Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 12
Desember 1992 bandbreiddinni í þrengri rásirfyrir mismunandi notkun sendir ATM jafnlangar gagnablokkir, sem eru kallaðar sellur, hvenær sem ein- hver þjónusta á netinu þarf að fá bandbreidd til umráða. Tímaraufirnar í ATM eru ólíkt STM ekki fastar heldur breytast þær eftir því hver bandbreiddin er. Hver sella er 53 bæti og er forskeyti þar af 5 bæti. I for- skeytinu er merki, sem skilgreinir þáþjónustu, sem sellunni erætlað að flytja. Merkið hefur það hlutverk að binda hverja sellu við ákveðna sýndarrás eða sýndarleið og gerir kleyft að meðhöndla margar sýndarrásir í einu. Vandamálið með breytilega bandbreidd er leyst í ATM með því að skipta upp hverjum ramma í sellur og safna síðan sellunum saman í réttri röð á endastað. Það er álit margra að ATM muni geta verið uppistaðan í breið- bands ISDN framtíðarinnar, en enn er eftir að hanna ýmsa þætti þess. A meðan beðið er eftir ATM eru nokkursímafyrirtæki að setja upp annað flutningskerfi, sem nefnist rammasending (Frame relay). Þessi aðferð er hálfgerð blanda annarra aðferða að því leyti að hún byggist á HDLC (High-Ievel data link control) ásamt á- kveðnumeiginleikum X.25 stað- alsins. Hversendandifærsýndar- rás alla leiðtil viðtakanda. Frame relay er talið vera lausn, sem henti háhraða gagnaflutningi með háu toppálagi eins og getur orðið í samtengingu staðarneta ogvíðneta. Það hefur verið sagt að rammasendiaðferðin boði endalokX.25 netanna, vegnaþess að hún gefi kost á meiri bitahraða, en franska símastjórnin ætlar t.d. að brúa bilið yfir í ATM með því að auka hraðann í X.25 netinu. Enn ein aðferð til að tengja saman staðarnet nefnist SMDS (Switched multimegabit data service) og er aðallega notuð í Bandaríkjunum. SMDSerpakka- skipt háhraðasending. Sam- skiptareglur SMDS eru í samræmi við IEEE-802.6 DQDB staðalinn og veitt er sambærilega þjónusta við staðarnet samkvæmt IEEE 802 og FDDI. SMDS hefur ekki alla kosti DQDB t.d. ekki mögu- leika á sendingum með fastri seinkun í netinu né heldur sýndar- rásum. Bitahraði í SMDS er annað hvort 1,5 eða 45 Mb/s, en í framtíðinni má búast við 155 Mb/s hraða. Eftir þessa upptalningu verður vart dregin önnur ályktun en að tölvusamskipti séu í örri þróun og það er greinilega enginn skortur ámismunandilausnum. Vandinn er auðvitað sá að engin þeirra er alfullkomin og val einnar að- ferðar fullnægir líklegast ekki óskum allra þeirra, sem á tölvu- fjarskiptum þurfa að halda. Þar að auki breytast þarfir mark- aðarins oft rnjög ört og lausn, sem þykir henta vel einn daginn, getur verið úrelt eftir stuttan tíma. Meira um þróun máia á íslandi En snúum aftur til íslands og fram- vindu gagnaflutnings á undan- förnum árum. í lok ársins 1988 var ákveðið að auka hámarks- hraðann í almenna gagnaflutn- ingsnetinu upp í 64 Kb/s og um svipað leyti voru boðnar 64 Kb/ s leigulínur innan Reykjavíkur. Eftir 1990 varð ljóst að það myndi bráðlega skapast þörf fyrir nýja flutningsmöguleika með meiri bitahraða en 64 Kb/s. Eftir könnun á viðbrögðum notenda var ákveðið að setja upp nýtt net í mesta þéttbýlinu með bitahraða 64 og 128 Kb/s og 2 Mb/s. Vegna hins aukna hraða miðað við almenna gagnaflutningsnetið hefur nýja netinu verið gefið heitiðháhraðanet. Netiðsaman- stendur af 2 Mb/s línum og beinum, sem tengja notendur inn á netið. Mynd 2 sýnir umfang netsins á þessu stigi og er það nú fullbyggt miðað við upphaflega ákvörðun. Það var ekki ætlun Pósts og síma að gera háhraða- netið að landsneti svipað og X.25 netið heldur var litið á hið nýja net sem lausn fyrir stærstu notendur á sviði gagnaflutnings og staðsetning stöðva í netinu valin frá því sjónarmiði. Gjaldskrá fyrir háhraðanetið er jafnframt mjög frábrugðin gjald- skráX.25 netsins. Telcineru stofn- og afnotagjöld, en ekki um- ferðargjöld og er því kostnaður notandans óháður notkun. Þar sem ekki er litið á háhraðanetið sem landsnet er einnig mismunur ákjörum að því leyti að notendur verða að greiða leigu fyrir línu til næstu miðstöðvar, en í X.25 netinu eru þessar línur innifaldar í afnotagjöldum og kostnað þeirra jafnað á notendur. Það verður að teljast ókostur við net af þessu tagi að það er ekki byggt á alþjóðlegum stöðl- um, en einungis á útfærslu eins framleiðanda. Það verður þess vegna að líkindum ekki hægt að kaupa búnað frá fleiri fram- leiðendum. Póstur og sími telur að með háhraðanetinu verði hægt að mæta þörfum stórfyrirtækja fyrir gagnaflutning á næstu árum. Stofnunin stendur samt frammi fyrir því eins og erlend síma- fyrirtæki að velja sem fram- 12 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.