Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 34
Desember 1992
ýmsu tagi: Inngangsbréf og
kennslubréf eru venjulega send
öllum nemendahópnum og leggja
grunn að sjálfstæðu námi. Slíkt
nám er í eðli sínu einstaklings-
bundið, en eðlilegt og æskilegt
er að nemar hafi samband við
kennara og aðra nemendur til að
ræða námsefnið og verkefnin, fá
nánari skýringar og ný sjónarhorn
á viðfangsefni námsins. í þessu
samhengi sendakennarareinstöku
nemum leiðsagnarbréf, þar sem
þeir bregðast við spurningum og
vandamálum sem borin eru undir
þá. Loks senda kennarar áminn-
ingarbréf ef einstakir nemar leysa
verkefni ekki á viðunandi hátt
eða virða ekki tímamörk. Þar er
bent á vankanta og leitað leiða út
úr vanda.
Auk bréfaskrifta verður notast
við ýmsa aðra miðla. Kennarar
munu hafa fasta viðtalstíma með-
an á námskeiðinu stendur. Þar
geta nemar rætt við kennara í
síma um námskeiðið, námsefnið
og verkefnin og borið undir þá
hugmyndir, vafaatriði o.fl. Náms-
brautin mun hafa símsvara, þar
sent tekið verður á móti spurn-
ingum og öðrurn erindum utan
fastra viðtalstíma.
Leitast verður við að nýta sam-
skipti um víðnet, sem virðist
skapa ýmsa kosti, t.d. um boð-
skipti milli nema og kennara og á
milli nema innbyrðis3). Slík sam-
skipti eru mun hraðvirkari en
venjulegur bréfapóstur. Tölvu-
samskipti hafa þann kost umfram
símtöl, að "viðmælendur" þurfa
ekki að sitja samtímis við tækin.
Einnigmásetjaupps.k. tölvuþing
um einstök námskeið eða
námsþætti. Slík tölvuþing geta
verið einskorðuð við tiltekinn
nemendahóp eða opin öllum
þátttakendum á námsbrautinni,
nemum og kennurum; eðajafnvel
opin öllum notendum tölvu-
netsins. Kostir tölvuþinga liggja
m.a. í því að þátttakendur eru
ekki neyddir til að bregðast
jafnharðan við umræðunni, eins
og á hefðbundnum ráðstefnum,
símafundum eða sjónvarps-
ráðstefnum, heldur gefst þeim
tóm til að velta innleggi sínu
fyrir sér og íhuga það áður en
þeir sleppa því lausu í umræðuna.
Víðnet veitir auk þess nemum
aðgang að ýmsum tölvutengdum
gagnabrunnum, innanlands og
erlendis. Nemar geta t.d. komist
í samband við Gegni, sainskrá
Landsbókasafns og Háskóla-
bókasafns; Eric, bandarískan
gagnabrunn um uppeldisfræði;
eða hafa beint samband t.d. við
starfslið bókasafns KHI um
tölvunetið. Þá eru á Islenska
menntanetinu stöðug eða tíma-
bundin tölvuþing, innlend og
erlend, um hin aðskiljanlegustu
efni, sem nemarnir geta fylgst
með eða tekið þátt í.
Notkun víöneta í
kennaranámi
I Tölvumálum haustið 1990 er
m.a. varpað upp spurningunni,
hvort ný tækni verði aflgjafi
grundvallarbreytinga í mennta-
málum eða e.t.v. síðasta vígi
þeirra sem verjast breytingum4).
Sú spurning rímar vel við
yfirskrift þessarar ráðstefnu.
Ymsar hugmyndir eru sífellt á
lofti um notagildi tölvunnar í
skólastarfi. Þar má t.a.m. greina
hugmyndir um tölvuna sem ígildi
gamaldags kennara, þ.e. þess sem
situr inni með alla þekkinguna.
Suinir vildu jafnvel telja eftir-
sóknarvert að nemendur lærðu
að hugsa eins og tölva. Þar má
hins vegar greina hugmyndir, sem
mér eru hugstæðari, um tölvuna
sem verkfæri, t.d. samskipta-
miðil.
Ihaldssöm öfl ríkja í menntakerf-
inu og auðvelt er reyndar að
skilja hvernig glannalegar yfir-
lýsingar um að tölvutæknin skapi
forsendur til að gjörbreyta ekki
einungis starfsháttum í mennta-
kerfinu, heldur einnig viðfangs-
efnum náms og kennslu, skapi
tortryggni gagnvart tölvunum og
tækninni sem þeim fylgir. Eins er
oft nauðsynlegt að minna á að
tækni, eins og sú sem tölvunet
hvílir á, er ekki markmið í sjálfu
sér, heldur tæki til að vinna
tiltekin verk.
Ljóst er að KHÍ fetar varfærnis-
lega inn á svið tölvuvæðingar og
töl vusamskipta (of varfærnislega
munu rnargir segja). Þau skref
eru þó væntanlega írétta átt. KHÍ
3) Sjá t.d. 1) Anna Kristjánsdóttir: Samskipti um tölvunet, í Fjarkennsla og
fjarkennsluaðferðir op.cit. 2) Kaye, A.:Computer-mediated
communication and Distance Education, í R. Mason & A. Kaye (eds.):
Mindweave; Communication, Computers and Distance Education
(Oxford Pergamon Press, 1989). 3) Konttinen, R. & Sajavaara, K.:
Compuler-mediated Communication in Higher Education. Towards an
EleclronicCampus. (Fjölrit;HáskólinníJyvaskylaa, 1992). 4)Paulsen,
M.F. & Rekkedal, T.:Computer Conferencing; A breakthrough in
distance learning, or just another technological gadget?, í Sewart &
Daniel: Developing Distance Education. ICDE. Oslo, 1988.
4) Anna Kristjánsdóttir: World Conference on Computers in Education
1990. Þarsem réttsælis varrangsælis. Tölvumál, september 1990, bls.
6.
34 - Tölvumál