Vísir - 15.09.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 15.09.1962, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. sept. 1962. 5 Vinátta ráðherranna — Framhald af bls. 1. Árásartilraun. Rétt í þessu bar Ólaf Thors aS, þar ^em fréttamaður Vísis var að ræða við Ben-Gurion. Ólafur sneri sér rakleitt að Ben-Gurion og sagði: „Þér takið yður hvíld og sendið svo allan herinn á mig.“ „Herinn? Ég skildi allan herinn eftir í ísrael." „Nú, haldið þér, að þeir muni ekki berjast með yður þessir?“ sagði Ólafur og bandaði hendinni til ísraelsku blaðamannanna. „Ég kemst nú ekki langt með þeim,“ svaraði Ben-Gurion. „Þeir eru nú helzt til fáir“. Blaðamennirnir báru sig heldur illa undan þessu samtali og full- vissuðu forsætisráðherra sinn um það, að þeir mundu berjast með honum til síðasta manns ef þess gerðist þörf. „Ég er nú hræddur um, að það dugi skammt gegn Aröbunum,“ sagði Ben-Gurion. „Ja, ég skal taka að mér Arab- ana yðar, ef þér viljið taka að yður stjórnarandstöðuna á íslandi", sagði þá Ólafur Thors. „Ég tapa nú varla á þeim skipt- um,“ sagði þá Ben-Gurion. í sporum lögsögumanns. Þegar hinir tignu gestir stigu upp í bílana á ný til að halda til Lögbergs, hafði sólin brotizt fram úr skýjaþykkninu og bjart skin hennar flóði um vellina, og fjöll- in risu dimmblá og nýþvegin eftir regnið. Þetta var tignarle'g sjón, því aldrei eru Þingvellir fegurri en eftir regn. Það var líka greinilegt, að fegurð staðarins og helgi hafði djúp áhrif á gestina. Ben-Gurion stóð hljóður á Lögbergi á þeim stað, þar sem lögsögumaður hafði áður staðið og horfði út yfir vell- ina fjarrænu augnaráði. Það var hátíðleg sjón að sjá þá standa þögla hlið við hlið, forsætisráð- herra tveggja lýðræðisþjóða, sem báðar byggja tilveru sína á ein- hverjum sterkustu sögulegu hefð- um, sem um getur í vearldarsög- unni, og það einmitt á þeim stað, þar sem þingráeðið kom fyrst fram. „Var það hér, sem boðaður var kærleikurinn til náungans?" spurði Ben-Gurion. „Ja, það hefur nú kannski kom- ið til sögunnar síðar,“ svaraði Sig- urður. Nordal, „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra," mælti Ólafur Thors. „Lifir þetta enn meðal ykkar í ísrael?“ „Það eru nú kannski ekki allir jafnfullkomnir, hvað það snertir," svaraði Ben-Burion, „en kenningin er ekki verri fyrir það.“ Máttur landsins. Frá Lögbergi var ekið rakleiðis til Hveragerðis og upp í Reykja- dal. Þar var ekið yfir á, en það ó- happ vildi þá til, að bfll forsætis- ráðherranna bleytti á sér kertin og drap á sér, svo að það varð að ýta honum upp úr ánni. Forsætis- ráðherrarnir létu sér hvergi bregða, þeir skiptu um bíl, og síð- an var ekið upp að einni borhol- unni. Það var ætlunin að opna hana til þess að sýna gestunum mátt Islands. Frú Paula Ben-Guri- on spurði þá Ólaf Thors hvort hún gæti ekki farið í bað.“ „Ja, þá verðið þér að minnsta kosti að fara úr kápunni, því mað- urinn yðar getur ekki haft efni á því að kaupa fyrir yður nýja kápu á hverjum degi.“ „Það er nú ég, sem fer með fjár- ráðin á heimilinu." Síðan var borholan opnuð og út þeyttist gufumökkurinn af slíku afli, að það sló næstum óhug á hópinn. Úr holunni streymir 60 tonn af gufu á klukkustund og 700 tonn af vatni. Ben-Gurion starði á gufumökkinn. sem bergnuminn og hafði ekki augun af honum, fyrr en búið var að loka holunni á ný. Þá sneri hann sér að Ólafi Thors og sagði: „Nú hafið þér gersigrað mig. Viljið þér ekki gefa mér þetta?“ „Jú, það er ekki nema sjálfsagt, en með einu skilyrði, þér verðið að taka holuna með yður.“ Frá Hveragerði var svo ekið rak- leiðis til Reykjavíkur. Þar hvíldu hinir erlendu gestir sig í gær- kvöldi, en í dag snæða þeir hádeg- isverð að Hótel Sögu í boði borg- arstjórnarinnar, en kl. 16,00 ,hef- ur Ben-Gurion fund með frétta- mönnum. ísraelsku forsætisráð- herrahjónin halda til ísraels í fyrramálið. Haldið til Þingvalla. Klukkan rúmlega 11 í gærmorg un hélt Ben-Gurion af stað til Þingvalla ásamt konu sinni og föru neyti sinu í boði íslenzku forsætis- ráðherrahjónanna. Það var hálf hryssingslegt veður með skúraleið ingum, þegar haldið var úr bænum, en ekki létu hinir erlendu gestir það á sig fá, enda óhætt að full- yrða að sjaldan hafi íslendingar fengið í heimsókn öllu brosmildara og elskulegra fólk. ísraelsku for- forsætisráðherrahjónin hafa unnið hug allra, er fylgzt hafa með ferð- um þeirra hér á landi. Finnst okkur það ekki hvað sízt ánægjulegt vegna þess, hve þau hjónin eru langt að komin og þjóðirnar fjar- lægar og hafa tiltölulega lítil sam- skipti fram til þessa. I bílnum, sem flutti forsætisráð- herrana til Þingvalla, var einnig próf. Sigurður Nordal og fræddi hann Ben-Gurion forsætisráðherra um það, sem fyrir augun bar á leiðinni. Ólafur Thors hafði orð á því við fréttamann Vísis, hvað sér hafði þótt Ben-Gurion spyrja hann gáfulega og af miklum áhuga. Hádegisverður í Valhöll. Þegar til Þingvalla var komið, var snæddur hádegisverður í hótel Valhöll. Á borð var borinn soðinn sjóbirtingur og Iambasteik og drukkin með ljúffeng ísraelsk borð vín. Meðan blaðaljósmyndarar tóku myndir af hinum tignu gestum, mælti Ólafur Thors nokkur orð og kvað leggja á það áherzlu að nú væri um að ræða óformlegan há- degisverð. Engar ræður yrðu haldn ar, einungis mundi próf. Sigurður Nordal, fyrrverandi sendiherta, segja stuttlega frá Þingvöllum og hlutverki þeirra. Ben-Gurion greip þá fram í fyrir Ólafi Thors og sagði: — Hvers vegna eruð þér þá að halda ræðu, ef þetta er óformlegur hádegisverður?" Ólafur Thors svar aði: „Þér þurfið engu að kvíða, þér þurfið ekki að halda neina ræðu. Þér eruð ekki að sinna skyldum yðar nú, svo þér getið hvílzt og hlustað' Svo bætti hann við í gam ansömum tón: „En ef við þurfum að bíða öllu lengur eftir matnum er líklega bezt að fara til Reykja- víkur og ná í brauð og smjör" Þegar hádegisverðinum var að Ijúka, hélt próf. Nordal stutta, en snjalla ræðu, þar sem hann rakti þýðingu Þingvalla og alþingis fyrir hið forna lýðræðisríki, útskýrði gamla sáttmála og gildi hans síðar í sögunni, kom víða við og flutti mál sitt skýrt og greinilega. Það vakti eftirtekt manna, hve Ber,- Gurion hlustaði af mikilli athvgli Hann hafði ekki augun af ræðu- manni, og þegar próf. Nordal hafði lokið máli sínu, bað Ben-Gurion hann að láta sig fá afrit af ræð- unni. _________ VISIR ________________ „Hann er mikilmenni“. Að loknum hádegisverði tóku ísraelsku forsætisráðherrahjónin sér hvild nokkra stund í einu her- bergi hótelsins, en aðrir gestir sátu og drukku kaffi í veitingasalnum. Fréttamaður Vísis kom þá að máli við Ólaf Thors forsætisráðherra og spurði hann um álit hans á David Ben-Gurion. Ólafur svaraði á þessa leið: „Ég hef mikla aðdáun j á honum. Hann er mikilmenni, en þó alúðlegur. Þetta er maður, sem alla sína ævi hefur unnið erfiða vinnu, og það er kannski einmitt þess vegna, sem hann er svona mik ill maður. Hann er óvenjulega vel menntaður og gæddur miklum gáf- um, og það er unun að ræða við hann“. Litlu síðar hafði Ólafur Thors blaðamannafund með hinum ísra- elsku fréttamönnum, og áttu þeir vart orð til að lýsa því, hve mikla ánægju þeir hefðu haft af því að ræða við hann. Meðal annars hafi hann slegið frú Ben-Gurion einkar skemmtilega gullhamra. Hann sagði: „Íraelsríki er kraftaverk, og ísrael hefði aldrei orðið það, sem það er, ef Ben-Gurion hefði ekki notið við, en Ben-Gurion hefði ekki heldur orðið það, sem hann er, ef hann hefði ekki notið konu sinnar, frú Paulu Ben-Gurion“. „Mesta vandamálið er friður“. Um það bil hálfri stundu síðar kom Ben-Gurion aftur fram í veit- ingasalinn, og þá sneri blaðamaður Vísis sér að honum og spurði hann, hvort' hann væri ánægður með heimsókn sína hér. Ben-Gurion mælti: „Heimsókninni er ekki enn lokið, en ég get sagt hreinskilnis- lega, að ég er mjög ánægður með veru mína hér. Það er undarlegt að koma svona til allra Norður- landaþjóðanna fimm og sjá, hve þær eru ólíkar, en þó líkar. Það er einkenni á Islqgdingum, hvað þeir eru þrautseigir* eir hviká ekki til hliðar, heldur halda sínu franí“. „Hver eru brýnustu vandamál Israelsmanna um þessar mundir?" „Mesta vandamálið er friður. Ef okkur tekst að halda friði, verða hin vandamál okkar Ieyst. Annað brýnt nauðsynjamál er að breyta söltu vatni í ferskt. Þetta hefur tek izt að nokkru leyti, þannig að hregt er að nota það til iðnaðar, en það er enn of dýrt, til að hægt sé að nota það til ræktunar". „Hefur komið til tals að bjóða Ólafi Thors til ísraels?“ „Mig langar mjög til þess að bjóða Ólafi Thors forsætisráðherra til ísraels, en það hefur enn ^ekki verið gefin út nein opinber til- kynning um það.“ Leiðrétting Þau mistök urðu í frásögn blaðs- ins í gær, af störfum sex manna nefndarinnar um verðlagningu land búnaðarafurða, að sagt var að Torfi Ásgeirsson, hagfræðingur væri formaður nefndarinnar. Fundarstjórn í nefndinni hefur hins vegar verið til skiptis í hönd- um þeirra Sverris Gíslasonar, bónda í Hvammi, sem er formaður nefndarhluta framleiðenda, og Sæmundar Ólafssonar, sem er for- maður nefpdarhluta neytendafull- trúa. Hagstofustjóri sat fund nefnd arinnar, sem oddamaður yfirnefnd- ar, sem skera átti úr um ágreinings mál, sem ekki næðist samkomu- lag um. Torfi Ásgeirsson er ritari nefndarinar. Tveir vestur-þýzkir sjómenn, I sem drukku sig fulla í Leningrad í og Ientu í ryskingum, hafa verið | dæmdir í fangelsi — annar fimm | I ára, hinn fjögurra. : " ' í höfninni í gærdag. .Dronning Alexandrine' „Drottningin44 orðin 35 ára og verður væntanlega Það var svo sem ekk- ert óvanalegt að sjá „Drottninguna“ liggja hér í höfninni og ennþá síður í frásögur færandi. En það vakti okkur hins vegar til umhugsunar um að nú er orðið ærið langt síðan Drottningin eða réttu nafni „Dronn- ing AIexandrine“ hóf ferðir hingað til lands, og heyrzt hafa raddir um að nú væri væntan- legt nýtt skip í stað hennar. Gunnar Sigurðsson, skrifstofu stjóri Sameinaða Gufuskipafé- lagsins hér, fræddi Vísi á, að í ár væri Drottningin búin að sigla sína leið, Kaupmannahöfn, Færeyjar, Reykjávík, í rétt 35 ár. Skipið var smíðað árið 1927 og var strax sett í íslandssigl- ingar. Síðan hefur það siglt reglubundið öll þessi ár, að und anskildum stríðsárunum og ár- unum 1959 og ’60. Á sumrin 4 hefur verið haldið uppi hálfs- mánaðar' ferðum, en á veturna eru þær nokkuð strjálli. Nú ný- lega er t. d. vetraráætlunin haf- in og samkvæmt henni lengist ferðin um 3 daga. Er við spúrðum Gunnar hvort rétt væri að Drottningin yrði tekin úr umferð á næstunni, kvað hann það rétt vera, að i undirbúningi væri að endurnýja lagt í vetur skipakostinn, en ekkert væri á- kveðið um það endanlega, og óvíst hvenær af því verður. Mætti búast við ákvörðun um hvað gera skuli í málinu á kom andi vetri. Það hefur ýmsa galla í för með sér að vera með svona gamalt skip. Má í því sam- bandi,“ sagði Gunnar, benda á, að lestaropin eru að verða of lítil fyrir þau tæki, sem notuð eru nú tii dags við uppskipun. Hins vegar er Drottningin mjög gott sjóskip og yfirleitt góður rómur gefinn meðal far- þega hvað það snertir. „Það er líka athyglisvert,“ hélt Gunnar áfram, „að Drottn- ingin var á sínum tíma byggð sérstaklega fyrir Ishafssigling- ar og styrktarböndin í skipinu væru helmingi sterkari en al- mennt gerðist. Stóðu menn í þeirri meiningu, þegar skipið var smíðað, að í gegnum ís og jaka þyrfti að sigla, þegar til íslands væri farið. Það er ekki sízt þessu að þakka, hversj lengi Drottningin hefur enzt. Hún tekur rúmlega 190 far- þega og oft hafa fleiri verið með skipinu. Drottningin er þó öllu þýðingarmeiri fyrir Fæ-- eyinga en okkur Islendinga, þvl hún er annað af þeim tveim skipum, sem halda uppi áætlun- arferðum til og frá Færeyjum, og einu áætlunarferðirnar milli Færeyjg og Islands. „Hvort sem I stað Drottning- arinnar kemur flutninga- eða farþegaskip, þá er hitt víst, að við munum alls ekki leggja þess ar ferðir okkar niður,“ sagði Gunnar Sigurðsson að Iokum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.