Vísir - 15.09.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 15.09.1962, Blaðsíða 10
V/SIR Laugardagur 15. sept. 1962. Lyndon Johnson, vara-forseti, valdi þessa mynd, sem tekm er af honum og Lucius Clay í Vestur-Berlín. Hann segir: „Hún nær hinni dramatízku spennu, sem ríkti á meðan Berlínardeilan stóð sem hæst og lýsir einbeittri stefnu okkar í Vestur-Berlín. Það getur verið vafasöm ánægja að sjá sjálfan sig eins og aðrir sjá mann. Þefta hafa þó Kennedy forseti og ráð- herrarr hans orðið að þola í meira mæli en flestir aðrir, síðan þeir tóku við stjórn. Flestir sjá þá ekki í eigin per- sónu, heldur í gegnum myndavélar blaðaljósmyndaranna. Vafasamt má teljast að nokkrir menn hafi verið jafn rækilega eltir og þeir og harla fátt, sem þeir gera, sem ekki birtist myndir af, Voru þeir nýlega beðnir að velja úr öllum þeim ósköpum af myndum þá mynd, sem þeim líkaði bezt af sjálf- um sér. Birtum við hér nokkrar þeirra. Robert Kennedy dóms- málaráðherra valdi mynd, þar sem hann stendur að baki bróður sínum, er hann undir- ritar lög, sem ætluð eru til að minnka skipulega glæpastarf- semi. Fjármálaráðherra, Douglas Dillon, valdi þessa mynd, sem er tekin á fundi með fjármálanefnd þingsins. Segist hami gera það vegna þess að hann eyði meiri tíma í að svara spumingum þingmanna og blaðamanna en nokkuð annað. Dean Rusk, utanríkisráðherra, valdi þessa mynd af sér, þar sem hann er í knattleik er nefnist „bo\vIing“. Kvaðst hann velja þessa mynd vegna þess að hún sýnir eitt þeirra fáu augnablika sem hann er ekki að vinna og skemmtir sér auk þess konunglega. Kennedy sú bezta, af öllum þeim fjölda, sem teknar hafa verið síðan hann tók við embætti forseta. Kennedy hefur mjög gaman af myndum af fjölskyldu sinni og hefur meðal annars myndir af bömum sínum á skrifborðinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.