Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 15
Tölvumál Mars 1990 Sjálft forritið kostaði mjög lítið og önnur almenningsbókasöfn hafa sýnt tölvukerfinu áhuga og hafa bókasöfnin í Hafnarfirði, Keflavík og Vestmannaeyjum þegar keypt það. Draumahugmynd er að skrá efni skáldsagna, þ.e. að skrá og flokka skáldsögur eftir efni. dagsektir. Kostnaðurinn við sjálfa tölvuvæðinguna hefur ekki verið stórkostlegur og tækin sem kaupa þurfti kostuðu ekki stórfé. Móðurtölvan hjá Kópavogskaupstað var fyrir hendi og gat auðveldlega bætt Bókveri við sig. Sjálft forritið kostaði mjög lítið og önnur almenningsbókasöfn hafa sýnt tölvukerfinu áhuga og hafa bókasöfnin í Hafnarfirði, Keflavík og Vestmannaeyjum þegar keypt það. Ljóst er að tölvukerfið í Bókasafni Kópavogs hefur þegar borgað sig í orðsins fyllstu merkingu. Lokaorð Það er ljóst að tölvuskráning sparar gífurlega mikla vinnu og hefur óteljandi aðgangsmöguleika. Við gerð tölvukerfisins í Bókasafni Kópavogs var ákveðið að nota minnstu geymslueiningu á diski. Einföldustu skráningar fara á svæði sem er 128 stafir. Hægt er að stækka hvert skráningarsvæði, tífalda það ef þess gerist þörf, en við það eru tekin frá ákveðin svæði á diskinum sem er fastbundið þessu svæði. Við það verða skrámar gífurlega plássfrekar. En allt er hægt. Draumahugmynd er að skrá efni skáldsagna, þ.e. að skrá og flokka skáldsögur eftir efni. Ef um er að ræða sögulegar skáldsögur yrðu þær flokkaðar eftir því á hvaða tímabili þær gerast, um hvaða stéttir fólks þær fjalla, hvaða vandamál eru tekin fyrir o.s.frv. Þá væri hægt að svara spumingu eins og: “Áttu til sögu sem gerist á 17. öld og fjallar um riddara (kóngafólk, verkalýð, bændur o.s.frv.)?”. Þessihugmynd er mjög skemmtileg. Bókasöfn á íslandi em ennþá langt á eftir söfnum víða erlendis að þessu leyti, og eru ennþá að ná upp grunninum sem önnur söfn eru löngu komin með. Ýmsar skrár eru prentaðar út á um það bil þriggja mánaða fresti og eru tölvuútskriftimar látnar liggja frammi í afgreiðslunni. Eru þetta til dæmis flokkuð skrá og höfunda- og titlaskrá. Kerfið sjálft, þ.e. Bókver, hefur ekki marga galla. En öll mannanna verk má bæta. Eini “gallinn” við útlánakerfið eru miðamir með rimlaletrinu, sem í sumum tilvikum hafa skemmst vegna efnabreytinga prents, pappírs og líms og eru ólæsilegir með penna. “Galli” eða öllu heldur takmörk skráningarkerfisins eru augljós: Skráð er á höfuðstafi og sleppt upplýsingum um meðhöfunda, þýðendur, blaðsíðutal og fleira sem fylgir hefðbundinni skráningu. En Bókasafn Kópavogs bíður, eins og önnur söfn í landinu, eftir því að Landsbókasafn og Háskólabókasafn (Þjóðarbókhlaða) gegni lögskipuðu hlutverki sínu með tölvutækni, þannig að söfnin geti fengið aðgang að þjóðbókaskrá í gegnum tölvu. Þangað til verður að notast við íslenska bókaskrá og fleira. 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.