Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 29
Desember 1992
Reynslan af háhraöa-
neti Pósts og síma
Á svipuðum tíma og breytt
nethögun Skýrr lá fy rir stóðu fyrir
dy rum breytingar á tölvuvæðingu
í Arnarhváli. Framsýnir menn
þar ábæ fengust til að gera tilraun
á tengingu til Skýrr í gegnum
háhraðanet Pósts og síma. Til-
raunareksturháhraðanetsinshófst
um miðjan febrúar og varð að
samkomulagi við Póst og síma
að Arnarhváll og Skýrr tengdust
þá þegar inn. I Arnarhváli er
Novell Netware netþjónn, sem
þjónar bæði IBM samhæfðum
og Macintosh vélum, og hjá Skýrr
var sett upp Novell SAA gátt.
Samskiptin milli Skýrr og Arnar-
hváls yfir háhraðanetið er því
bæði Novell IPX og AppleTalk.
Þessi tilraunatenging stóð yfir í
rúma þrjá mánuði og kom ekkert
fram sem veikti tiltrú manna á
þessari tækni. Niðurstaðan varð
því sú að ráðamenn í Arnarhváli
ákváðu að tengjast þannig til
frambúðar og hefur sú tenging
verið í formlegum rekstri frá 1.
júní síðastliðnum (1992).
I lok júní tengdust síðan fjórar
sýsluskrifstofur nreð þessum
hætti, Borgarnes, Selfoss, Akur-
eyri og Reykjavík. Á þessum
stöðum er Lan Manager net. Hjá
Skýrr var komið upp DCA Select
gátt. Samskiptin þar á milli eru
TCP/IP (sem er móðurmál
háhraðanetsins). Að auki tengd-
ust nokkrar Macintosh vélar inn á
Novell SAA gátt hjá Skýrr.
Nokkrar rekstrartruflanir hafa
verið á þessum netunr en þær
tengjast þó á engan hátt háhraða-
netinu.
Rekstraröryggi háhraðanetsins
hefurverið innan eðlilegramarka
(hvað sem það nú þýðir). Nokkr-
um sinnum hefur það komið fyrir
að beinar í netmænu hafa lagst í
dvala. Þannig hefur beinir á Akur-
eyri líklega sofnað í tvígang og
beinir í Landsímahúsi sennilega í
þrígang. Ekki þekki ég ástæður
þess að þetta hefur komið upp.
Starfsmenn Pósts og síma hafa í
öllum tilvikum brugðist skjótt
við og náð að vekja beinana
fljótt til lífsins aftur.
Ofrágegnin mál er snúa að
háhraðanetinu eru þessi:
- Koma þarf upp 24 tíma þjón-
ustu við netið. Skýrr bjóða
upp á þjónustu 24 tíma sólar-
hrings. Það er eðlileg krafa
að netmænan sem viðskipta-
vinir nota til að nálgast Skýrr
hafi því sambærilega þjónustu.
- Samræmingþjónustu-ognot-
endaheita á staðarnetum, sem
tengjastháhraðanetinu. Með
þjónustuheitum erátt við nöfn
á netþjónum. Það þarf að
tryggja það að sama heitið sé
ekki notað á tveimur (eða
fleiri) netþjónum. Jafnvel þótt
þeir tilheyri ekki sama sýndar-
netinu í háhraðanetinu í dag
(aðgangslistar í beinum ráða
því hver sér hvað, þ.e. hverjir
tilheyra sama sýndarneti). Á
sama hátt þarf að samræma
notendaheiti til að tryggja að
tveir (eða fleiri) hafi ekki sama
h e i t i ð. A ð -
gangsstýringar
inn á t.d. Novell
eðaLanManager
netþjóna ráðast
afnotendaheitinu
einu. Ekki er
gerður greinar-
munur á því
hvaðan viðkorn-
andi kemur, þ.e.
frá hvaða svæði
eða þjóni. Ekki
er Ijóst hver á að
vinna slíka sam-
ræmingarvinnu?
Póstur og sími, sem
rekstraraðilar háhraðanets,
eða núverandi notendur
háhraðanetsins? Verði þetta
ekki gert þá bitnar þetta jú
fyrst og fremst á notendum
netsins.
Svartími í Alneti
Skýrr
Eitt af því sem þjónusta Skýrr
snýst um er svartími. Fyrir not-
anda er svartími aðeins einn tími.
Nefnilega sá tími sem líður frá
því slegið er á færsluhnapp og
þar til skjámyndin breytist (svar
berst). Frá Skýrr séð má skipta
þessum tíma í tvo hluta. Annars
vegar svartíma í móðurtölvu, sem
er sá tími sem tölvan er að fram-
kværna umbeðna aðgerð eða
aðgerðir. Hins vegarsátímisem
það tekur netið að flytja boðin
frá sendanda og svarið til baka,
en það köllum við netsvartíma.
Allir viðskiptavinir Skýrr sitja
við sama borð hvað móður-
tölvusvartíma varðar. Netsvar-
tíminn ræðst hins vegar af því
hvernig tengingum til Skýrr er
háttað.
I töflu I má sjá meðal netsvartíma
á dagtíma (8:00-17:00) í sept-
ember 1992.
/ TAFLA 1 - Svartími í alneti Skýrr
Staöarnet Skýrr 0.3 sek.
Háhraðanet
TCP/IP 0.7 sek.
IPX, Appletalk 0.8 sek.
SDLC 56 Kbita 0.7 sek.
X.25 (PVC) 1.3 sek.
SDLC 9600 1.5 sek.
SDLC 4800 2.1 sek.
29 - Tölvumál