Vísir - 15.09.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 15.09.1962, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. sept. 1962. VISIR 9 þÓRSCAFÉ hvílist lémagna að baki, með flöskuhræ á víð og dreif í tómum salar- kynnum. o Æsist nú leikurinn. Fyrir utan húsið eru dárar teknir til við að smala í partí- in. Urmull af leigubílum bíð- ur eins og hræfuglar fyrir ut- an húsið, með Ijósskilti á framrúðunni, sem á stendur: LAUS. Parkljósin týra á trjón um þeirra eins og fálmarar á skordýri. Það verður nóg að drekka á eftir, nógir til að notfæra sér mannlega veiklund, nógir til að hagnast á lágstæðum þáttum á lágan hátt. Aðrir I bissnesnum og hark- inu koma í einkabifreiðum. Þeir renna að rétt fyrir lokun svo til á hverju kvöldi til að kanna miðin. Stöku þeirra eru sagðir koma 1 viðlika erir.dum og fisk- salar á markaðstorg. 1 einu leik- riti Shakespeares er getið um fishmongers — höfundur á þar við hvlta þrælasala, alfonsa. Sumir menn leigja og selja bfla, aðrir báta og skip, enn andi. Þeir hitta illa, sem betur fer, þeir eru skjögrandi og mátt lausir og fæturnir orðnir eins og hveitibrauðdeig, Þeir koma fá- um spörkum á fórnardýrið, þótt þeir ætlist til annars. í sama vetfangi koma lögreglumenn og kippa óaidaröngunum inn I „fat- ið“. Þeirra blða nú gisting I Síðu múla" eða I Kjallaranum I Póst- hússtræti. Sá, sem lá á stéttinni, er dá- lítið blóðugur, hefur nú verið reistur á fætur af lögreglumönn um, ringlaður. Miskunnsamur samverji á svipuðu reki og hann býðst til að lóðsa honum heim. Samverjinn hóar I bll frá Bæjar leiðum. Það er heiðarleikasvipur yfir farkostinum eins og vand- aðri manneskju, sem maður mætir I Skuggahverfi. Nú kemur „fisksali“ — einn af nokkrum — út úr gleðihús- inu með slæðing af rytjulegum smástelpum 1 eftirdragi, að við- bættum bólugröfnum náunga, sem er eins og lifandi eftirmynd vissrar persónu 1 skáldsögunni „The Wayward Bus“ (Vagn af alfaraleið) eftir Steinbeck: Hver kemur þarna annar en „Bólu- grafni Ned“ eins og hann sé að stíga beint út úr blaðsíðum bók arinnar. Svæðið við gleðihúsið er I al- faraleið, og iiggur leiðin þaðan gegnum hjartakvlslar borgarinn- ar og þaðan inn I húsasundin og portin og öngstrætin, I gren- in, partíigrenih, sem eru á viss- um stöðum. Nátengt samband er milli „gleði“ hússins og útstöðva þaðan, láns- og leigustaða, og stundum eru bíiarnir notaðir til athafna I skjóli næturinnar, svona til vara, ef annað skyldi smátt og smátt. Það er eins og fólkið sé plokkað burt af hæg- fara bítandi gripþreifurum utan úr myrkrinu, fyrir utan tíma og rúm, og farið með það eitt- hvað. Grugghræringar gerast. Tvö ungmenni, I rauðum dandívestum, ljósum twistbux- um og svargráum Soho-jökkum toga mlf ■þýbbha rrl'stúlku rétt fermÖS‘ílðff'0- íí1brons-saneruð j.-KlV vlRrL, . . , um Caprískóm með ristarbandi, „Ég er búin að missa ástina mína, ástin mín er dáin,“ segir stúlkan og grætur. Inni 1 skruggunni situr önnur lítil snót. Hún opnar bílhurð- ina, hendist út með flaksandi Iifrauða kápuna, svc ti, þröngi kjólgopinn kemu. ^ ós, og niður undan honum svartir sokkar, sem glansa I glætu götu Ijóssins. Hún er líka í háhæluð- um skóm með ristarbandi, sem hún hálfskrönglast á eins og ÖNNUR GREIN sem kallast Gulla og skælir nú enn hærra en áður. „Þú kemur vlst með okkur,“ segir hin. „O, hún kemur,“ segir annar pjakkurinn. Þeir ýta henni nú inn I bllinn. Annar sezt við hlið hennar. Hinn pjakkurinn fer framl og hin skutlan. Vélin er ræst, og bíllinn þeyt- ist urrandi út I nóttina. ' o JgFTIRHREYTUR af gleðifólk- inu sveima niður Nóatún og þaðan vestur á bóginn niður Laugaveg. Þar byrjar rúnturinn. Þar fara fram síðnæturveiðar í fullu fjöri. Tvær og tvær, þrjár og þrjár... allt upp I fjórar, fara þar saman. Talsverð fisk- gengd er á þessum tíma sólar- hrings. — Einstaka viðskila dansar við sjálft sig. Sumt treð- ur marvaða, annað bölsótast út I loftið, æpir og kveinar. Blla- umferð er þétt alla Ieið niður I miðbæ, talsvert um tálmanir. Nú er byrjað að húkka. Kunningi manns einn, ódrukk- inn geimhani, er fenginn til að setjast við stýrið á einkafar- kostinum. Leica-myndavélinni, sem fengin var að láni, er nú stillt á Ijósop 2 og hraða 1/25, og ljósnæmi hröðu blaðafilm- unni og tækinu er treyst til að skila prenthæfum myndum I blaðið. Flass er óþarfi, eyðilegg ur bara öll áhrif .hugsar sá, sem Hvað tekur nú við? ÞCÚAR DANSLEIK SLEPPIS aðrir flugvélar, og svo eru líka til mansalar og eiturlyfjamiðlar- ar, sem ganga e:.. lausir meðal vor. Það er opinbert leyndarmál. Svörtu Marlu grænu hefur verið lagt öndvert við gleðihús- ið. Þrír svartklæddir sitja frammi I, viðbúnir. Rétt I þessu rennir Volkswagen-rúgbrauð lög reglunnar sér upp að staðnum. Varalið komið á vettvang — sennilega mun ekki af veita. Ó- eirðarkeimur liggur 1 næturkul- inu. Unglingar milli tektar og tvitugsvilja sýnast kaldirkallar. Þeir fara sumir úr treyjunum og setja sig I vígstöðu eins og þeir hafa lært af kvikmyndum. „Ég skal spæla þig, helv . . . þitt, svo þú munir eftir því“, segir einn pjakkurinn. Hann er I Flórída- sportskyrtu eins og leigugángsterar ganga I, t. a. m. friðill Lönu Turner, sem var á vitsmunastigi átta ára drengs I tossabekk. e T ÖÐURMANNLEG orrusta er háð I stíl nýjustu tlma. Eftir flangs og lufsulega tilburði slengist einn ofan I gangstétt- ina. Þrlr úr hópnum taka sig til og reyna að sparka I hann liggj bregðast, fyrir forleik, millileik, aðalleik og eftirmála. © JgíLARNIR renna að og frá. Kösin við staðinn þynnist algengum fótabúnaði á „vilja- vera — fullorðnum" smástelp- um á Félagsheimilum eða Þórs- café. Teddýboyarnir reyna að tosa henni með valdi inn I skugga- lega kerru. viðvaningur á skíðum með tá- bandi. Hún segir: „Góða Gulla, vertu ekki að þessu. Komdu með okkur Ragga og Gunna ...“ „Ég fer ekkert með ykkur. . þið eruð kvikindi," segir sú, Á bísanum við „HalIæristorgið“. þetta skrifar, nú setztur I aft- ursæti, búinn að skrúfa niður rúðuna. Geimhaninn við rattið er fljótur að skynja, hvenær á að snögghægja á sér og jafn- vel að staðnæmast. Á horni Nóatúns og Lauga- vegar er órói 1 lofti. Þar er þrefað og þjarkað. Vígfús stúlka gefur fjölþreifnum, litlum herra- manni utan undir með hand- töskunni sinni. 7,Ég klóra úr þér glyrnurnar, ef þú gerir þetta aftur, flflið þitt . . .“ Litli maðurinn Iabbar burt eins og seppi frá valkyrjunni. Skotið út um gluggann. „Eru blaðamenn að mynda krílinn og spillinguna?" segir Ijarfleg stúlka, soldið kennd. „Við erum á fegurðarsýningu, ' iúfan“. Bíllinn er þrjá faðma frá henni. „Myndið þið mig bara. Ég er úr sveit — það þekkir mig eng- inn hér í bænum“. „Þú stendur þig. Góða nótt og heimkomu, vinan“. © 0 AUGAVEGUR liggur mjór ^ eins og áll eða þröng krans- æð niður í miðborg. ■'••rrjfiEjaai cr Tt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.