Vísir - 12.09.1962, Qupperneq 2
KR vann / tveim
yngstu fíokkan
Nýlega er lokið miðsumarsmóti
í knattspyrnu 5. flokks og varð
KR sigurvegari í báðum liðum.
í b. iiði fengu þeir 5 stig af 6
mögulegum, gerðu 6 mörk á móti
1. I C liði fengu þeir 3 stig af 4
mögulegum, gerðu 3 mörk á móti
1. — Þjálfari hjá KR er Gunnar
Jónsson. Hér birtum við myndir
af sigurvegurunum ásamt þjálfara
þeirra.
B-lið: Aftari röð frá vinstri: —
Gunnar Jónsson, þjálfari, Gunnar
Gunnarsson, Bjarni Kristinsson,
Yilhelm Norðfjörð, Örn Ingólfs-
r on, Birgir Símonarson, Stefán
Guðjónsson. Fremri röð frá vinstri:
Þór O. Pétursson, Ingvar Ágústs-
son, Barði Valdimarsson, Jónas
Sigurðsson, Björn O. Pétursson.
C-lið. Aftari röð frá vinstri: —
Gunnar Jónsson, þjálfari, Snorri
Hauksson, Hjörleifur B. Kvaran
Magnús Valdimarsson, Magnús
Ingimundarson , Skúli Arnarson,
Árni Stefánsson. Fremri röð f. v.:
Þorsteinn Árnason, Sigurður Ein-
arsson, Kristinn Hilmarsson, Árn:
Aðalsteinsson, Gunnar Hall.
C-LIÐ ý
Miðvikudagur 12. sept. 1962
VtSIR
hefst í dag
VILHJÁLMUR í ELD-
INUM I ÞRlSTÖKKI
„Liston
vinnur
Bezta knattspyrnu-
félag Reykjavíkur
Knattspyrnumótum sumarsins fer
nú að ljúka. Aðeins erú 3 vikur þar
til slðasti leikur verður leikinn,
eftir leikabókinni að dæma, en bú-
ast má samt við að Bikarkeppnin
dragist eitthvað á ianginn.
í keppninni um Reykjavíkurstytt-
una og sæmdarheitið „Bezta knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur" er staðan
þessi Fram hefur hlotið 161 stig og
er nær víst með að sigra enn einu
sinni. Valur kemur næst með 123
stig og er það mikil framför frá
síðasta ári. K.R. er í þriðja sæti með
101 stig og má muna fífil sinn
fegri. En K.R. og Fram hafa alltaf
áður barizt um efsta sætið. Víking-
ur hefur 83 stig og af þeim hafa
hinir efnilegu 4. og 5. flokkar fé-
lagsins fengið 70 stig. Þróttur rek-
ur lestina með 35 stig, en þar er það
meistaraflokkur félagsins sem hef-
ur skaffað 20 stig í sumar.
K. L. P.
Hverjir sigra á
EM í Belgrad?
Búast má við rniklu meta-
flóði nú er EM í Belgrad er að
hefjast, enda flestir beztu frjáls
íþróttamenn heims nieðal þátt-
takendá.
Við gerum það að gamni
okkar að gizka á líldegustu
meistara í hverri grein fyrir
sig, en eflaust eiga margir
þessara eftir að bfta í súr epli
og tapa, jafnvel fyrir mönnum,
sem ekki hafði verið reiknað
með. Þannig gæti einkum farið
í hlaupunum frá 100 — 800
metra, en í 1500 ætti Jazy að
renna fyrstur í mark enda mun
hann einbeita sér að því hlaupi
en sleppa 800 metrunum, enda
þótt hann eigi nokkra von þar.
5000 metra og 10.000 ráetra
hlaup ætti Rússinn Bolotníkov
að vinna, en hann er OL-meist-
ari í 10.000 metrum. Maraþon-
hlaupið er ekki gott að gizka á
þótt við bendum á Popov sem
Iíkiegan.
Beztan tíma í stuttu grind-
inni í ár í Evrópu hefur Mich-
ailov, og er sennilegur sigur-
vegari nú, enda þótt Connachia
frá Ítalíu ógni honum. Löngu
grindina ætti ítalinn Morale að
vinna, enda sýnt mjög miklar
framfarir £ ár. Buhl er með bezt
an tíma hindrunarhlauparanna
og er líklegur sem fyrsti maður
í mark á sunnudaginn er hlaup-
ið fer fram.
í stökkunum 4 eru allir
heimsmethafarnir meðal þátt-
takenda og mjög Iíklega fá þeir
mestu yfirburðasigrana í karla-
keppni EM.
í köstunum koma fram mjög
góðir menn frá Ungverjaiandi.
í kúlunni t. d. er baráttan milli
Varju og Nagy, en í kringlunni
er Szensenyi líklegur sigurveg-
ari, en Rússinn Trussenew
hefur þó betri árangur f ár
61.64 gegn 60,66. Sama er uppi
á tcningnum í sleggjulcastinu
þar sem Zivotsky er í öðru sæti
eftir Bakarinow frá Rússlandi.
Spjótið verður tvísýn lteppni,
Lievore, '.uisis og Kusnesow
(Rússar), en iíklega vinnur
ítalinn. Tugþraut ætti kempan
Kusnezow að vinna en boð-
Framhald á bls. 13.
í dag hefst í Belgrad Evrópu-
meistaramótið í frjálsum íþróttum,
en keppnin hefur hlotið nafnið
„litlu olympíuleikarnir" í munni
fólks í Belgrad, enda eru hér
margar af stjörnum OL í Róm og
tilvonandi sigurvegurum í Tokyo
1964. Aðeins vantar nokkra Banda
ríkjamenn og örfáa aðra til að all-
ir toppmenn frjálsíþróttanna séu
nú f Belgrad. Nokkrir af beztu
mönnum Evrópu verða þó ekki
með.
Kúluvarparinn Arthur Rowe hef
ur gengið yfir f raðir atvinnu-
manna og gerzt rugby-leikmaður
og þar með yfirgefið lífið í ensku
kolanámunum og áhugaíþróttun-
um, og fær þvf ekki að verja titil
sinn. Tveir Þjóðverjanna verða
heldur ekki með. Það eru þeir
Grotodzky og Kaiser. Grotodsky
var álitinn koma sterklega til
greina sem sigurvegari í 5000 metr
unum, en er meiddur, en fjarvera
hans styrkir Rússann Bolotnikov
á svellinu í 5000 metra hlaupinu.
Kaiser, sem valinn hafði verið í
4x400 metra boðhlaupið var lát-
inn skila búningi-sínum aftur, er
hann lentl f ryskingum á veitinga-
húsi í Schabing f fyrrakvöld. Arm-
in Hary verður heldur ekki með í
Belgrad enda hefur hann nú sett
endapunkt á íþróttaferil sinn eins
og kunnugt er.
1 dag verður keppt til úrslita í
10000 metra hlaupi, og kúluvarpi
kvenna, én undankeppni fer fram
f 400 metra grindahlaupi, 400 m
hiaupi karla og kvenna, þrfstökki,
kringlukasti og 20 km. göngu og
í kvennagreinunum f 100 metrum
og 400 metrum.
Vllhjálmur Einarsson mun
keppa 1 dag i þrfstökkinu, en
kl. 17,20 (staðartími) hefst und
ankeppnin, en á morgun kl. 16,
30 hefst svo úrslltakeppnin og
ekki er ólíkiegt að Vilhjálmur
verði í þeim hópi sem „kvali-
fiserar" sig í undankeppninni.
segja
sérfræðingar
1 NTB-fregn frá New York f
gærkvöldi scgir að Sonny List-
on sé nú talinn sennilegur sig-
urvegari I keppnlnni gegn
Floyd Patterson, sem fram á að
fara í Chicago 25. sept. n. k.
I skoðanakönnun meðal sér-
fræðinga kom f ljós að 34
þeirra telja Liston sigurstrang-
legri en aðeins 20 álíta að
Patterson verji krónú sfna.
Þrettán þeirra, sem töldu List-
on verða sigurvegara létu þess
getið, að sigurinn yrði „knock
out“.
Ingemar Johanson fyrrver-
andi heimsmcistari segir: Hraði
Pattersons verður afgerandi og
hann vinnur á stigum.
Roy Harris, sem hefur keppt
Framhald á bls. 13.
FRAM: