Tölvumál - 01.04.1992, Blaðsíða 37
Apríl 1992
6. gr.
Stjórnin skipar starfsnefndir eftir því sem hún telur
ástæðu til.
7.gr.
Innan félagsins skal starfa siðanefnd sem hefur
það hlutverk að kveða upp úrskurði um kærur
sem berast vegna meintra brota á siðareglum
félagsins. Siðanefnd hefur einnig heimild til að
taka upp mál viðvíkjandi meintum brotum.
Siðanefnd skal skipuð þremur mönnum og skal
aðalfundur kjósa þá.
Komi upp sú staða að nefndarmaður í siðanefnd
tengist meintu siðabroti skal hann skilyrðislaust
víkja og stjórn félagsins skipa staðgengil.
Kærur til siðanefndar skal taka fyrir án tafar og
úrskurður kveðinn upp eins fljótt og verða má
eftir könnun og gagnasöfnun.
Urskurðir siðanefndar eru öllum opnir og er
siðanefnd og stjórn heimilt að birta þá opinberlega,
ef rík ástæða er talin til.
B.gr.
Stjórnin kemur fram fyrir hönd félagsins, jafnt á
innlendum sem erlendum vettvangi, gagnvart
stjórnarvöldum og öðrum félagssamtökum, og sker
úr um þau atriði varðandi störf eða málefni
félagsins, sem ekki eru ákveðin í félagssamþykkt
eða með atkvæðagreiðslu á fundum. Ef atkvæði
falla jöfn á stjórnarfundum ræður atkvæði formanns
úrslitum.
Stjórnin velur, innan sinna vébanda, þann eða þá,
er hafa leyfi til að skuldbinda félagið og ávísa
greiðslum úr sjóði þess. Stjórnin skal færa og gefa
út félagaskrá, og annast innheimtu félagsgjalda.
9. gr.
Stjórnin skal boða til funda, þegar hún telur þess
þörf, eða ef 1/5 hluti félagsmanna óskar þess.
Aðalfund skal halda fyrir lok janúarmánaðar ár
hvert, og skal boða hann með 14 daga fyrirvara.
10. gr.
Tillögur um brey tingar á félagssamþykkt skal senda
stjórninni fyrir 1. nóvember, og verða þær þá
lagðar fyrir næsta aðalfund.
Breyting á félagssamþykkt öðlast ekki gildi, nema
hún sé samþykkt með minnst 2/3 hlutum atkvæða
fundarmanna, á löglega boðuðum aðalfundi.
Siðareglur SÍ
Góðir siðir teljast:
- að koma heiðarlega fram við viðskiptavin,
seljanda búnaðar, vinnuveitanda, launþega,
keppinauta, samstarfsaðila, opinbera aðila eða
almenning í landinu og hvorki skaða viljandi né
nota vafasama starfshætti;
- að dreifa ekki upplýsingum sem veittar eru í
trúnaði eða misnota þær;
- að virða höfundarétt, vörumerki, einkaleyfi og
annan huglægan rétt;
- að upphefja ekki sjálfan sig á kostnað annarra
og taka tillit til annarra;
- að beita ekki illkvittni eða röngum ásökunum;
- að hlíta lögum og reglum um viðskiptahætti;
- að taka ekki við þóknunum eða fríðindum frá
þriðja aðila nema samþykki verkkaupa komi
til, þegar unnið er sem verktaki eða ráðgjafi.
Æskilegt er talið:
- að auka færni sína sem mest á hverjum tíma;
- að auka orðstír félagsins;
- að miðla af faglegri reynslu sinni á vettvangi
félagsins.
37 - Tölvumál