Tölvumál - 01.12.1992, Síða 33

Tölvumál - 01.12.1992, Síða 33
Desember 1992 S íðustu ár hefur tjarkennsla aukist á ýmsum námsbrautum Kennara- háskólans. Slíkurn kennsluháttum hefur verið beitt í mismiklum mæli í ýmiss konar viðbótar- og framhaldsnámi kennara og skóla- stjórnenda, endurmenntun og kennaranámi fyrir leiðbeinendur í grunnskólum, s.k. réttindanámi. Fjarkennslan hefur aðallega verið útfærð sem bréfaskóli í bland við hefðbundin námskeið og starf í e.k. útibúum stofnunar- innar víðsvegar um landið. A síðasta áratug hefur þetta bland- aða kennsluform verið þróað nokkuð og fest í sessi. Samtímis hefur dýrmæt reynsla safnast rneðal starfsmanna skólans um fjarkennslu og fjarnám. Sú til- högun sem þróasl hefur er í góðu samræmi við íslenskan veruleika og tekur mið af þörfum og að- stæðum kennara og kennaraefna ekki síður en tæknilegum og fjár- hagslegum möguleikum Kenn- araháskólans. Skipan almenns kennaranáms í farskólanum Nú er í undirbúningi stærsta verkefni á þessu sviði til þessa; almennt kennaranámi til B.Ed. gráðu sem boðið verður í tjar- kennslu. Við undirbúning hefur verið haft náið samráð við kennarasamtök og fræðslustjóra. Námið var kynnt ítarlega víðs- vegar um landið í maímánuði (1992). Umsóknarfrestur rann út 15. september s.l. 194 umsóknir bárust (170 konur, 24 karlar). 60 umsækjendur allstaðar að af landinu hafa nú verið valdir til að hefja námið. Eins og áður sagði hefst námið í ársbyrjun 1993 og mun ljúka með brautskráningu haustið 1996. Námið verður skipulagt sem blanda af stuttum námskeið- um og bréfaskóla, þar sem tölvu- samskipti urn Islenskamenntanet- ið verða nýtt í námi og kennslu. Inntökuskilyrði í hið almenna kennaranám í farskólanum eru þau sömu og gilt hafa, þ.e. stúdents- próf eða önnur sambærileg menntun við lok framhalds- skólastigs. Námsbraut farskólans byggir á námskrá fyrir almennt kennara- nám við KHI. Auðvitað hefði verið freistandi að nýta þetta lag til að breyta ýmsum áherslum í hefðbundnu kennaranámi, en til að tryggja að þessi fjarkennslu- braut verði álitin jafngild þeirri staðbundnu sem fyrir er var ákveðið að hvika sem minnst frá þeirri kennsluskrá sem í gildi er fyrir staðbundið nám í KHÍ. Kennd verða sömu námskeið og í staðbundna náminu en þeirn snúið í fjarkennsluform. Náms- kröfur verða þær sömu og gilda í staðbundna náminu og námsmat verður með sama hætti. Gert er ráð fyrir að kennaraefnin ljúki að jafnaði 24 einingum á ári, sem skiptast á þrjár 8 eininga lotur (vor-sumar-haust). Eins og áður sagði verður beitt blönduðum kennsluháttum á þessari nýju námsbraut. Hluti kennslunnar fer fram á stuttum viðverunámskeiðum tvisvar á ári í Reykjavík eða í útibúum annars staðar, en stærstur hluti verður skipulagður í fjarkennslu, þar sem námið byggist á sjálfstæðri námsvinnu kennaraefna undir leiðsögn. Kennt verður á stuttum námskeiðum með hefðbundnum hætti, notaðir kostir bréfanáms og símtala og nýttir möguleikar í upplýsingatækni, s.s. samskipti um tölvunet, t.d milli kennara og nema eða innan námshóps. Kennaraháskólinn mun eftir því sem kostur er tryggja nemum aðgang að Islenska menntanet- inu, m.a útstöðvum í skólum landsins, og sjá þeinr fyrir leið- sögn við notkun þess. Mun þá fyrir alvöru reyna á aðgengi al- mennings hérlendis að víðnetum. Auk þessa gefur farskólinn tilefni til að huga að notagildi fleiri miðla í kennslu og námi, s.s. myndbanda og skólaútvarps. Myndsendingar um víðnet virð- ast einnig spennandi kostur í framhaldi af því sem nú er á döfinni í skólunum; að ekki sé minnst á kosti sem margmiðlun (multimedia) skapar. Námskeið farskólans verða hald- in í 1-2 vikur í byrjun janúar ár hvert og 3-6 vikur utan reglulegs skólaárs í 4 sumur. Þar verður lögð áhersla á að ljúka námsþátt- um sem krefjast viðveru nerna og kennara, en einnig verður lagt inn námsefni til frekari úrvinnslu í fjamámi. Sumir námsþættir, einkunr þeir sem lúla að hagnýt- um verkefnum á vettvangi skóla- starfs, geta verið að öllu leyti með fjarkennslusniði. Sérstök áhersla verður lögð á að styðja kennaraefnin í sjálfsnámi sínu. Til þess og einnig lil að leggja inn nýtt efni verður, eftir því sem henta þykir, notast við sínra og bréfapóst og tölvusamskipti. Fjarkennsluhættir Fjarkennslan á þessari námsbraut byggir að stofni til á aðferðum bréfaskóla. Auk bréfasamskipta verður gert ráð fyrir leiðsögn í símaog í tölvupósti. Einnig munu kennarar heimsækja kennaraefni eftir því sem tilefni gefast og aðstæður leyfa. Kjarni kennslunnar mun birtast í bréfum. Slík bréf geta verið af 33 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.