Tölvumál - 01.05.1991, Page 17

Tölvumál - 01.05.1991, Page 17
Maí 1991 Kostnaðarmat upplýsingakerfa Stefán Ingólfsson, verkfræðingur Atvinnurekandi f erfiðleikum Eigandi fyrirtækis hefur um tíma íhugað að kaupa sér tölvubúnað. Áður en hann tekur ákvörðun um frekari aðgerðir vill hann þó vita hversu mikið búnaður, sem hann þyrfti að afla sér, kosti. Hann hefur afar óljósa hugmynd um hvað tölvuvæðing kostar og dugir því að fá nægilega góða hugmynd um verðið til þess að geta metið hvort rétt sé að eyða meiri tíma í málið. Eigandinn ræðir við rekstrarráðgjafa sem býðst til að gera úttekt á verk- efninu, afla upplýsinga frá tölvusölum, hugbúnaðarsölum og rafverktökum um verð og skila kostnaðaráætlun. Rekstrarráð- gjafínn telur að það sé 3-4 daga verk. Eigandanum reiknast til að það muni kosta sig yfir 100 þúsund krónur sem að hans mati er allt of mikið. Hann ræðir þess vegna við sölumann á tölvusölu um vanda sinn. Sölumaðurinn segir að það sé engin þörf á að greiða ráðgjafa stórfé því þetta sé borðleggjandi dæmi. Hann geti selt góðan búnað fyrir 200 þúsund krónur á notanda. Eigandanum líst vel á það. í fyrirtækinu eru fimm starfsmenn, sem þurfa að nota tölvur, svo tölvubúnaðurinn kostar 1,0 miljón krónur miðað við upplýsingar sölumannsins. Eigandinn ræðir þetta kostaboð við félaga sinn sem einnig rekur lftið fyrirtæki. Sá segir honum að hann hafi sjálfur keypt tölvur fyrir rúmu ári. Nú sé hann að komast að raun um að tölvurnar sjálfar séu ekki það dýrasta. Hugbúnaður sé ekki innifalinn og hafi reynst dýr þegar upp var staðið. Þá hafi hann þurft að greiða fyrir lagnir, kaupa húsgögn og starfsfólk hafi þurft að fara á námskeið. Bilanir hafi orðið sér dýrar og reikningar frá kerfis- ffæðingum berist stöðugt. Stofn- kostnaður við tölvukaup segi lítið um kostnaðinn þegar upp sé staðið. Einföld lausn Allt það sem áður er talið hefur ekki orðið til að auðvelda manninum að ákveða sig. En í vandræðum sínum minnist hann þess að hafa lesið grein eftir ráðgjafa sem hélt því fram að segja mætti á einfaldan og fljót- legan hátt fyrir um kostnað við tölvuvæðingu. Hann hringir í manninn og fær hann til að líta á dæmið fyrir sig. Hann er reiðu- búinn að greiða ráðgjafanum 15 þúsund krónur fýrir vikið. Ráðgjafinn tekur því boði. Þeir hittast á vinnustað og ræða málin. Ráðgjafinn kynnir sér aðstæður, gengur um húsnæðið, talar við staifsfólk og lætur eigandann lýsa þeim verkefnum sem hann þurfi að tölvuvæða. í ljós kemur að menn hafa óskir um gott skifstofukerfi með ritvinnslu, töflureiknum, tímabókunum og líku. Einnig þarf að vera einfalt bókhald og launauppgjör í tölvukerfinu. Ráðgjafmn full- vissar sig um að húsnæðið sé í góðu lagi fyrir lagnir, hann metur hversu mikið þurfi af húsgögnum og hvort breyta þurfi húsnæði. Einnig hvaða bakgrunn starfsfólk hafi því einhver verður að annast kerfið. Hann spyr eiganda fyrir- tækisins hversu mikilla gæða og öryggis hann krefjist af tölvu- kerfinu. Eigandinn vill fá traustan búnað í góðu meðallagi en án óþarfa íburðar. Að lokinni þessari skoðun, sem tekur eina eða tvær klukkustundir, er ráðgjafinn reiðubúinn að slá grófu mati á stofnkostnað og rekstrarkostnað væntanlegs upplýsingakerfis. Hann dregur þá ályktun að nota þurfi netkerfi sem kosti 3,1 miljón krónur uppsett með hugbúnaði. Rekstrarkostnaður verði 417 þúsund á ári. Ráðgjafinn tekur jafnframt fram að mat sitt sé talsvert óvisst, líkleg óvissa sé um 20%. Hann bendir einnig á að fljótlega muni notendum fjölga og við tölvuvæðingu komi sífellt upp ný verkefni sem erfitt sé að sjá fyrir. Þegar ráðgjafinn gengur út af skrifstofu eigandans með 15 þúsund króna ávísun hafa báðir gert góð viðskipti. Ráð- gjafinn hefiu: fengið gott tímakaup og eigandinn veit hvaða fjár- hagsdæmi hann er að fást við. Frumáætlun Á þessari sögu er einn agnúi. Tölvuráðgjafar taka nefnilega ekki enn að sér svona verkefni fyrir þetta verð. í upplýsinga- iðnaðinum hafa ekki verið þróaðar aðferðir til að slá einfoldu mati á kostnað við kaup upplýsinga- kerfis. Á því er þó að verða breyting. Þannig aðferðir þekkjast í mörgum öðrum faggreinum. Víða má finna kennitölur, sem ráðgjafar geta notað á flestum stigum framkvæmda, til að slá mati á kostnað. Til dæmis getur verkffæðingur í fljótu bragði gefið 17 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.