Tölvumál - 01.12.1992, Síða 35

Tölvumál - 01.12.1992, Síða 35
Desember 1992 Hvað er þetta MÖDD? Félag áhugamanna um MUD The Village Church. You are in the village church... There are three obvious exits: north, south and down Hvað er að gerast? Þú ert staddur i miðjum þeim heimi er gengið hefur undir nafninu MUD (Multi User Dungeon), sem þýða mætti sem fjölnotendadýflissa. Margir kannast við textaævintýri þar sem hægt er að ferðast um og nota skipanir svo sem ‘north’, ’look’o.s.frv. Þessi heimurerein öflugasta útfærslan á slíkum leikj- um. Helsti munurinn á MUD og fyrrnefndum ævintýrum er sá að þarna er unt að ræða leik sem spilaður er yfir Internet og geta því allir þeir er aðgang hafa að því neti spilað hann og þá rnargir í einu. Þegar byrjað er að spila MUD er markmiðið það að safna reynslustigum (experience points) og vinna sig á þann hátt upp metorðastigann á svipaðan hátt og í AD&D hlutverkaspilum. Það er, þú gengur urn, leysir hinar ýmsu þrautir og ævintýri, drepur ýmis konar furðuverur og hlýtur reynslustig fyrir. Smám saman nærð þú þér í fjármuni, vopn og varnir af ýmsurn toga og alls konar hluti er aðstoða þig í ævintýrum þínum. Aðrir eru að spila leikinn með þér og eru yfirleitt 10-30 manns að spila á sama tíma. Þú getur myndað hóp með öðrum og saman getið þið barist í þess- um draumaheimi og umgengist hvert annað. Hægt er að tala við aðra, bæði þá sem eru á sama stað og þú og eins þá sem eru staddir annarsstaðar í leiknum. Þú getur faðmað vini þína og ky sst og sýnt allar hugsanlegar og óhugsanlegar mannlegar tilfinn- ingar. Allt þetta gerist í rauntíma og afleiðingar gerða þinna eru því strax ljósar. Með tímanum verður þú sterkari, fimari, gáfaðri og þolmeiri og þegar þú ert búinn að ná tiltekn- um tjölda reynslupunkta og leysa visst magn þrauta ‘vinnur’ þú leikinn. Þá umbreytist þú íöldung, líkt og lirfa í fiðrildi og öðlast ódauðleika og aukna möguleika á öllum sviðum. Þú getur þá fært sjálfan þig á milli staða með töfrum og rnyndað ný vopn, varn- ir, herbergi og heilu svæðin og kastalana ásamt ýmisskonar ver- urn sem aðrir geta drepið og átt frh. á nœstu síðu Farskóli frh. er í eðli sínu varkár stofnun, eins og miðstofnun á menningarsvið- inu ber að vera. Mistök á því sviði í okkar agnarsmáa kerfi geta orðið afdrifarík. Reynslan sýnir að það tekur tíma og þolinmæði að sannfæra kenn- ara og aðra starfsmenn mennta- kerfisins um notagildi tölvutækn- innar í skólastarfi og venja þá við hið nýja umhverfi og mögu- leikana sem þar liggja. Einmitt þess vegna er mikilvægt að þreifa á tölvuheiminum í kennara- menntuninni sjálfri. Tölvunetalestin er lögð af stað. Þar virðast við fyrstu sýn ýmsir spennandi áfangastaðir. Mennta- kerfið hoppar hins vegar ekki upp á vagnana fyrr en sýnt er að hin nýja tækni bæti (ekki bara breyti) nám og kennslu. Mennta- kerfið tekur sér far með þessari lest, þegar leiðin liggur þangað sem það vill fara. Á hinni nýju námsbraut sem hér var lauslega kynnt mun Kennara- háskólinn reyna kosti tölvunet- anna. Það er ljóst að við náum til nýrra nemenda (þ.e. fólks sem ella hefði átt erfitt með að stunda námið) og getum veitt þeirn öðru- vísi kennslu. Við munum opna þeim ný svið og viðfangsefni og fyrir bragðið hafa áhrif á viðhorf þeirra til kennslu og náms. Hvort þetta færir okkur betri eða verri kennara verður tíminn að leiða í ljós. (Okkur hefur t.d. verið bent á að mikilvægir þættir starfs- menntunar kennara geti flækst í netunum). Reyndar er næsta víst að menn verða seint sáttir um hvað einkenni góðan kennara. Hitt er ljóst að ný tækni og víðnet opna ný svið þar sem nauð- synlegt er að háskólastofnanir skyggnist um. Ég trúi að notkun víðneta verði eðlilegur þáttur í starfi KHI, ekki síst í námi og kennslu á hinum ýmsu náms- brautum stofnunarinnar. 35 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.