eins og mörg ykkar þekkja, þá er greiddur ferðakostnaður stjómar- manna í NDU vegna stjómarfunda. Þátttakan í NDU hefur því til þessa verið okkur útlátalítil. Nokkur breyting varð á þessu ári varðandi kostnað okkar af NDU. NDU er fjármagnað með hlutfalli af vergum tekjum af Norddata ráðstefnunni. Norðurlöndin, að íslandi undanskildu, halda þessa ráðstefnu til skiptis og leggja því sitt af mörkum til NDU með þessum hætti. Við höfum ekki aðstöðu til þess að halda slíkan atburð hér, en ÍSDATA 86 var tilraun til þess að leggja eitthvað af mörkum til NDU. Eins og kunnugt er varð tap af þeirri ráðstefnu og lauk niðurgreiðslu þess á þessu starfsári. NDU gaf okkur eftir sinn hlut af þátttökugjöldum vegna ÍSDATA. Af þeim sökum höfum við ekki lagt neitt fé af mörkum til NDU. Stjóm SÍ bauð NDU því að greiða kostnað sinn af verunni í NDU með því að greiða ferðir og hóteldvöl fyrir fulltrúa íslands. Var samþykkt að þetta fyrirkomulag yrði viðhaft þar til um annað semdist. Ég tel mikilvægt að við höldum sambandi á upplýsingatæknisviði við grannþjóðir okkar og njótum góðs af þeirra starfsemi alveg eins og við miðlum þeim af okkar. NDU er ágætur vettvangur til þess. Norddata í júní síðastliðnum var Norddata ráðstefnan haldin í Kaupmannahöfn. Þrír stjómarmenn, ásamt Lilju Ólafsdóttur formanni NDU, sóttu stjómarfund NDU í tengslum við ráðstefnuna en um 20 íslendingar tóku þált í ráðstefnunni. Á henni fluttu Haukur Oddsson og Þorgeir Pálsson ágæt erindi auk þess sem tvö okkar stjómuðu ákveðnum ráðstefnuhlutum. Nokkur vonbrigði eru að aðsókn að Norddata fer minnkandi. Er þar vafalaust ýmsu um að kenna. Þykja margir fyrirlestrar auglýsa um of fyrirlesarann og fyrirtæki hans á kostnað efnis fyrirlestranna. Þá er ljóst að framboð af ráðstefnum hefur aukist mikið á síðustu árum og mikilvægi Norddata því minnkað. Norddala 90 verður að þessu sinni haldin í Gautaborg dagana 11.-14. júní í sumar. Ég vil nota þetta tækifæri lil þess að hvetja félaga SÍ til að sækja ráðstefnuna. 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.