Vísir - 15.09.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 15.09.1962, Blaðsíða 4
4 ''tSIR Laugardagur 15. sept. 1982. ' - , .■»»)....) ■ .■>> Ííy Bí»»i)i, í »».*♦»» j»»»i i»i»i ->• S-W-K-.O Séð yfir uppeldisreit í Fossvogsstöðinni, þar sem tugþúsundir greniplantna standa á beðum f skjóli í skógræktarstöð Skógræktar- félags Reykjavíkur í Fossvogi hefur á undanförnum árum vcrið komið upp stórri og góðri upp- eldisstöð fyrir trjáplöntur, þann- ig að þaðan er nú dreift árlega um 300 þúsund plöntum í Rcykja vik og nágrenni. Það er mjög forvitnilegt og um leið skemmtilegt að koma í heimsókn I skógræktarstöðina í Fossvogi. Maður kemur þar í nýjan heim — ef svo mætti að orði komast sem mann hafði ekki órað fyrir áður, og hefur í rauninni litla sem enga hugmynd um þegar ekið er suður til Hafn- arfjarðar, en þá er stöðin á vinstri hönd rétt norðan við Fossvogslækinn. Þarna hefur tæplega 15 hektara landsvæði verið tekið undir ræktun á trjágróðri og nú er svo komið að þarna er risinn upp eins konar skemmtigarður á þessu svæði þar sem skiptast á gróðurbeð, skjólbelti og trjálund- ir. Stærstur er trjálundurinn í norðausturhorni stöðvarinnar. Þar voru fyrstu plönturnar gróð- ursettar 1944, eða fyrir 18 árum. Þá voru þær ekki nema ca. 25 sentimetra háar, en nú eru þær sem næst 650 sm. Þær, sem mest- um vexti hafa náð. Þetta er sitka grenilundur og hefur verið sáð í hann bæði fræi frá Alaska og eins og Brezku Columbíu. Það er mjög fróðlegt og lærdómsríkt að bera saman vöxt og þrif þess- ara tveggja afkvæma eða stað- brigða, og þær gefa manni áþreif- anlega til kynna hve mikils virði það er að velja rétta staði til fræsöfnunar, einmitt staði sem búa við áþekk skilyrði og eru hér til staðar á íslandi. í dag, á tímabilinu frá kl. 17.00 — 19.00 mun skógræktar- stöðin í Fossvogi verða opin al- menningi til sýnis, svo fólki, og þá fyrst og frenist Reykvíking- um, gefist kostur á að sjá hvað þar er að gerast og hvernig þessi fallegi lundur lítur orðið út, eftir ' tiltölulega fárra ára starf. Þar ætti almenningi að verða ljóst hverju hægt er að áorka með skógrækt á íslandi, hversu vel og fljótt barrtré geta dafnað, aðeins ef sæmilega vel er að þeim búið í upphafi. I tilefni af þessu hefur Vísir snúið sér til skógarvarðarins í Fossvogsstöðinni, Einars E. Sæmundsen og beðið hann að segja blaðinu f nokkrum höfuð- atriðum frá stöðinni og starfsemi hennar. — Það var Skógræktarfélag Islands sem fékk land f Fossvogi — Stöðin framleiðir eitthvað af garðplöntum fyrir húseigendur sem vilja koma upp trjágróðri kringum hús sín. — Já, nokkurn veginn sam- kvæmt eftirspurn og þörfum, en annars er plöntuuppeldið að lang- mestu leyti miðað við skógrækt, og undanfarin ár hefur bróður- hlutinn farið til trjáplöntunar í Heiðmörk, en auk þess nokkuð til skógræktarfélaga í nágrenni Reykjavíkur og loks til einstakl- inga. Á myndinni sést sitkagreni, sem nú er 5—6 metra hátt, en var aðeins 25 cm á hæð, þegar það var gróðursett fyrir 18 árum. Þessi gróður hefur vaxið upp úr mýrlendi og aldrei verið borið að honum áburður. Stúlkan á myndinni heldur um köngla, sem eru nú um það bil fullþroskaðir og af þeim verður á næsta vori sáö fræi, svo skiptir mörgum þúsundum, af þessu eina tré. — Er þetta í fyrsta sinn sem þið sýnið almenningi stöðina? — Nei, við höfum gert það áður á sumrinu, en með hverju árinu sem líður kemur æ betur í ljós hvað unnizt hefur og hvað unnt er að gera. Ég held að fólk hafi bæði gagn og gaman af því að skoða stöðina. Hún verður opin kl. 5 — 7 síðdegis bæði í dag og á morgun og starfsfólk stöðvarinnar verður þar til fylgdar og leiðbeiningar þeim sem óska. Lerkibrú yfir framræsluskurð í Fossvogsstöðinni. Hún er að öllu leyti, jafnt gólf sem handrið, smíðuð úr íslenzku lerki frá Hall- ormsstað. Að baki sést grenilundurinn, sem gróðursettur var 1944. til umráða, samtals 9 hektara, árið 1932. Fyrstu árin á eftir var lítilsháttar unnið að framkvæmd- um, en fjárskortur háði þá mjög og dró úr allri meiri háttar starf- semi. Seinna fengust rúmlega 5 hektarar lands til viðbótar, þann- ig að samtals ræður stöðin nú yfir 14 — 15 hekturum til skóg- ræktarstarfsemi sinnar. — Hvenær hófst starfsemiri þar fyrir alvöru? — Það má segja að það hafi eiginlega ekki orðið fyrr en 1948. En undanfari þess var stofnun Skógræktarfélags Reykjavíkur 1946, er Skógræktarfélag Islands var breytt f samband skógrælct- arfélaga fyrir allt landið. Það varð strax í úpphafi helzta verk- svið Skógræktarfélags .Reykja- víkur að taka að sér Fossvogs- stöðina og annast uppeldi trjá- plantna þar fyrir Reykjavík, ná- grannabyggðir Reykjavíkur, svo og að sjá um friðun Heiðmerkur og yfirumsjón með trjáplöntun þar og fyrirkomulagi öllu. — Hvað telur Skógræktarfélag Reykjavíkur marga meðlimi. — Þeir eru nú um 1800 talsins og það má segja, að félagið hafi staðið sig vel I starfi sínu og komið hugðarefnum og verkefn- um sínum vel á veg. — Þarna, þar sem skógræktar- stöðin er nú var enginn trjá- gróður fyrir? — Ekki planta. Þetta var upp- haflega mýrarjarðvegur sem hef- ur verið þurrkaður upp með framræslu. Skógræktin sjálf var undirbúin með því að koma upp skjólbeltum og skjóllundum til að skýla ungviðinu. Áhrifa frá skjólbeltunum hefur gætt mjög og hefur sýnt okkur ljóslega hve þýðingarmikil skjólbeltin eru fyrir allan gróður, ekki sízt trjá- gróðurinn á meðan hann er að festa rætur. < öcj ne ,ifi}lil< ú§aib0>Í3Í i: j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.