Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.04.1992, Blaðsíða 5
Aprfl 1992 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaður SÍ Nýtt útlit á Tölvumálum Eins og félagsmenn hafa orðið áþreifanlega varir hafa Tölvumál tekið miklum stakkaskiptum frá ogmeð 1. tölublaðiþessaárs. Er þetta lokaáfangi á löngum ferli sem stjórn, ritnefnd og framkvæmdastjórihafaunnið að. Fjölmargir hafa nefnt ánægju sína með hið nýja form sem er á blaðinu og er það mikil hvatning fyrir okkur sem að því stöndum. Sérstaklega er það ánægjulegt að auglýsingar standa nú undir prentkostnaði. Þeim sem hafa lagt hönd á plóginn til þess að gera þetta að veruleika ber að þakka sérstaklega. Kjartan hættir Kjartan Ólafsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn á því starfsári sem nú er nýbyrjað. Kjartan sat þrjú ár í stjóm félagsins og sinnti samskiptum við Norðurlöndin auk gjaldkera- starfsins. Norðurlandasamstarfið hefur átt erfitt uppdráttar og tekið miklum stakkaskiptum á þeim tíma sem Kjartan hefur setið í stjórn. Hefur því mikið reynt á Kjartan við að móta þá mynd sem það er nú að taka. En fyrst og fremst minnast stjórnarmenn Kjartans sem góðs félaga og ötuls baráttumanns fyrir hagsmunum félagsins. Eg vona að við eigum eftir að njóta krafta hans áfram fyrir félagið þó hann hverfi nú úr stjórn um sinn. Douglas boðinn velkominn Douglas A. Brotchie, forstöðu- maður Reiknistofnunar Há- skólans var kjörinn varamaður á síðasta aðalfundi félagsins. Vil ég bjóða hann velkominn til stjórnarstarfa. Samhliða kjöri Douglas urðu nokkrar breytingar á stjórn en Guðbjörg Sigurðardóttir var kosin gjaldkeri og Vilhjálmur meðstjórnandi. Guðbjörg var áður meðstjórnandi og Vilhjálmur varamaður. Ráðstefnur og fundir Fimmtudaginn 26. mars síðast- liðinn var haldinn hádegis- verðarfundur um skjalaskipti milli tölva, fyrir tölvufólk. Tæplega 90 manns sóttu fundinn sem var fróðlegur. Framundan er ráðstefna um breytingar á tölvuumhverfl þar sem fjallað verður um rök með og á móti breytingum. Sérstaklega verður fjallað um breytingu úr stór- eða miðtölvuumhverfi í netkerfi og einmenningstölvuumhverfi. Horft verður á málið frá öllum hliðum en margir telja að hagkvæmni slíkrabreytinga liggi ekki alltaf ljós fyrir. Ráðstefnan verður haldin fimmtudaginn 9. aprfl n.k. í Arsal Hótels Sögu. I maí verður svo ráðstefna um hugbúnaðarmál að vanda og er ætlunin að dagskrá verði fjölbreytt og vönduð. Þá verða haldnir félagsfundir ef tilefni gefast en þar ríður á að félagsmenn komi hugmyndum á framfæri við framkvæmdastjóra eða stjórnarmenn. NordDATA ’92 NordDATA ’92 verður að þessu sinni haldið í T ampere í Finnlandi og hafa allir félagar SI fengið sendan skemmtilegan bækling til kynningar á dagskrá og fyrir- komulagi öðru. Það er von okkar í stjórn að sem flestir sjái sér fært að fara til Tampere en dagskrá er óvenju áhugaverð og glæsilega að öllu staðið. Þessmágetaaðífinnsku skýrslutæknifélögunum eru meira en 20.000 félagar þannig að það er öflug hreyfing sem að baki er að þessu sinni! Ástæða til bjartsýni Nokkur umræða hefur verið innan stjórnar urn starfið fram- undan ekki síst í ljósi þeirrar svartsýnisumræðu sem á sér stað hérálandi. Er ákveðið að halda áfram jafnöflugu starfi og verið hefur en gæta fyllst aðhalds í kostnaði án þess að það bitni á gæðum þess sem gert er. Þátttökugjöld á ráðstefnum verða þau sömu og þau hafa verið frá 1990. Þetta er gert í trausti þess að félagar SÍ muni áfram styðja við bakið á starfsemi félagsins og leggja sitt af mörkum með þátttöku í ráðstefnum og fundum á þess vegum og skilvísum greiðslum félagsgjalda. Síðustu vikur hafa sannfært okkur um að það er ástæða til bjartsýni um þetta nær aldarfjórðungs- gamla félag okkar! 5 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.