Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 20
Maf 1991 Einingaraðferðin Stefán Ingólfsson, verkfræðingur Útreikningar á stofnkostnaði og rekstrarkostnaði upplýsingakerf- isins, sem lýst er í greininni um kostnaðarmat upplýsingakerfa eru eins og hér er sýnt á eftir. Notuð er einingaraðferðin. Lýsing verkefnis Eigandinn lýsir verkefnum á eftirfarandi hátt fyrir ráð- gjafanum: Gerðar eru kröfur um að það leysi almenn skrifstofu- verkefni. Tímabókunarkerfi, rit- vinnsla, töflureiknar og skjala- vistunarkerfi. Einnig einfalt bók- haldskerfi og launakerfi. Menn gera þær kröfur til kerfisins að það sé vandað en þó ekki í dýrasta flokki. Einmenningstölvur og vinnustöðvar séu með litaskjám og góður geislaprentari sé til staðar. Reiknað er með að álag á kerfið sé f meðallagi og öryggiskröfur eru almenns eðlis. Matsreikningar Til þess að reikna þetta dæmi má nota matslíkan A1 í handbók RUT-nefindar. Gæði kerfisins eru +1 samkvæmt lýsingu. Stærð er 5 notendur. Stofnkostnaður meðalkerfis finnst í handbókinni. Hann svarar til meðalgæða og 15 notenda. Þess vegna er hann leiðréttur með stuðlinum 1,200 sem finnst í töflu A1.1. Árlegur rekstrarkostnaður meðaikerfis er 71 þúsund á notanda. Hann er einnig leiðréttur með tilliti til fjölda notenda og gæða. Leiðréttingarstuðull er 1,175, fundinn í töflu Al.2. Niður- stöðurnar er sýndar á mynd 1. Matsreikningar eru eftirfarandi: Stofnkostnaður: Einingarverð (líkan A1) Leiðréttingarstuðull (tafla A1.1) Kostnaður á notanda Fjöldi notenda Stofnkostnaður alls Rekstrarkostnaður á ári: Einingarverð (líkan A1) Leiðréttingarstuðull (tafla A1.2) Kostnaður á notanda Fjöldi notenda Rekstrarkostnaður Mynd 1. Val matsaðferðar Um þá matsaðferð, sem valin er til að áætla stofnkostnað og rekstrarkostnað, segir svo í hand- bókinni: "Einingaraðferðin (comparative unit method) byggist á því að kostnaður við upplýsingakerfi er metinn með því að margfalda samanmælikvarðaá "stærð" eða umfang þess og viðeigandi eining- arverð. Við einingarmat notar matsmaður ákveðna kennitölu til að mæla umfang kerfisins. Oftast er iðað við fjölda notenda eða vinnustöðva. Einingarverð er 509 þús/notanda x1,200 611 þúsund x5 notendur 3.055 þúsund krónur 71 þús/notanda pr ár x1,175 83,4 þúsund x5 notendur 417 þúsund krónur fundið úr hliðstasðum kerfúm eða í sérstaklega útbúnum töflum. Aðferðin er mjög auðveld í ffam- kvæmd og er mælt með því að hún sé notuð við frumkönnun. Hún krefst þess að matsmaður hafi aðgang að réttum ein- ingarverðum. í þessari handbók er að finna lýsingar á 7 tilbúnum upplýsingakerfum. Notendur handbókarinnar eiga að geta fúndið líkan, sem er nægilega líkt algengustu upplýsinga- kerfum. Fyrir hvert líkan eru 3 matstöflur. í þeim er að finna einingarverð til að meta stofn- kostnað, rekstrarkostnað á ári og eignarhaldskostnað á ári." 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.