Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 22
Maí 1991 Tafla A1.2 Rekstrarkostnaður á notanda á ári - leiðréttingartafla Fjöldi notenda -II Gæðaflokkur -I 0 + 1 + II - 5 0,915 1,000 1,075 1,175 1,290 6-15 0,850 0,925 1,000 1,100 1,200 16-50 0,810 0,880 0,950 1,075 1,150 51 - 0,800 0,850 0,900 1,050 1,100 borð, skrifborð, tölvuborð og önnur aðstaða er af vandaðri gerð. Vandað er til þjálfunar starfsfólks." Leiðréttingarstuðlar Stuðlar til að leiðrétta einingar- verð með tilliti til gæða og stærðar kerfis er að finna í töflum Al.l og Al.2 í handbókinni. Stuðlarnir, sem koma við sögu í dæminu, eru feitletraðir. Stofnkostnaður og rekstrarkostnaður Til stofnkostnaðar eru taldir allir liðir sem koma við sögu þegar upplýsingakerfi er sett upp. Reiknað er með að búnaður sé keyptur á gildandi verðum og ekki er reiknað með sérkjörum nema þau standi öllum til boða. í handbókinni eru eftirfarandi kostnaðarþættir taldir upp: - Vélbúnaður - Hugbúnaður - Aðstöðusköpun - Starfsmannakostnaður - Uppsetningarkostnaður - Annað Til rekstrarkostnaðar eru taldir upp allir þættir sem falla undir kostnað við rekstur. Matið er miðað við eðlilegan rekstur aðila, sem hafa góða þekkingu á upp- lýsingatækni og reka kerfið af hagkvæmni. Miðað er við að kerfið hljóti nauðsynlega um- önnun, rekstrarvörur séu keyptar á almennum kjörum, vélbúnaður hljóti eðlilegt viðhald og hug- búnaður sé endurnýjaður í sam- ræmi við þarfír. Helstu þættir eru eftirfarandi: - Viðhald og þjónusta vél- búnaðar - Viðhald og þjónusta við kerfis- hugbúnað - Viðhald, endurbætur og þróun sérsmíðaðs hugbúnaðar - Starfsmannakostnaður - Aðkeypt ráðgjöf og sér- fræðiþjónusta - Efni, rekstur o.fl. - Aðkeypt tölvuþjónusta - Annað Nákvæmni Handbókin ijallar nokkuð um nákvæmni kostnaðarmats. Um þennan þátt segir eftirfarandi í bókinni. Nákvæmnismat í dæminu sem hér er gert að umræðuefni er feitletrað í töflunni. "Nákvæmni: Það fer efitir því hversu flókin verkefni eru og á hvaða stigi kostnaðarmat fer firam hversu nákvæmt það getur orðið. Ónákvæmast er mat á rekstrar- kostnaði stórra flókinna kerfa meðan þau eru í frumkönnun. Nákvæmast er mat á stofhkostnaði einfaldra netkerfa með fáum notendum efdr að kerfisgreiningu og hönnun er lokið. Eftirfarandi töflu má hafa til hliðsjónar um nákvæmni kostnaðarmats." Nákvæmni kostnaðarmats Undirbúningur /--------Nákvæmni %------------/ Einfalt kerfi Miðlungi flókið Flókið kerfi Frumkönnun 15-20 20 - 25 25 - 40 Þarfagreining 10-15 15-20 20 - 25 Kerfisgreining 5 - 10 10-15 15-20 og hönnun 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.