Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 39

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 39
Desember 1992 Hugbúnaður Kodak er um þessar mundir að kynna 5 hugbúnaðarpakka: * Photo CD Access: Hugbún- aður sem gerir notendum á DOSAVindows og Macintosh kleift að nota Photo CD. * Photo Edge: Forrit þar sem hægt er að eiga við og laga myndir. * Browser kemur á Kodak Catalogue disknum og er forrit sem auðveldar notanda leit og aðgang að þeim hluta disksins sem hann sækist eftir. * Shoebox: Samskonar og Browser en mun öflugra. Notendur geta á auðveldan hátt farið í gegnum mikinn fjölda mynda með einföldum leitarorðum. Forritið er einnig undirstaða mikils myndabanka sem Kodak er að setja á laggirnar. * Renaissance hugbúnaður til þess að notendur geti sent myndir af Photo CD inn á tölvu. Notendaumhverfi í þessum hug- búnaði er það sama, þannig að auðvelt er að fara á milli eftir fyrstu viðkynningu. Frekari framþróun í vél- og hugbúnaði mun Kodak vinna í samvinnu við Apple Com- puter Inc. Photo CD spilarar eru nú komnir á markað og geta þeir spilað allar gerðir auk þess er Philips með sitt kerfi svokallað C.D.I. (Inter- active) þar sem boðið er upp á úrval diska auk þess að geta spilað Photo CD með ögn lakari myndgæðum. í þessum þætti stafrænu bylt- ingarinnar er filman undir- staðan, eftir að hún hefur verið skönnuð á bara eftir að finna henni stað. Kodak kynnti einnig vinnslustöð fyrir myndir, Personal Premier, þar sem notandinn sendir inn stafræna mynd og vinnur hana eftir sínu höfði. Takmörkin eru aðeins ímyndunarafl notandans. Þegar því ferli er lokið eru gögnin tekin út á disk eða 8mm spólu og notandi getur því næst farið í prentsmiðju eða sent afraksturinn í stærri stöð "Premier" þar sem allir möguleikar standa opnir, t.d. skönnun yfir á fyrrnefndar Pro Photo CD eða yfir á gömlu góðu filmuna (pos. eða neg.) og notand- inn gæti þá farið í "gamaldags myrkraverk". Myndir í þessu formi gætu einnig verið prentaðar út á prentarann sem áður er nefndur (thermal printer) en hann prentar á pappír sem er viðlíka þeim ljósmynda- pappír sem við þekkjum. Annar þáttur semeinnig erkominn til sögunnar eru stafrænar mynda- tökur. Kodakhefurhannaðásamt Nikon kerfi fyrir 35mm mynda- tökur sem blaða- og frétta- ljósmyndarar geta nýtt sér. Þar opnast möguleikar á því að senda myndirnar beint frá sér í vinnslu og prentun. Framleiðendur flestra Pro myndavéla eru einnig tilbúnir með digitalbök fyrir sínar gerðir og er hægt að stökkva beint í myndvinnslu og frágang t.d. með Photoshop. Gæði mynda teknar með þessum hætti eru enn langt frá upplausn filmu og upplausn sem fæst með skönnun filmu en við prentun blaða og tímarita er þessi upplausn meira en nóg. Still video er tækni sem einnig gæti nýst við þessa vinnu. Upp- bygging myndbandsmyndar er í eðli sínu mjög frábrugðin staf- rænni mynd en ef fullrar upplausn- ar er ekki þörf er þarna mjög áhugaverður möguleiki. Canon kynnti áPhotokina nýja still video vél með stórbættri upplausn og fjölbreyttum tengimöguleikum. Með þessari vél er nú hægðarleik- ur að koma myndrænum gögn- um inn í ýmis konar tölvuvinnslu. Það ætti nú að vera ljóst af fram- ansögðu að það hvernig við skynjum, skoðum og reyndar meðhöndlum myndir er gjör- breytt. Hluti af þessari tækni hefur nú þegar numið land og á næstu mánuðum mun enn bætast við. Myndvinnsluumhverfið: Myndin er lesin inn í skannann (vinstra megin), unnin í tölvunni og prentuð á prentarann (undir borðinu) eða geymd á geisladiski (hœgra megin). Ofan á geislaskrifaranum er CD ROM lesari. 39 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.