Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 9
Maí 1991 þótt verkefnin séu unnin á mis- munandi stöðum og af ýmsum aðilum. Með samræmingu er ekki átt við miðstýringu. Upplýsingavinnslan þarf að miðast við eftirtalin verkefni: * Skilgreina upplýsingar og skýrslur sem yfirstjórn, ein- stök svið og deildir fyrir- tækisins þurfa á að halda * Skilgreina nauðsynlegan gagnagrunn * Skilgreina nauðsynlega nákvæmni * Hönnun upplýsingakerfis sem nýtist við stefnumarkandi áætlanagerð, og gerð kerfís- lýsingar á nauðsynlegum hugbúnaði * Mat á þörfúm fyrir mismun- andi líkön og framsetningu upplýsinga, t.d. á myndrænan hátt. Steíhurnarkandi áætlanagerð í nútímafyrirtæki þarf að vera eðlilegur hluti af stjórnun fyrir- tækisins. Upplýsingakerfi verða að miðast við þarfir þeirra, sem vinna að stefnumarkandi áætlun- um. Talað er um stefnumarkandi upplýsingakerfi eða "strategic information systems". Stefnu- markandi áætlanir, verkefna- áætlanir og rekstraráætlanir þurfa að tengjast saman, þannig að allar séu þessar áætlanir í samræmi við þá stefnu og þau markmið, sem fyrirtækið setur sér. Þetta er ekki alltaf auðvelt verk, og þarf stöðugt að fylgjast með því, að samræmi sé á milli þeirra, sem stýra upplýsingakerfúm fyrir- tækisins, ogþeirra, semvinnaað stefnumarkandi áætlunum. Stefnumarkandi áœtlanagerð og ákvarðanataka byggist á öflun og úrvinnslu upplýsinga. Upp- lýsingaöflunin hefst á skoðun innri og ytri atriða sem koma til með að hafa afgerandi áhrifáframtíð fyrirtœkisins. Á grundvelli upplýsinga eru ályktanir dregnar, orsakir og afleiðingar metnar og komist að rúðurstöðu um aðgerðir til að ná betri árangri. Aukþess sem upplýsingaöflunin er nauðsynleg, eykur vinnan við hana skilning á rekstri fyrir- tœkisins og því umhverfi sem það býr við. Eitt svið langar mig til að fjalla svolítið nánar um. Það eru þekkingarkerfin eða "expert systems" sem munu að mínu mati skipta meira máli í framtíðinni. Á undanförnum árum hafa augu manna opnast fyrir þeim möguleikum sem þekkingarkerfí bjóða uppá til að auðvelda og bæta stjórnun fyrirtækja. Þekkingarkerfi eru á ýmsan hátt frábrugðin hefð- bundnumtölvukerfum. Þekking er ein af auðlindum fyrirtækis. Hún hefur fram til þessa yfírleitt búiðífólki. Ofthefurveriðtalað um þróun þjóðfélagsins á þessari öld þannig að fyrst höfúm við lifað á tímum iðnbyltingar, þá hafi þjónustuþjóðfélagið komið, síðan tölvu- og upplýsinga- byltingin á sjöunda og áttunda áratugnum. Á níunda og tíunda áratugnum eru við síðan að upplifa tímaskeið þekkingarinnar og þekkingarkerfanna. Þekkingin er orðin sú auðlind sem fyrirtæki og þjóðfélög þarfúast mest. * Þekkingarkerfi nýta tákn fremur en tölulegar upp- lýsingar * Þekkingarkerfi fást við óskipulagðari verkefni (heuristics) * Þekkingarkerfi geta oft skýrt sjálf hvers vegna komist er að ákveðinni niðurstöðu, sem hefðbundin upplýsingakerfi gera ekki. En hvers vegna eru þekkingarkerfi svo vinsæl. * Geyma þekkingu manna og eru þar með ekki eins háðir viðkomandi þegar hann hættir. * Framleiðni eykst * Dreifa má þekkingunni víðar * Gerir starfsmönnum kleift að fara að sinna öðrum mikil- vægari málum svo sem stefnumótun og markmiðs- áætlanagerð * Tæki til að þjálfa nýja starfs- menn * Nýta má þekkingarkerfi til að ná samkeppnislegum yfir- burðum * Auðveldar ákvarðanatöku, sem er mikilvægt á tímum tímaskorts á öllum sviðum Þegar rætt er um þekkingarkerfi eða "expert systems" og gervigreind eða "artificial intelligence" (AI) er átt við að nota mannlega þekkingu sem geymd er í tölvu- eða á tölvutæku formi, við úrlausn ákveðinna viðfangsefni eða til að svara ákveðnum spurningum. Ég hef ekki sett mig algjörlega inn í þá skilgreiningu sem felst í þekkingarkerfúm og gervigreind, en eftir því sem ég kemst næst, þá er gervigreind ætlað að líkja eftir mannlegri skynsemi eða hegðun. Sem hluti af þessu eru þekkingarkerfi sem byggð eru upp eða sú viðleitni manna að smíðavélarsem skiljatungumál, geta sjálfvirkt þýtt yfir á önnur tungumál o. s. frv. Sumir mundu flokka róbóta undir gervigreind, en líklega ætti frekar að flokka þá sem vélmenni, þar sem áhersla er lögð á vélræna þáttinn fremur en hinn vitræna. Það hafa aftur verið vonbrigði fyrir marga hversu hæg þróunin 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.