Vísir - 15.09.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 15.09.1962, Blaðsíða 16
J . v/MvX-’x'xvXv: VÍSIR Loftur Þorstemsson. Ársþing Í.S.Í. sett Ársþing íþróttasambands íslands var sett í gær kl. 1 s.d. í fundarsal Slysa- varnafélagsins við Granda garð. Viðstaddir þessa sam Framhald á bls. 2 Síldarflotinn snýr heim Meiri hluti síldarflotans er nú hættur veiðum og skipin frá Suður landshöfnum snúa heim. Nú safn- ast þau í hafnirnar við Faxaflóa og verður nokkur hvíld hjá sjó- mönnunum. Þeim veitir ekki af að hvíla sig eftir mestu síldarvertíð sem yfir ísland hefur komið. Marg ir nota tækifærið fyrstu dagana eftir að heim er komið til að skemmta sér, og eru síldveiðisjó- menn nú áberandi á skemmtistöð- um hér i bænum og annars staðar. Aðrir hafa notað tækifærið og far- ið í búðir, þó ekki væri til annars Bíll forsætisráðherranna bilaði en að kaupa einhverja fallega gjöf fyrir eiginkonuna, sem eftir hefur setið heima, meðan þeir voru að moka upp síldinni. I fyrstunni munu bátarnir liggja um sinn í höfn. Síðan hefja þeir ýmiss konar veiðar, en því næ'st mun síldarvertíðin sunnanlands hefjast. Övíst er hvenær það verð- ur, en ekki ólíklegt að það verði í seinni hluta október. En fyrir þá vertíð mun verða að gera nýja samninga við sjómennina í stað þeirra gerðadómsákvæða, sem hafa verið í gildi á sumarsíldveiðunum. Eitt eru allir síldarsjómennirnir sammála um sem koma að norðan, að síldarleitin hafi verið • ómetan- leg. Þakka þeir þetta fyrst og fremst Jakob Jakobssyni, sem stjórnaði síldarskipunum. Ljúka þeir upp einum munni, að síldar- aflinn hafi í sumar orðið talsvert meiri en ella vegna starfs hans og síldarleitarinnar, en hún var mjög vel skipulögð. Dr. Jakob á skilið heiðursmerki ísjenzkra síldveiði- sjómanna segja þeir. Biskupinn ók út af tm» Frá sefningu ársþings Ipróttasambandsins Frá þingi Iþróttasambands ísiands í fundarsal Slysavamafélagsins í gær. Við háborðið eru Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra, forseti ÍSÍ Benedikt G. Waage, forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson og Gunnlaugur Pétursson borgarritari. Laugardagur 15. septf' 1962. Nýr prófessor Nýlega hefur Loftur Þorsteins-1 son verkfræðingur verið skipaður prófessoi við verkfærðideild Há- skóla íslands, en hann hefur verið settur prófessor um eins árs skeið. Loftur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1945. Innritaðist hann síðan í verkfræði- deild Háskóla íslands og stundaði þar pám í þrjú ár. Hélt hann síðan til Kaupmannahafnar og lauk það- an prófi í byggingaverkfræði árið 1951. Fyrstu þrjú árin eftir að hann ■ to i Það bar til í Þingvallaferð forsætisráðherranna, að bíll þeirra drap á sér í ánni í Reykja dal fyrir ofan Hveragerði, en þangað var farið til að sýna Ben-Gurion gufuorku úr einni af borholunum þar. Bíllinn stanz- aði £ ánni, og urðu fjórir lög- reglumenn að ýta honum upp úr vatninu. Eftir nokkra erfið- leika tókst að koma bflnum á þurrt, og forsætisráðherrarnir biðu rólegir inni f bílnum, með- an lögreglumennimir reyndu að koma honum í gang aftur. Þeg ar það tókst ekki, var það ráð tekið að aka ráðherrunum á- fram upp að borholunni f bíl Sigurjóns Sigurðssonar, lög- reglustjóra. Þegar hinir tignu gestir liöfðu lokið við að virða fyrir sér gufuorkuna úr borhol- ..." ‘ '* 'V' ^ '•' t ■•t^- unni, fór bfll þeirra svo aftur i gang, og óku þeir í honum tii Reykjavíkur. Á annarri mynd- inni eru tveir Iögreglumenn að reyna að koma bílnum f gang, en einn af öryggisvörðum Ben- Gurions horfir á alvarlegur á svip. Á hinni myndinni er Sig- urjón Sigurðsson, lögreglustjóri, að bjóða Ben-Gurion inn í bíl sinn. — Ljósm. Vísis, I. M. Fólk, sem fór um veginn í Norð- [urárdal í Borgarfirði eftir hádegið í gær, tók eftir mannlausum og | númerslausum, nýjum Mercedes Benz bfl, sem augsjáanlega hafði lent út af beygju á veginum og stóð allmikið beyglaður að fram- an nokkra metra utan við hann. Vegfarendum var sagt að þetta væri bíll biskupsins yfir íslandi, herra Sigurbjarnar Einarssonar, sem hefði verið á leið norður í land og haldið áfram för sinni í öðrum bii, eftir að svona iila hafði tekizt til. Fullyrt var að engan hefði sakað í bílnum, er hann lenti út af veginum, en augljó'st er, að bíllinn hefur skemmzt svo mikið að ekki hefur verið hægt að halda Framh. á 2. síðu. Nýtt fyrirtæki ó Akureyri Nýtt fyrirtxki hefur hafið start- semi sína á Akureyri. Nefnist það Maiar- og steypustöðin h.f. Að j fyrirtækinu standa nokkrir bygg- ingameistarar þar í bæ, auk tveggja vinnuvéia-eigenda. Aðal aðsetur fyrirtækisins er sunnan Glerár, skammt frá býlinu Flúðúm. Fyrirtækið á tvo steypu- bíla og tekur hvor um sig 2,83 af steypu. Auk þess sem félagið selui lagaða steypu hefur það í hyggju að taka að sér byggingar á Akur- eyri. Framkvæmdarstjóri hins nýja ; fyrirtækis er Magnús Oddsson, byggingarmeistari. ............^ LftiB sílri | Lítil síldveiði var íyrir norðan í gær. Tvö skip komu til Raufar | I hafnar, Hiimir KE, með 400 mál jí og Gjafar VE með 100 mál. f Helgi Flóventsson og Guðmund ur Péturs voru að draga og voru báðir með nokkurn afla. Síld þessi veiddist 75 — 80 mílur aust-norðaustur af Raufar höfn. Veður er fremur slæmt og á takmörkum að hægt sé að i veiða. i ...........

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.