Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 5
Maí 1991 Framtíðarsýn í tölvumálum Erindi Þorkels Sigurlaugssonar, framkvæmdastjóra hjá EIMSKIP hf., haldið á ársfundi Skýrslutæknifélagsins 15. febrúar 1991 Það er svolítið undarlegt að flytja erindi um framtíðarsýn í tölvu- málum fyrir hóp manna og kvenna sem flest vita miklu meira en ég um tölvumál. Ég er því dæmi- gerður notandi, stoltur af því sem ég veit, vegna þess að ég veit ekki hvað ég veit lítið. Eg veit að vísu orðið hvað ROM er, og er hættur að rugla því saman við ágœtan drykk sem á ekkert skylt við tölvur nema síður sé. OfmikiðROMM dregur úrminni mannsins en eykur minni tölvunnar efég skil það rétt. Við stjórnendur í nútímafyrir- tækjum viljum jafnan hafa tiltækar allar upplýsingar um rekstur fyrirtækisins. Á hverjum morgni kveikjum við á tölvunni, ýtum á hnapp og á skerminum eiga að birtast nákvæmar upplýsingar um lykilatriði í rekstrinum. Hver var hagnaður gærdagsins, hverrar deildar eða af hverri vörutegund? Við ýtum á annan hnapp og fáum samanburðartölur, þróunina síð- ustu daga og vikna á línuriti. Við ýtum á þriðja hnappinn og þá birtist markaðshlutdeild fyrir- tækisins. Eftir 10 mfnútur eigum við stjórnendur að vita flest, sem við þurfum að vita. Er þetta ekki einfalt, en er það algengt? Nei! Því miður hafa mjög fáir stjómendur þannig upp- lýsingakerfi og ég hef það ekki heldur. Ekki skortir okkur tölvu- listana, skýrslurnar og annað fleira, sem rykfellur á hillunum. Ég er reyndar löngu hættur að fá tölvulistana, því tölvudeildin hafði þá ágætu aðferð að hætta til reynslu að senda tölvulista og hætti alveg að senda þá ef enginn saknaði þeirra. Það er heldur ekki lengur stöðutákn að vera áskrifandi að tölvulistum. En af hverju er sjaldgæft, að einfaldar tölulega upplýsingar séu til?Af hverju þurfum við að leita að gömlum pappírum og láta vinna sérstakar skýrslur til að fá upplýsingar um ákveðin lykil- atriði. Skýringin er sú, að enginn hefur skilgreint, hverjar þessar lykiltölur séu, og sagt tölvu- deildinni, hvar og hvernig eigi að vinna þessar upplýsingar. Þetta minnir okkur á að það er grundvallaratriði varðandi tækni- þróun, og á það ekki síður við á sviði tölvutækninnar, að þarfir markaðarins, þarfir notendanna knýja tækniþróunina áffam en ekki öfugt. Tækni er notuð af því að hún þjónar notendum, og í þessu tilviki þörfúm stjómenda. Dæmi um tækni, sem var mögu- leg, en ekki notuð var myndsíminn eða "videophone", sem þróaður var árið 1968 en náði ekki vinsældum. Tæknin var til en ekki markaðurinn. Það er gaman að leika sér að því að draga upp ýmiss konar fram- tíðarsýn um notkun tölvutækn- innar við stjórnun og rekstur fyrirtækja. Þegar þú þarft að hringja til útlanda geturðu ímynd- að þér að það verði eitthvað þessu lfkt í framtíðinni. (Sjá mynd 1.) í stað þess að grípa til símans, þá snertir fisksalinn á uppboðsmark- aðnum tölvuskerminn og segir nokkur orð eða "skipanir". "Vinsamlegast hringdu í Harima"....... "Klukkan er 7 að morgni í Japan"......... segir tölvan við þig. Eftir fáeinar sekúndur birtist mynd á skerminum af Harima. Hann er á hótelherbergi í Tokyo og ennþá í rúminu. Með því að snerta aftur skerminn kemur sjálfvirk þýðing á samtalinu úr japönsku yfír á ensku og úr ensku yfir ájapönsku. "Mér þyldr leitt að vera að hringja í þig svona snemma ",...segir físksalinn við Harima. "Ég sé af gœðaskýrslu okkar, að í Ijós hafa komið gallar ífiskinum sem við seldum þér. Var það þess vegna sem þú hringdir í mig fyrr í dag ?"...... Nei við höfum ekki tekið eftir neinum göllum. Ég hringdi vegna þess að ég vildi koma þér í samband við nýjan viðskiptavin, sem vill kynna sér nýju fiskréttina þína. "..... Þegar þessi þriðji aðili kemur inn f samtalið, þá snertir þú skerminn til að fá nánari upplýsingar um þennan hugsan- lega nýja viðskiptavin. Þar koma fram upplýsingar um sölu, af- komu og viðskipti þessa fyrir- tækis. Þú sérð þetta í einu horni tölvuskermsins, ánþess að hann sjái það á hinum endanum. Þegar samtalinu lýkur má sjá að tölvan geymir upptöku af sam- talinu og upplýsingarnar um nýja viðskiptavininn. Skyndilega birt- ist á skerminum úrklippur úr 50 helstu dagblöðum heims, þar sem fjallað er um allt sem tengist fiski, fisksölu eða fiskveiðum. Síðan koma skilaboð ffá ritaranum að fundur með Jóni Jónssyni verði kl. 9.00, og dagskrá fund- arins fylgir að sjálfsögðu með. 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.