Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 5
Tölvumál Mars 1990 Oddur var annar formaður SÍ og vann gott starf að uppbyggingu þess og hefur ávallt verið tilbúinn að vinna að málefnum Skýrslutæknifélagsins. Það er ánægjulegt að geta veitt Oddi þessa viðurkenningu. Átak ífélagaöflun Síðasta ár var félaginu að mörgu leyti gott. Rekstrarafgangur varð og félögum fjölgaði. Brátt mun hafið nýtt átak í félagaöflun með það fyrir augum að efla félagið enn. Félagar SÍ eru hvattir til að fá samstarfsmenn sína og vini til liðs við félagið. Skýrslutæknifélag íslands býður fjölbrey tta dagskrá ráðstefna og félagsfunda auk þess sem það gefur út Tölvumál. Þá vinnur félagið að mörgum hagsmunamálum greinarinnar án þess að hátt fari. Skýrslutæknifélagið er vettvangur frjórrar umræðu um tölvu- og upplýsingatæknimál og hagur okkar allra að það sé sem öflugast. Bjartara f ramundan? Það er mat margra sem starfa að tölvumálum að nú sé betri tíð en verið hefur um langt skeið. Er það vel ef svo er því það er lykilatriði að í landinu þrífist öflugur markaður fyrir vél- og hugbúnað og þjónustu á sviði tölvu- og upplýsingatækni. Eitt grundvallaratriði velmegunar er að hér þrífist öflugur hugbúnaðar- og þjónustugeiri á sviði upplýsingatækni sem getur stutt við aðrar atvinnugreinar landsmanna og aukið framleiðni og afköst sem víðast. Hugbúnaöarráðstefna 8. mars vel heppnuð Fjölbreytt ráðstefna var haldin á vegum félagsins 8. mars síðastliðinn. Dagskráráðstefnunnar var sniðin fyrir stjómendur ekki síður en þá sem vinna við hugbúnaðarsmíð. Á ráðstefnunni voru erindi sem varða þjónustu og samskipti, fjallað var um ný viðhorf í hugbúnaðargerð og athyglisverðan íslenskan hugbúnað. Þá var sérstakur dagskrárliður helgaður stöðlun í hugbúnaðargerð. Félagið hefur nú staðið fyrir tveimur hugbúnaðarráðstefnum á tæpu ári og hafa báðar mælst vel fyrir hjá félagsmönnum. Vel sóttur Unix fundur Fundur um Unix sem valkost við tölvuvæðingu var haldinn 28. mars síðastliðinn. Fundinn, sem haldinn var á Hótel Loftleiðum, sóttu tæplega 100 manns. Fjörugar umræður spunnust á fundinum um erindi þeirra Maríusar Ólafssonar, RHÍ, og Douglas Brotchie, SKÝRR. Var ljóst af umræðum að menn voru ekki á eitt sáttir um ágæti Unix, fremur en annarra stýrikerfa. Ráðstefna um stefnumörkun 6. september Skýrslutæknifélagið efnir til dagsráðstefnu 6. september næstkomandi um stefnumörkun í tölvu- og upplýsingamálum fyrirtækja. Mjög er vandað til dagskrár og er þegar búið að tryggja komu þriggja erlendra sérfræðinga til að halda erindi. Þeir eru Tim Lincoln frá IBM, Bill King frá Emst & Young, þekktu ráðgjafafyrirtæki, og Carl-Johan Gerlach frá PK bankanum í Danmörku. Allar líkur eru á að fleiri erlendir fyrirlesarar muni koma hingað til að fjalla um þetta mikilvæga mál, en nánar verður fjallað um ráðstefnuna í næsta tölublaði Tölvumála. Stjórn Skýrslutœknifélags íslands

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.