Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1992, Qupperneq 18

Tölvumál - 01.12.1992, Qupperneq 18
Desember 1992 að takmarka umfangið á harð- diski og var því ekki um annað að ræða en að afþjappa gögnun- iim jafn óðum og birting stendur yfir og þjappa þeim jafnharðan aftur þannig að stærðin aukist ekki á meðan á sýningu stendur. Þetta þarf svo að gerast nægilega hratt til að myndin verði eðlileg á skjá, um 15 rammar á sekúndu. QuickTime 1.5 geturreyndarsýnt allt að 30 ramma á sekúndu á Quadra tölvu. Sérfræðingar Apple hafa hannað þrjú mismun- andi forrit til gagnaþjöppunar, eitt fyrir ljósmyndir (Photo Compres- sor) sem þjappar gögnum í allt að 25:1, annað fyrir teiknimyndir (Animation Compressor) og hið þriðja fyrir hreyfimyndir (Video Compressor). Hreyfimynda- þjappan var verulegur áfangi fyrir tæknimenn Apple því hún gerði kleift að birta hreyfimyndir á skjá í rauntíma (real-time) af CD-diski eða harðdiski án nokkurs auka- búnaðar. Þjöppunin getur verið á milli 5:1 og 25:1 sem þýðir að 30 sekúndna löng mynd tekur um 1 Mb á diski. Aðrir helstu hlutar QuickTimeeru "MovieToolbox", áhöldin sem nauðsynleg eru fyrir framleiðendur hugbúnaðar, "Image Compression Manager” sem sér um samskiptin á milli þjöppunar, forritara og kerfis og "Component Manager" sem sér um samskipti við ýmsa aukahluti, svo sem "video grabber", mynd- bandstæki o.fl. QuickTime fæst nú einnig fyrir Windows og er það von Apple að QuickTime verði ráðandi staðall í fram- tíðinni. QuickTime og margmiðlun QuickTime er hægt að nota eitt og sér með því að nota "Movie Player” forritið eða það er hægt að nota afrita og líma til að færa QuickTime gögn í önnur forrit. Það er til dæmis hægt að líma hreyfimynd inn í Word skjal eða senda yfir net með MS Mail. Þá birtist notendaásjóna QuickTime og hann getur horft á myndina með því að smella á "Play". Þannig geta fyrirtæki dreift upplýsingum eins og t.d. sjón- varpsauglýsingum eðaþessháttar án fyrirhafnar. Þeir sem vinna að kennslu eða kynningarstarfsemi hafa ef til vill mestan hag af QuickTime og margmiðlun. QuickTime nýtist mjög vel með hugbún- aði eins og Aldus Persuasion. Hefðbundin notkun Persu- asion er þannig að búnar eru til glærur sem hægt er að sýna á skjá eða með skjá- varpa uppá tjald. Með Quick- Time má svo auðga mjög framsetningu efnis með því að bæta við hreyfimyndum og hljóðum. Geisladiskareru vegna mikils geymslurýmis mjög heppilegir fyrir fram- setningu efnis með marg- miðlun enda hafa þegar kom- ið á markað margir diskar sem nota margmiðlun og Framtíðin Af framtíðaráformum Apple er það að segja að fyrirtækið hyggst framleiða skjái með inn- byggðum hátölurum og hljóð- nema og jafnvel myndavél. Hug- búnaðarsérfræðingar Apple vinna að Caspar sem bæði talar og hlustar og skilur mælt mál. Þá er Newton á næstu grösum en það er lófatölva þar sem not- andinn skrifar á skjáinn með þar t il gerðum penna og brey tist letrið þá jafnóðum í tölvutækt letur. Auk þessa hefur Apple í samvinnu við önnur fyrirtæki lagt grund- völlinn að öðrum nýjungum t.d má nefna Photo CD frá Kodak sem gerir kleift að færa fjöl- skyldumyndirnar inn á geisladisk og þaðan í Macintosh-tölvu. Margmiðlun er aðeins eitt skref tölvutækninnar í átt til fram- tíðarinnar. Með aukinni vinnslu- getu og hraðari og stærri geymslumiðlum er allt hægt. Margmiðlun fjallar um það hverning tölvan getur birt notandanum efnið. Ef til vill mun næsta stóra skrefið taka á því hvernig notandinn kemur efni til tölvunnar. QuickTime wUAt? MSJ QuickTime. m> <i|i»i|a 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.