Tölvumál - 01.04.1992, Blaðsíða 14
Apríl 1992
arverkefna. Það eru því margs-
konar gulrætur sem dingla fyrir
framan nefið á íslenskum hug-
búnaðarfyrirtækjum sem ætla í
Evrópuvíking. Á hinn bóginn eru
svo áhyggjuefnin.
Áhættufjármagn
Ef ég ætti að skjóta út í loftið,
eins nú er í tísku í íslenskri áætl-
anagerð, á það hvað markaðs-
sókn á hæfilegan "hillumarkað"
myndi kosta íslenskt hugbúnaðar-
fyrirtæki, myndi ég nefna tölu af
stærðargráðunni eitt hundrað
milljónir. Þar er innifalin undir-
búningsvinna, val á markaði,
þróun og aðlögun hugbúnaðar
sem þegar er til í fyrirtækinu,
uppsetning útibús erlendis -
hugsanlega í samstarfi við þarlent
fyrirtæki, lögfræði- og önnur sér-
Finna þarf
hillu (niche)
þar sem íslensk
fyrirtæki ná að
sérhæfa sig
og bjóða
betri lausnir
en aðrir
fræðiaðstoð og kynningar- og
markaðssetningarkostnaður á
undirbúningstíma. Þetta skot mitt
getur svo verið álíka langt undir
réttri tölu og önnur slík upp á
síðkastið. Hugsanlegamákom-
ast af með minna fé ef hugbún-
aðurinn er mjög staðlaður og
krefst ekki mikillar þjónustu eða
aðlögunar; efmarkaðurinn erafar
skýrt skilgreindur; og ef aðeins
er um að ræða eina vöru en ekki
stöðuga, áframhaldandi vöru-
þróun. Ég vara menn þó við
bjartsýni á kostnað í þessu sam-
bandi. Kraftaverk eru ekki til;
árangur kostar mikla peninga.
Þá komum við að einum helsta
veikleika íslensks efnahagslífs í
alþjóðlegri samkeppni: skorti á
fjármagni og lítilli útflutnings-
hefð í öðrum greinum en sjávar-
útvegi. Okkur vantar sárlega
meira áhættufjármagn. Hugsan-
lega rætist þar eitthvað úr ef
lífeyrissjóðir taka meiri þátt í
áhættufjármögnun, og þegar
erlendir bankar og fjármála-
fyrirtæki fá að starfa hér. I dag er
íslenski hlutabréfa- og fjármagns-
markaðurinn svo lítill og
fábreyttur að nýsköpunarmögu-
leikarnir eru takmarkaðir, þótt
þeir geti vel verið fyrir hendi ef
grannt er leitað.
Jónar og Ijón
Af framansögðu má vera ljóst að
ráðherrajónarnir tveir, Baldvin
Hannibalsson og Sigurðsson,
eiga enn nokkuð verk óunnið:
Að ná samningum um EES og
að rýmka enn frekar reglur um
fjármagnsmarkað, gjaldeyrismál,
eignarhald fyrirtækja og erlendar
fjárfestingar. Sem betur fer er
viljinnfyrirhendihjáþeimJónum,
en Ijónin eru einnig mörg í vegi,
svo við verðum bara að bíða
spennt eftir því hvort hefur betur,
Jón eða ljón.
Hinu má svo ekki heldur gleyma,
að við höfum náð miklum
árangri á tiltölulega stuttum tíma.
Aðeins eru nokkur ár síðan þeir
möguleikar sem ég hef verið að
lýsa um útflutning á Evrópu-
markað hefðu verið nánast
útilokaðir, meðal annars vegna
hafta á gjaldeyrisviðskipti,
eignarhald á fyrirtækjum og
fjármagnsmarkaði. Er íslenska
þjóðfélagið reiðubúið að takast
á við það stóra verkefni sem
aðlögun að nýrri Evrópu er? Enn
vantar að mínu mati nokkuð upp
á að svo sé. í fyrsta lagi vantar
eins og áður sagði útflutnings-
hefð sem stendur utan við
sjávarútveginn. Umræðanerenn
tvístígandi um það hvort
íslendingar eigi yfirleitt að reyna
nokkuð annað en útflutning á
fiski og vörum sem honum
Nokkur Evrópulönd
hafa verulegan
áhuga á því að laða
til sín fyrirtæki og
atvinnutækifæri,
sérstaklega í
hátæknigreinum
tengjast. Margir mætir menn eru
á þeirri skoðun að þar sé okkar
rétta og eina hilla. Ég held nú
samt að þetta sé varhugaverður
hugsunarháttur.
Það er vont að hafa öll eggin í
sömu körfunni. Við eigum ekki
að útiloka nýjungar fyrirfram,
þótt þær kunni í upphafi að
virðast litlar og ræfilslegar í
samanburði við stóru mömmu,
sjávarútveginn. Einu sinni var
íslenskur sjávarútvegur nú ekki
beysinn. I öðru lagi vantar okkur
íslendinga sjálfstraust í sam-
skiptum og viðskiptum við aðrar
þjóðir. Við þurfum að losa
okkur við minnimáttarkennd og
hræðslu sem virðist stundum
standa að baki andmælum við
evrópska efnahagssvæðinu svo
dæmi sé nefnt. Menn telja það
fyrirfram gefið að íslensk menn-
ing, tunga, sjálfstæði og atvinnu-
líf lognist út af ef við höfum
meiri samskipti við útlendinga.
Ég held að þessi atriði standi öll
til bóta og held að ísland eigi
bjarta framtíð í nýrri Evrópu.
14
Tölvumál