Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 10
Maí 1991 hefiir verið og sumir halda líklega að tölvutæknin sé komin mun lengra á þessu sviði en hún í raun og veru er. Fjölmiðlar og ýmsir spámenn hafa gert sig seka um að ýkja eða "science fictionera" þetta meira en ástæða er til. Erlendis eru þó til nokkur góð dæmi um notkun þekkingar- kerfa. American Express notar t.d. þekkingarkerfi við að meta greiðsluhæfni og hve traustir við- skiptavinir eru. Talað var um að við þetta hafi áreiðanleiki aukistúr45% í 67%. í stað þess að vinna við það rútínu- verkefni að hringja í einhvern og spyrja ákveðinna spuminga, hringja síðan í aðra eða svara spumingum og snúa sér síðan að einhveiju öðm, þá var hægt að þjálfa þetta starfsfólk í að vinna eitthvað skapandi, eitthvað sem krefst mannlegrar hugs- unar. Ég vil einnig sérstaklega benda ykkur á allan þann tíma sem fer í að fylla út eyðublöð, kenna fólki að vinna. Mestur hluti tímans fer í að kenna fólki að svara í síma, fylla út eyðublöð, hvernig skuli ráða fólk í vinnu, hvernig eigi að mkka o.s.frv. Sáralitlum tíma var varið ( að kenna fólki að stjórna og ná árangri. Eingöngu um 10 ár em liðin síðan þekkingarkerfi hófu inn- göngu sína. Fyrstu kynni mín af því var þegar Örn Aðalsteinsson hjá Dupont kom hingað árið 1987 til að kynna þekkingarkerfi þeirra. Talað er um að þessi kerfi hafi sparað Dupont 10 milljónir Bandaríkjadala. DEC sparar um 70 milljónir Bandaríkjadala á ári á sínum 10 þekkingarkerfúm. Helmingurinn af 500 stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkjunum hafa fjárfest í þekkingarkerfum. Árið 1988 vom um 2000 þekkingarkerfi í notkun í heim- inum og um 10.000 vom f þróun eða prófun. Markaður fyrir þekkingarkerfi f Bandaríkjunum hefur vaxið úr 4 milljónum Bandaríkjadala árið 1981 í 400 milljónir árið 1988 og var líklega komin í um 800 milljónir dollara á síðasta ári. Eins og þekkt er, þá er tregða við að taka upp tækni, sem kemur í stað fólks. Þannig hefur þetta verið allar götur frá því að iðn- byltingin hóftt. Það verður okkar hlutverk að fá starfsmenn til að sætta sig við breytingar og þróun. Án breytinga verður stöðnun. Án þróunar bíða menn og fyrir- tæki lægri hlut í samkeppninni. Ég vil koma eftirfarandi ábend- ingum á framfæri. 1. Hlustið vel á notendur og takið jákvætt í gagnrýni þeirra. Aðeins þannig er hægt að tryggja hámarks ávinning fyrir fyrir- tækið. 2. Reynið ekki að stjórna notendum við val á tölvubúnaði eða hvort notaðar em PC vélar eða stærri vélar við lausn á verkefhum. Tryggið það að stjórnendur og starfsmenn séu nægilega vel upplýstir til að geta metið þetta að mestu sjálfri. 3. Farið ekki í varnarstöðu þegar verið er að ræða verkefnaáætlun 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.