Vísir


Vísir - 13.08.1962, Qupperneq 1

Vísir - 13.08.1962, Qupperneq 1
VÍSIR 52. árg. — Mánudagur 13. ágúst 1962. — 188. tbl. Andrian Nikolayev ofursti. Mikið af járni og merkiiegt bronzbrot Kristján Eldjárn kominn heim frá Nýfundnalandi Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður og prófssor Þórhallur Vilmundarson komu heim úr Nýfundna- landsförinni á laugardag- inn. Þeir eru mjög ánægðir með förina og telur þjóð- minjavörður að margt merkilegt hafi komið fram við uppgröftinn þó ekki sé tímabært fyrr en fullnaðar rannsókn hefur farið fram á hlutum þeim er fundizt hafa, að staðhæfa að þetta séu leifar frá norrænum mönnum. Það er bersýnilegt, sagði Krist- ján Eldjárn í samtali við Vísi nokkru eftir komuna, að þarna hef ur búið fólk, sem þekkti málma, það hefur notað járn og bronz. Þeir hafa kunnað að vinna járn úr mýr- arrauða eins og íslendingar og aðrar norrænar þjóðir á fyrri hluta miðaldanna. Á einum stað sem við nefndum „Smiðjuna", fundum við mikið af gjalli og kolum. Auk þess fundum við þama mikið af jámbrotum, þó enga heila hluti, nema nagla og brot. — Virðist byggð hafa verið þarna lengi? — Nei, það hefur sennilega ekki verið búið þarna lengi. — Helge Ingstad hefur skýrt frá því, að bronzbrot hafi fundizt þarna. — Já, það fannst þarna og það er e. t. v. einn bezti hluturinn, þar sem hann stuðlar að því að útiloka að þetta sé byggð seinni tíma manna, frumbyggja eftir daga Kol- umbusar og styrkir þá, að þetta sé frá tímum Vínlandsferða. — Hvað voru margir þátttak- endur við uppgröftinn? — 10 manns hafa tekið þátt í uppgreftrinum lengri eða skemmri tíma. Nú eru fimm eftir og verða þar þangað til leiðangrinum lýkur um næstu mánaðamót. Þeirra á meðal er Gísli Gestsson. — Hvemig var aðbúðin þarna? - Flestir bjuggu í tjðldum. Við Framhald á bls. 7. Togararnir koma meí fullfermi frá Grænlandi ÞorlfeH Máni fyllti sig á tveim dögum Nokkrir íslenzkir togar- anna hafa hitt á mjög góð- an karfaafla á Grænlands- miðum bæði við Vestur- strönd og Austurströnd Grænlands. Sá fyrsti þeirra Þorkell máni kom til Senda Rússar fimm geim- fðr á loft samtímis? Tvö sovézk mönnuð geim för eru á lofti, hinu þriðja kann að verða skotið á loft í dag — og þar næst ef til vill tveimur til viðbótar og yrðu þá alls fimm þátttak- andi í þeim tilraunum, sem Rússar eru nú að gera og Iitið er á sem hinn mikil- vægasta undirbúning til tunglferðar. — Hvarvetna þykir það hið mesta afrek, að Rússar hafa nú tvö geimför á lofti samtímis. Þau nefnast Vostok III og Vostok IV. SJÁ HVOR TIL ANNARS í fyrra geimfarinu er Andrian Nikolayev ofursti. Hann hafði í morgun snemma farið 31 sinni kringum jörðu eða um þrefalda vegalengdina til tunglsins, en geimfari hans var skotið á loft á laugardagsmorgun, en hins — Pav- els Romanovitsj Popovitsj — í gær morgun og eftir tæpan sólarhring hafði það farið 14 sinnum kring- um jörðu. Svo stutt er milli geimfaranna, að þeir sjá hvor til annars. Þeir hafa stöðugt samband sín í milli og við jörðu. M.a. talaði Nikola- yev við Krúsév, sem óskaði honum til hamingju. í Sovétríkjunum var sjónvarpað frá geimfarinu og end- ursjónvarpað um allt meginlandið og á Bretlandi gátu menn og fylgzt með endursjónvarpi frá Moskvu, en kvikmynd af geimförupum var sýnd I bandaríska sjónvarpinu. — Kennedy forseti og Carpenter geimfari voru meðal þeirra, sem sendu þeillaóskaskeyti í tilefni afreksins, SVÁFU RÓLEGJR I Moskvu-sjónvarpinu í morgun var sagt, að báðir geimfararnir hefðu sofið vel i nótt — það var önnur nótt Nikolayevs úti í geirnn um — er þeir vöknuðu hafi þc' gert líkamsæfingar, þar næst fer ið sér morgunverð og svo byria.'i á vísindalegum athugunum. 1 gær gátu menn fylgzt með því f sjón- várpi, er Nikolayev gekk um og matbjó handa sér. Mikla athygli vakti, er kunnugt varð að hann neytir venjulegrar fæðu í geim- ferðinni. MARGA DAGA Á LOFTI Mikið er um það rætt hversu lengi geimförin verði á lofti, en ekkert liggur fyrir um það opin- berlega. Orðrómur hefur verið á kreiki um að geimfar Nikolayevs verði á sveimi kringum iörðu a. m. k. 3—4 daga, ef til vill viku — kannski 10 daga. Japanskir vís- indamenn sögðust í morgun hafa náð fyrirskipun til Vostoks IV. að fara aftur til jarðar, en ekki hefur fengizt nein staðfesting á þessu. Eins og vænta mátti birtu er- lend blöð í gærmorgun fréttina um Vostok III. með stærsta fyrirsagná 'etri þvert yfir forsíður. TALAÐI V D KRÚSÉV. f einu enska blaðinu var fyrir- • ’v Sovétrikin biðja Bandarík- ööva kjarnorkuvopnarann- Niko ofursti kann að verða s lofii 3 daga — talar við Krú- Frarfihald á bls. 7. j Reykjavíkur í nótt með 350 tonn. Hann var á Vest- urströndinni og þar var einnig Víkingur frá Akra- nesi kominn með yfir 300 tonn af fiski, og Þormóður goði kominn með góðan afla. \ Frá austurströnd Grænlands eru togararnir Haukur og Fylkir vænt- anlegir með fullfermi eða kringum 300 tonn hvor og þar hefur Júpi- ter einnig verið og mun vera með nálægt því fullfermi. I nótt kom togarinn Askur einn- ig til Reykjavíkur með um 160 tonn sem hann hafði fengið á heima- miðum. Svo að nóg er að gera við Reykjavíkurhöfn að skipa aflanum upp úr togurunum. Er skortur á mannskap, því að lítið hefur verið að gera í fiskuppskipun meðan tog- ararnir voru i verkfalli. Vísir átti stutt samtal við Ragn- ar Franzson skipstjóra á Þorkeli mána. Hann sagði, að það hefði gengið sæmilega hjá sér. Fyrstu dagana var veiðin lítil sem engin. Við vorum búnir að fara víða, sagði hann, og fundum lítið. En á síðustu tveimur dögunum fengum við meiri partinn af þessum afla. Ég er hræddur um, sagði Ragn- ar, að þessi veiði vari ekki lengi. Það virðist undir tilviljun komið hvort maður finnur karfann, og hræddur er ég um að magnið sé ekki mikið. Ég var heppinn, að koma þarna fyrstur. Það er nú sýnilegt, að mikið verður að gera við höfnina og í frystihúsunum næstu daga, þegar nokkrir togarar í röð koma inn með fullfermi. ■■ Willy Brandt. Brandt til íslands? Vísir hefir fregnað að til tals hafi komið, að borgarstjóri Vestur-Berlínar, WiUy Brandt, heimsæki ísland nú í haust. 3randt hefir þegið boð til Norð- urlanda í október og mun þá m. a. halda fyrirlestur í Stokk- hólmi. Viðræður hafa farið fram við borgarstjórann um að hann komi þá einnig til Reykja- víkur. Enn er ekki fullvíst hvort af förinni hingað getur orðið en niðurstaða mun fást innan skamms.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.