Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 14
Desember 1992 Myndsímar Magnús Hauksson "Halló þetta er Jón" er algengt upphaf símtals. En með tilkomu nýrrar tækni má búast við breytingum. Ef sá sem talað er við í símann sést um leið, þá getur kynning verið óþörf. Og nú hillir loksins undir það að myndsími verði að veruleika. Hingað til hafa samskipti í gegnum síma ekki aðeins byggst á tali heldur einnig hvernig er talað, hvernig áherslum erháttað og fleiru. En það hefur vantað þá vídd sem mál líkamans er. Ef maður vill segja einhverjum eitthvað mjög mikilvægt þá vill maðurgeraþað augliti tilauglitis. Nýlegar kannanir hafa sýnt að allt að 80% af þeim áhrifum sem við höfum á viðmælandann eru tilkomin með máli líkamans. 13% er hvernig við segjum það og aðeins 7% hvaða orð eru notuð. verið til myndsímar. Ókosturinn við þá er að þeir eru ekki sam- hæfðir. Þannig hafa sumir fram- leiðendur einkasímstöðva boð- ið sínum viðskiptavinum upp á myndsíma sem þó virkar aðeins ef samskonar sími er í hinn endann. Þeirhafa jafnframt verið óheyrilegadýrir. í Bandaríkjunum hefur AT&T byrjað að bjóða upp á myndsíma (sjá mynd). En þeir eru ekki samkvæmt neinum staðli sem aftur þýðir að það þarf að vera samskonar sími í hinnendann.Þeirrasímarþarfnast ekki sérstakrar símalínu né annars. Aðeins þarf að stinga honum í samband og þá virkar hann. Hann vinnur á venjulegum hliðrænum (analog) línum. Og hann kostar ekki mjög mikið eða um $ 1500. Þar að auki vonast þeir lil að Þetta skýrir væntanlega allan þann tíma sem við eyðum í það að fara á milli funda. Flest viljum við sjá þann sem við tölum við og þykkar bækur hafa verið skrifaðar um túlkun líkamshreyfinga. Með tilkomu myndsímans verður hægt að skoða vöru í búðum án þess að fara í búðina, hönnuðir geta skipst á myndum um leið og þeir tala saman. Læknar geta skoðað sjúkling án þess að koma í heim- sókn. Svo Mynd /. Tölva og myndsími í einu tœki nokkurt skeið mætti lengi telja. Síminn verðurjafnvel innbyggður í tölvur og þá birtist í einu horni skjásins mynd af þeim sem er að hringja (sjá mynd 1). 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.