Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 17
Tölvumál Mars 1990 Það er ekki síður umhugsunarefni til hverra verka nota á ráðgjafann. Reynslan hefur sýnt að í dag eru þeir helst notaðir til aðstoðar við útboð og við samanburð og úrvinnslu tilboða. En ráðgjafinn getur nýst til mun fieiri verka. Samningagerð Á vegum fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar starfar Ráðgjafanefnd um Upplýsinga- og Tölvumál, oftast skammstöfuð RUT nefndin. Nefndin hefur staðið fyrir útgáfu vandaðra leiðbeininga um hvemig standa skuli að tölvuvæðingu hjá ríkisstofnunum. Eitt af því sem RUT leggur mikla áherslu á, er að útbúa skuli sérstaka verksamninga við hugbúnaðargerð, sem og öðrum verklegum framkvæmdum á vegum hins opinbera. Að mörgu leiti eru slíkir samningar áþekkir samningum úr öðrum geirum, en í þeim eru þó nokkur atriði sem ekki er að finna annars staðar. í slíkum samningum skulu skilgreind atriði s.s. verklok, tafabætur ef dráttur verður á verklokum, höfundar-, eignar- og ráðstöfunarréttur hugbúnaðar o.fl. Samningar vegna hugbúnaðargerðar vima oft beint í skýrslur og lýsingar sem gerðar hafa verið í fyrstu áföngum kerfisgerðarinnar. Mikilvægi vandaðs undirbúnins eykst því enn. Hlutlaus ráðgjöf Þáttur ráðgjafa við hugbúnaðargerð hefur oft verið til umfjöllunar á þessum vettvangi og ekki síður það vandamál hvemig unnt er að finna hlutlausan ög óháðan ráðgjafa. Slíkir aðilar eru vandfundnir, og því miður verður að segjast að ýmsir aðilar sem veita þessa þjónustu, uppfylla ekki ströngustu kröfur sem gera á til ráðgjafa. Það er ekki síður umhugsunarefni til hverra verka nota á ráðgjafann. Reynslan hefur sýnt að í dag eru þeir helst notaðir til aðstoðar við útboð og við samanburð og úrvinnslu tilboða. En ráðgjafinn getur nýst til mun fleiri verka. Eðlilegt er að skipta verkinu þannig upp að mismunandi aðilar sjái um skilgreiningu verksins, úrvinnslu og síðan eftirlit. Að minnsta kosti eru flestir sammála því, að óæskilegt sé að sami aðili komi fram sem bæði framkvæmda- og eftirlitsaðili. Gamla máltækið, enginn er dómari í eigin sök, er hér í fullu gildi. Heppilegt er talið að ráðgjafar annist að mestu forvinnu verksins, þarfagreiningu og kerfisgreiningu. Annar mikilvægur þáttur sem æskilegt væri að slíkur aðili sinnti er eftirlit með verkinu sjálfu. Stærri hugbúnaðarverk geta numið mannárum og kostað tugi milljóna. Kosmaður vegna eftirlits með framkvæmdum er óverulegur samanborið við heildarkostnað verksins og ekki síður sé miðað við þann sparnað eða hag sem fæst með því að fækka mistökum og finna villur og frávik fyrr. Það má í mörgum tilvikum segja að þeir verkkaupar sem vilja spara sér þennan þátt séu að spara eyrinn en kasta krónunni. í fyrmefndri handbók RUT nefndarinnar er nokkuð fjallað um þátt ráðgjafa við kerfisgerð, og hvaða reglur hafa ber í huga við ráðningu þeirra. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér þá lýsingu. Lokaorð Það skal áréttað, að þessi atriði sem hér hafa verið tínd til, eru engar töfralausnir og tryggja í sjálfu sér ekki að tölvuvæðing muni heppnast fullkomlega. Hins vegar þá fullyrði ég, að það að fylgja aðferðum og reglum eins og hér hafa verið kynntar, stóreykur líkurnar á að verkinu ljúki á tilsettum tíma og kostnaður við það sé svipaður og gert var ráð fyrir í upphafi. Að auki verður viðhald kerfa sem unnin hafa verið á þennan máta einfaldara og ódýrara. Svo viðamiklu efni sem hugbúnaðargerð, verður engan veginn gerð tæmandi skil í stuttu erindi. Áhugasömum lesendum er bent á bókina Software Engineering: A practitioners Approach eftir Robert Pressman, en hún hefur einmitt verið notuð við kennslu í þessum fræðum við Háskóla íslands. Einnig er fjallað um þessi efni í handbók RUT nefndarinnar um tölvuvæðingu ríkisstofnana. Handbókin fæst hjá fjárlaga- og hagsýslustofnun. 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.