Tölvumál - 01.12.1992, Síða 27
Desember 1992
útgáfubreytingar að ræða í SNA
frá þessum tíma, þá hefur ýmsum
nýjungum veriðbætt við. Eftirlit
með SNA neti var komið á 1979,
með ýmsum sértækum hug-
búnaði (NPDA, LPDA og
NLDM), þó fyrsta brumið í
neteftirliti hafi ef til vill sést 1977.
Öflugum stoðum var síðan
skotið undir neteftirlit árið 1983
með tilkomu NMVT í SNA
(Network Management Vector
Transport). Opnað var fyrir
forritasamskipti með APPC
(Advanced Program to Program
Communication) árið 1983
(LU6.2 og T2.1 node komu til
sögunnar). Árið 1984 var síðan
opnað fyrir samskipti milli SNA
neta, með SNI (Systems Network
Interconnection), sem notað er
t.d. í dag milli Skýrr og Reikni-
stofu Bankanna. Árið 1986 var
tókhringur felldur inn í SNA
nethögunina og neteftirlitið var
komið í endanlega útfærslu með
tilkomu NetView (eldri sértæk
verkfæri runnu saman).
Mynd 1 sýnir einingar í SNA
víðneti Skýrr. I SNA neti er
talað um raunlægar (Physical Unit
eða PU) og röklægar (Logical
Unit eða LU) einingar af nokkrum
gerðum. Þannig kallast móður-
tölva PU5, framtölva PU4 og skjá-
stýritæki PU2. Prentarar, skjáir
og forrit eru röklægar einingar.
Prentarar eru LU1 og LU3, skjáir
LU2 og forrit eru LU6.2.
Myndin sýnir fjölda
slíkra fyrirbæra hjá
Skýrr.
I umræðu um tölvumál
og töl vuvæðingu er stór-
tölvuumhverfi gjarnan
líkt við risaeðlur nútím-
ans. Þessi samlíking er
að ýmsu leyti góð.
Stórtölvuumhverfið er
jú stórt í sniðurn og
svifaseint þegar kemur
að nýjungum. Grunn-
urinn í hönnun SNA
byggir á gamalli tækni,
sem er sex eða sjö árum
eldri en IBM einmenn-
ingstölvan og 10 árum
eldri en staðarnetið
(SNA er aftan úr grárri
tækniforneskju!).
í þessari samlíkingu við
risaeðlur er þó mikil-
vægt að hafa í huga að
risaeðlur fortíðarinnar
hurfu ekki af yfirborði
jarðaráeinni nóttu. Eins
verður það með risa-
eðlur nútímans, þær
munu ekki hverfa af
sjónarsviðinu á næstu
árum. Hlutverk þeirra
munhins vegarbreytast,
en þaðeralltönnursaga.
Mynd1.
27 - Tölvumál