Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 10
Tölvumál Mars 1990 IFIP Anna Kristjánsdóttir er fulltrúi okkar gagnvart Intemational Federation for Information Processing, en SÍ er aukaaðili að samtökunum. Á starfsárinu bar hæst IFIP ráðstefnu sem hér var haldin og bar heitið “Educational Software at secondary level”. Hafði Anna forystu í undirbúningsnefnd á íslandi. Var það samdóma álit þeirra sem þátt tóku að ráðstefnan hefði verið með eindæmum vel heppnuð svo og undirbúningur allur til fyrirmyndar. í þakklætisskyni var Önnu boðin seta í dagskrárnefnd World Conference on Computers in Education sem verður í Sidney árið 1990 svo og var henni boðin seta í menntamálanefnd IFIP án atkvæðis- réttar. Er þetta mikill heiður fyrir Önnu og okkur, en að sögn kunnugra er Anna sett þama á bekk með alþjóða- stofnunum eins og SÞ! Unnið hefur verið að því að vekja áhuga íslenskra tölvumanna á nefndum IFIP og hefur nokkur árangur náðst. Mikið er á því að græða að taka þátt í IFIP og verður frekari þátttaka SÍ til umfjöllunar á næsta starfsári. Horft fram á við Ég horfi björtum augum til framtíðar Skýrslutæknifélagsins. Þetta 21 árs gamla félag á ekki síður hljómgrunn nú en þegar það var stofnað. Aukin samvinna við sambærileg félög hér á landi sem erlendis er af hinu góða og verður unnið að því að auka hana. Á liðnu ári hefur félögum fjölgað, reksturinn skilað hagnaði og hver atburðurinn á fætur öðrum verið betur sóttur. Ætlunin er að halda hér alþjóðlega ráðstefnu í haust og áframhald verður á hefðbundinni starfsemi félagsins. Ég sé fyrir mér að Skýrslutækni- félagið verði virkara í umræðu og ákvarðanatöku um tölvumál. Mikið verk er óunnið að því er varðar lagasetningar sem snerta vernd höfundarréttar og lagabálka sem koma inn á atriði sem eru sérstæð fyrir tölvur. Þar getur SÍ lagt sitt af mörkum. Lokaorð Það dylst engum sem þátt tekur í starfi Skýrslutæknifélagsins mikilvægi þess fyrir framþróun upplýsingatækni á íslandi. Með þátttöku í félaginu stuðlum við að öflugu félagi sem tekið er mark á við ákvarðanatöku í þjóðfélaginu í mikilsverðum upplýsingatækni- málum. Ekkert félag er betra eða verra en þeir sem eru félagsmenn í því. Með virkri þátttöku sem flestra verður starfið áfram blómlegt. Stjóm félagsins er ávallt tilbúin að hlusta á holl ráð og ábendingar og er fyrst og fremst kjörin til þess að vinna að góðum málum í nafni félagsins og félaganna. Ég vil þakka stjórnarmönnum og félagsmönnum öllum mjög ánægjulegt samstarf á liðnu starfsári og ég hlakka til samstarfsins á nýju ári. Lifið heil! 10

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.