Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 8
Maí 1991 Sögulega séð voru tölvudeildir oft hluti af flármálasviði eða stjömunarsviði fyrirtækja. Ástæðan var m.a. sú að deildimar meðhöndluðu tölur og tölulegar upplýsingar fyrirtækisins. Bók- hald, birgðahald, viðskipta- mannaskrá, greiðslueftirlit og starfsmannaskrá eru allt dæmi um notkun tölvutækninnar. Lögð var áhersla á nákvæmni. Kúltúr- inn sem byggður var upp f kringum tölvudeildirnar ein- kenndist því af þvf sem mætti kalla "áreiðanleika- eða ná- kvæmnisculture". Þetta var "don't make mistake culture", en ekki "competitive advantage culture." Undanfarinn áratug hefúr þróunin aftur á móti breyst og talað hefur verið um MIS eða "Management Information Systems". Á sama tíma hefur þróunin verið sú að upplýsingaöflun og vinnsla hefúr verið að flytjast ofar í skipulagi fyrirtækja. Frá því að vera hluti af íjármála- eða stjórnunarsviði í að vera sjálfstæð eining, sem jafnvel heyrir beint undir for- stjóra. Talað er um Chief Inform- ation Officer eða CIO. Að nýta upplýsingatækni við stjómun fyrir- tækja er meiri- háttar verkefni og því ekki óeðlilegt að það heyri undir forstjóra fyrir- tækisins beint. Það verður þó að viðurkenna að um þetta eru skiptar skoðanir og sum- ir telja að eitthvað afturhvarf hafi orðið f þessari þróun. Upplýsingavinnsla verður að vera í samræmi við þarfir stjómenda. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa innan fyrirtækisins stýrihóp, sem undirbýr og skilgreinir þörf upplýsinga og vinnslu þeirra. í þessum hópi verða að vera fulltrúar helstu deilda eða rekstrarþátta fýrirtækisins, t.d. á sviði ljármála, markaðsmála og framleiðslu. Varast ber þó að þessi stýrihópur fari að reka tölvudeildina. Hann skal hittast sjaldan, og leggja línur um stefnumörkun í upplýsingamál- um. Upplýsingavinnsla verður æ þyngri á metum í skipulagi fyrirtækis. Notkun upplýsingatækninnar er orðin, auk þess að veita nauðsyn- legar upplýsingar um gang rekstrarins, einn af mikilvægum þáttum í því að ná samkeppnis- yfirburðum. Eins og þið vitið þá snýst allur rekstur um það að skapa sér sérstöðu og byggja verndarmúra f kringum sín fyrirtæki. Áður fyrr voru þessir verndarmúrar t.d. einkaleyfi, aðgangur að ódýru fjármagni, aðgangur að ódýrum náttúruauð- lindumeðahafnaraðstöðu. Upp- lýsingakerfin og tæknin er nú oft slíkur vemdarmúr. Flugfélög, sem búa yfir öflugum upplýsinga- og bókunarkerfum og nýta upp- lýsingatæknina í samkeppninni, hafa náð gífurlegum yfirburðum. Flugfélagið Peoples Express, sem lagði áherslu á lág fargjöld, er aftur á móti dæmi um flugfélag sem varð undir í samkeppninni, aðallega vegna þess að það gat ekki keppt við öflug tölvukerfi hinna flugfélaganna. Félagið hafði ekki tölvutæknina til að byggja upp bókunarkerfí og verðlagn- ingarkerfi, sem gerði því mögu- legt að ná hámarkstekjum. Líklegt er, að við eigum eftir að sjá svipaða þróun hér á landi innan banka, tryggingakerfis og víðar. Aðgreina þarf daglega upplýs- ingaþörf og tölvuvinnslu fyrir- tækisins frá því, sem kallað er stjómunarupplýsingar. Nauðsyn- legt er að öll upplýsingaöflun og úrvinnsla sé sem mest samræmd, 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.