Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 16
Tölvumál Mars 1990 Bjami Júlíusson tölvunarfræöingur hjá HP áíslandi: Staölaöar aðferðir við kerfisgerð Tölvur verða nú sífellt aflmeiri með hverju árinu sem líður. Verkefnin sem leyst eru gerast sífellt flóknari og stærri. Verulegum fjármunum hefur verið varið til hugbúnaðar- gerðar og virðist hafa farið vaxandi á síðustu árum. Er nú svo komið við dæmigerða tölvuvæðingu, að kostnaður vegna hugbúnaðar er oft hærri en heildarkostnaður vegna vélbúnaðarkaupa. Með því að beita nýjustu aðferðum við kerfisgerð má ná fram mun betri stjóm á hugbúnaðargerð, auk þess sem viðhald og endumýjun kerfa verður mun einfaldara og ódýrara. Nokkur misbrestur virðist þó á hvemig og hvenær slíkum aðferðum er beitt. Við sem höfum starfað við gerð hugbúnaðar hérlendis á undan- fömum árum, höfum rekið okkur á það að slík misbeiting getur haft margvísleg vandamál í för með sér. Algengt er að verklok tefjist, kostnaður verði margfaldur á við það sem upphaflega var áætlað og viðhaldskostnaður við hugbúnaðinn gífurlegur, jafnvel margfaldur á við hönnunarkostnað kerfanna sjálfra. Þegar slík vandamál em könnuð nánar, kemur í ljós að þau eiga sér venjulega fáa orsakavalda. Að mínu mati eru orsakimar tvíþættar. í fyrsta lagi þá er undirbúningi verka iðulega áfátt. í öðru lagi, þá er eftirlit með hugbúnaðar- framkvæmdum oft í molum. Unnt er að leysa þessi vandamál með tiltölulega einföldum aðgerðum svo sem: • Leggja mikla áherslu á undir- búning verka og beita stöðluðum aðferðum við gerð hugbúnaðar. • Gera fasta samninga við verktaka í hugbúnaðargerð. •Ráðafagmann (ráðgjafa) til aðstoðar við eftirlit stærri verka. Undirbúningur hugbúnaöarverka Margir virðast álíta að kerfisgerð hefjist með forritun hugbúnaðarins. Þetta er ekki rétt, og hefur oftast leitt til mistaka. í fræðunum er kerfisgerð venjulega skipt í fimm áfanga. Þeir em: 1) þarfagreining; 2) kerfisgreining; 3) kerfishönnun; 4) forritun og einingaprófanir; 5) samþætting og kerfisprófanir. í fyrsta áfanga er þörf fyrir tölvuvæðingu könnuð og reynt að meta hvaða verkefni mætti leysa með væntanlegri tölvuvæðingu. í kerfisgreiningu er væntanlegur hugbúnaður skilgreindur nákvæm- lega. Lýst er hvað kerfinu er ætlað að gera, en ekki farið út í hvemig kerfið vinnur. I kerfishönnun er kerfinu skipt upp í einingar, forrit og undirforrit og þeim lýst ítarlega. í forritunaráfanganum eru hinar ýmsu einingar forritaðar og prófaðar. Að lokum eru einingar og undirforrit tengd saman og kerfið prófað í heild sinni. Það er athyglisvert, að engin forritun ætti að hefjast fyrr en í fjórða áfanga. Ekki er fráleitt að æda um þriðjung af heildarvinnu við kerfisgerðina í fyrstu tvo áfangana þ.e. þarfa- greininguna og kerfisgreininguna. Annan þriðjung í kerfishönnun og síðasta þriðjunginn í fjórða og fimmta áfangann sem eru forritun og prófanir. Til eru staðlaðar aðferðir fyrir hvern áfanga um sig. í kerfisgreiningu er gjaman notuð aðferð er nefnist mótuð greining og byggir á mynd- rænni framsetningu kerfisins. Við kerfishönnun er beitt skyldum aðferðum. Ennfremur eru dl staðlaðar aðferðir við forritun og prófanir. Til er fjöldi mismunandi staðlaðra aðferða. Mikilvægt er að þeir sem þátt taka í kerfisgerðinni noti einhvem af þeim stöðlum sem hlodð hafa almenna viðurkenningu. T.d. hefur hið opinbera í Bretlandi ákveðið að nota einungis svonefnda LSDM aðferð við kerfisgreiningu og hönnun. Aðferð þessi er vel þekkt hérlendis, og þess má geta að stórir aðilar svo scm Skýrsluvélar Ríkisins og Reykjavíkurborgar, beita henni alfarið við gerð hugbúnaðar. 16

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.