Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 28
Desember 1992 Tilkoma staðarneta Með tilkomu einmenningstölv- unnar og síðar staðarneta (sem rekja rná til ársins 1984 þegar MS-LAN kom fram) breyttust verulega forsendur fyrir allri tölvuvæðingu. Menn voru ekki lengur alfarið háðir skynlausum skjám sem tengdust móður- tölvum. Vandamáliðfyriráhuga- sama notendur var þó það að SNA gat ekki á nokkurn hátt nýtt sér slíkar nýjungar. SNA og staðarnet eru tveir ólíkir heimar, sem tala sitthvort málið. Þessir tveir heimar voru felldir sarnan með því að ET og staðarnetum var kennt að tala mál SNA heims- ins. Þeir sem vildu nýta sér kosti ET tengdu þær við SNA skjástýritæki og skjáhermihug- búnaður sá til þess að ET litu út eins og skynlausir skjáir. Þeir sem nýttu sér staðarnet tengdu þær við SNA heiminn með þar til gerðum gáttum, sem herma eftir SNA skjástýritækjum. Frá SNA umhverfinu séð er ekki munur á raunverulegu stýritæki og staðarneti með gátt. Hins vegar er munur á þessu tvennu hvað eftirlit varðarþarsem stað- ametin eru (flest) ósýnileg frá NetView. Slíkt skiptir að sjálf- sögðu máli þegarkemur að þjón- ustu við aðila sem tengjast SNA neti. Sáveggursemermilli SNA og staðarneta kemur í veg fyrir samfellt eftirlit og þar með þjón- ustu alla leið að tæki notandans. Hér á landi varð þróunin í sam- ræmi við það sem á undan greinir. Fjölmargir viðskiptavinir Skýrr nýttu sér einmenningstölvur í stað skynlausra skjáa í tengingum við skjástýritæki og staðarnetum hefur fjölgað jafnt og þétt hin síðari ár. Þessi þróun hefur valdið því að ósamfella í eftirliti og þjónustu hefur orðið gagnvart æ fleiri viðskiptavinum Skýrr. Með NetView hefur Skýrr verið mögu- legt að hafa eftirlit og greina vandamál að gáttunr þeirra við- skiptavina sem komið hafa upp staðarnetum hjá sér. Vandamála- greining á staðarnetunum sjálfum hefur hins vegar verið í höndum eiganda eða þjónustuaðila. Slík ósamfella getur og hefur valdið töfum í vandamálagreiningu og þar með óþarfa óþægindum fyrir alla aðila. Önnur afleiðing þessarar þróunar er að viðskiptavinir Skýrr hafa þurft að fjárfesta í gáttarbúnaði. Slíkur búnaður fæst í ýmsum stærðum, t.d. 8, 16, 32, 64, 128 eða 254 setur. Því er oft unr nokkra yfirfjárfestingu að ræða, þar sem nýtingin getur verið allt niður í rúm 50% (t.d. þarf aðili sem notar 129 setur að kaupa gátt með 254 setum). Pörf á breytingum Segja má að þrjár megin ástæður hafi verið lagðar til grundvallar þegar tekin var sú ákvörðun að breyta nethögun Skýrr. í fyrsta lagi var tal ið nauðsy nlegt að komast fyrir þá ósamfellu sem er í eftirliti og þjónustu milli SNA umhverfis og staðarneta. Fyrir Skýrrermikilvægt að getaþjónað viðskiptavinum sínum alla leið. 1 öðru lagi var lagt til grundvallar að með því að bjóða gáttar- þjónustu innan veggja Skýrr, mætti samnýta gáttarbúnað og þar með ná fram hagkvæmari gáttun. Og í þriðja lagi var fyrirhuguð þróun í biðlara/miðlara vinnslu milli MVS og annara stýrikerfa lögð til grundvallar. Slík vinnsla mun fara fram með SNA LU6.2 og TCP/IP samskiptum. Þegar þessi umræða var í gangi hjá Skýrr (lok árs 1991) kynnti Póstur og sími hugmyndir sínar um að koma upp fjölsamskipta- máta háhraðaneti. Það var ná- kvæmlega sú lausn sem Skýrr voru að leita eftir, opin fjölsam- skiptamáta netmæna með næga bandbreidd. Hér skal það haft í huga að fjarskiptalögin hindra að aðrir en Póstur og sími geti komið upp slíku neti hér á landi. Alnet Skýrr Niðurstaðan var því eins og sést á mynd 2. I þessar nethögun renna saman SNA víðnet og fjar- tengd staðarnet í eina heild, sem hægt er að þjóna og hafa eftirlit með fráeinum stað. Þettakjósum við að kalla alnet. Alnetið er opið net í þeim skilningi að hægt er að flytja nánast hvað sam- skiptahætti sem er yfir það. MikilvægurhlutiínethögunSkýrr er neteftirlit. í SNA hlutanum er NetView undir MVS til staðar, sem er mjög öflugt og þróað eftir- litskerfi. Gengið var út frá því í upphafi að sambærilegt kerfi yrði til staðar fyrirþann hluta alnetsins sem NetView sér ekki. Slík kerfi byggja á SNMP uppsprettum (Simple Network Management Protocol), en SNMP er fylgifiskur TCP/IP. í framtíð- inni munu slík kerfi nota CMIP (Common Management Infor- mation Protocol), sem er ISO afkvæmi. Eftirlitið í alnetinu verður því tvíhöfða í upphafi. NetView undir MVS mun vaka yfirSNAhlutanum og OpenView frá HP, sem keyrir á HP9000/720 vél, mun vakta hinn hlutann (réttara sagl þau tæki sem hafa SNMP uppsprettur). 28 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.