Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 19
Maí 1991 nægilega líkt algengustu upplýsingakerfum. Einingarmat er takmarkað og mikilvægt að það sé einungis notað þar, sem það á við. Þegar um er að ræða mjög flókin upplýsingakerfi með vandasömum sérsmíðuðum hugbúnaði er vaíasamt að aðferðin eigi við. Þá hentar kerfis- þáttaaðferðin best og jafnvel samanburðaraðferðin." Markaðsverð Við framkvæmd kostnaðarmats er gengið út frá því að eigandi kerfisins eða ráðgjafar hans séu vel upplýstur um þá kosti, sem standa til boða. Hann hafi yfirsýn yfir verð á vélbúnaði og þekki afkastagetu og gæði tækja. Miðað er við að hann sé óbundinn af viðskiptum við ákveðna aðila, geti leitað samninga á almennum markaði og keypt þjónustu á almennu markaðsverði. Verð á tækjum og hugbúnaði miðast við meðalverð á markaði. Ekki er miðað við sérkjör eða afsláttarkjör nema þau standi öllum til boða. Þeir, sem eiga kost á sérkjörum verða að taka sérstaklega tillit til þess í útreikningum. Tvær bækur um tölvumál bókasafna Rannsóknastöð í bókasafna- og upplýsingamálum við Félags- vísindadeild Háskóla íslands hefur gefið út tvær bækur um tölvur í bókasöfnum. Önnur fjallar um tölvuvæðingu átta bókasafna og stofnana á Reykjavíkursvæðinu: Kennara- háskólanum, Landspítalanum, Borgarbókasafni Reykjavíkur, Borgarspítalanum, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Náms- gagnastofnun, Ameríska bóka- safninu og einn kaflinn fjallar um greinasafn Morgunblaðsins. Er bókin að stofni til nemenda- verkefni sem unnin voru á námskeiði um Tölvu í bóka- söfnum. í ritinu er einnig skrá yfir greinar um tölvumál bóka- safna sem birst hafa f íslenskum ritum. Hin bókin er alþjóðleg heimilda- skrá sem tekur með greinar og bækur um tölvunotkun í bóka- söfnum. Heitir skráin Biblio- graphy: Computers in Libraries and Inforamtion Agencies og er unnin af dr. Laurel Anne Clyde, gistiprófessor í bókasafnsfræði við Háskóla íslands. Alls er skráin 20 síður. SAA Ofangreind skammstöfun birtist á nokkrum stöðum í síðasta tölublaði vegna greinar um Systems Application Architecture frá IBM. Hins vegar lék rit- vinnslupúkinn okkur grátt með því að skilja eftir sviga utan um skammstöfunina SAA. Upphaflega hét greinin: "Hvað er System Application Architecture (SAA)?" Við síðasta yfirlestur var ákveðið að stytta fyrirsögnina í "Hvað er SAA?". Þá tókst hins vegar ekki betur til en svo að svigarnir urðu eftir utan um SAA. Við biðjum höfúnda greinarinnar velvirðingar á þessum mistökum. 19 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.