Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.03.1990, Blaðsíða 6
Tölvumál Mars 1990 Oddur Benediktsson, heiðursfélagi SÍ Hinn 26. janúar síðastliðinn var Oddur Benediktsson sæmdur titlinum heiðursfélagi SÍ fyrir störf sín að tölvu- og upplýsingatækni- málum hér á landi. Ekki síst var litið til brautryðjenda- og uppbyggingar- starfs hans að því er varðar nám í tölvunarfræðum við Háskóla íslands. Þar á hann, að öðrum ólöstuðum, stærstan hlut að. Það var því vel við hæfi að afhenda honum skjal til staðfestingar kjörinu á sameiginlegri árshátíð SÍ, Félags tölvunarfræðinga og KERFÍS. Oddur er fæddur 5. júní 1937 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá MR 1956, lauk vélaverkfræðiprófi 1960 og varð doktor í hagnýttri stærðfræði frá Rensselear Polytechnic Institute í Troy, New York, árið 1965. Hann starfaði hjá Bell Telephone Laboratories árin 1961-1962 en var hjá Reiknistofnun HÍ1964-1969. Oddur var OECD styrkþegi 1968- 69. Árin 1969-72 var hann starfsmaður IBM á íslandi og sat m. a. í stjóm þess. Frá 1972-1973 starfaði hann í tæknideild SKÝRR en frá 1973 hefur hann verið hjá Háskóla íslands, fyrst sem dósent en síðan sem prófessor frá 1982. Hann var aðalskipuíeggjandi náms í tölvunarfræði en frá 1989 hefur tölvunarfræðin verið sérstök skor. Á þriðja hundrað tölvunarfræðingar hafa útskrifast frá upphafi. Oddur hefur ritað fjölda greina og skýrslna og haldið fjölmörg erindi á ráðstefnum hér á landi og erlendis. Þá hefur hann unnið að rannsóknum á tölvusviði m.a. að upplýsinga- kerfum fyrir skipstjóra, gæðastýringu í hugbúnaðargerð og fjölmargt annað. Þá hefur hann verið ráðunautur fjölmargra fyrirtækja um upplýsingatæknimál þeirra s.s. Reiknistofu bankanna, Landsbanka íslands, Fasteignamats ríkisins og ýmssa ríkisstofnana. Hann stofnaði fyrirtækið Tölvuþekkingu 1984 til hugbúnaðargerðar. Það er nú í eigu Ríkisspítala og Tækniþróunar. Eitt af verkum þess fyrirtækis er krabbameinskerfi LSP en það hefur m.a. verið selt til Danmerkur. Oddur er nú formaður Upplýsingatækni-staðlaráðs og hefur setið í fjölda nefnda og ráða innlendum jafnt sem erlendum. Oddur er einn af stofnendum Skýrslutæknifélags íslands og annar formaður þess. Hefur hann unnið gott starf að málefnum félagsins og verið manna viljugastur að styðja félagið og styrkja með ýmsum hætti. Hér hefur fátt eitt verið talið af verkum Odds en ekki fer á milli mála að hann er lykilmaður í þróun upplýsingatækni hér á landi. 6

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.