Vísir - 15.09.1962, Blaðsíða 8
i r
VISIR
Laugardagur 15. sept. 196.
Otgetandi: Blaðaútgatan VISIR
Ritstiórar Hersteinn Pálcson, Gunnar G. Schram
AOstoðarritstjón: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Porsteinn 0 Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 8
Áskriftargjald er a5 króuur á mánuði.
f lausasölu 3 kr. ejnt — Simi 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Samkomulag um
búvöruverðið
Því ber mjög að fagna, að samkomulag skyldi
verða í sex manna nefndinni um verðlag landbúnaðar-
afurða á næsta verðlagsári, sem nú er að hefjast. Mál-
inu hefði verið stefnt í beinan voða, ef neytendur og
framleiðendur hefðu ekki getað orðið á eitt sáttir um
verðlagsgrundvöllinn og bændur síðan framkvæmt
sölustöðvun, eins og haft var í hótunum um að gera.
Kaup hefir hækkað til muna á þessu ári, og er
ekki nema eðlilegt, að bændur óski að framleiðsla
þeirra verði metin í samræmi við þessar breytingar,
sem orðnar eru á almennu kaupgjaldi. Neytendur í
sex manna nefndinni viðurkenndu einnig, að bændum
bar að fá nokkra hækkun, en þeir treystu sér hins veg-
ar ekki til að viðurkenna allar kröfur bænda, eins og
komið hefir fram í fréttum blaðanna.
Greinilegt var, að fyrir hendi var tilhneiging til
að nota þessi mismunandi sjónarmið í áróðursskyni,
reyna að telja bændum trú um, að ætlunin væri að
hlunnfara þá og hafa af þeim rétt. Með samkomu-
laginu hafa vopnin verið slegin úr höndum þeirra,
sem ætluðu að ala á óánægju og reyna með þeim
hætti að sverta ríkisstjórnina í augum bænda.
Furöuleg þröngsýni
Öllum kemur saman um, að na'uðsynlegt er að
efla lánasjóði landbúnaðarins, en eins augljóst er, að
vegna sérstakrar, fúrðulegrar þröngsýni er sumum
mönnum alls ekki sama um, hvernig farið er að því
að efla þá. Og svo getur þröngsýnin gengið langt, að
ýmsir telja sjálfsagt að bændur leggi fé sitt í allt ann-
að en að efla sína eigin sjóði að nokkru.
' Þetta kom fram á aðalfundi Stéttarfélags bænda,
\ sem haldinn var í Bifröst í byrjun þessa mánaðar. Þar
samþykktu fulltrúar á sig skatt vegna byggingar gisti-
húss hér í Reykjavík, en næstum í sömu andránni sam-
þykktu þeir mótmæli gegn því að bændur landsins
greiði lágt gjald til lánasjóða sjálfra sín. Það er mikið
vafamál, hvort menn hafa nokkru sinni látið stjórn-
ast af eins mikilli þröngsýni og þeir bændur, sem réðu
málum á þessum aðalfundi samtakanna.
Landsfundur kommúnista
Kommúnistar láta eitt leppfyrirtækja sinna, „sam-
tök hernámsandstæðinga“, halda Iandsfund sinn um
þessar mundir. Mega menn gerla vita, að þaðan munú
koma mjög einlitar ályktanir.
Það er leitt fyrir ýmsa þingfulltrúa, sem eru ekki
kommúnistar, að þeir skuli láta þá.nota sig eins og
gert er. Samtökin þjóna nefnilega engum íslenzkum
hagsmunum. Þau eru áróðurstæki Moskvustjómar og
annað ekki.
Eftir þær alvarlegu
yfirlýsingar, sem stór-
veldin hafa skipzt á að
undanfömu, og eiga, að
því er virðist, rætur sín-
ar að rekja til herflutn-
inga Rússa til Kúbu, er
ekki úr vegi að virða fyr
ir sér það ástand, sem
þar ríkir í dag.
„Kúbubúar geta ekki
endalaust lifað á aðstoð
annarra þjóða. Með því
áframhaldi yrði land
okkar eins og hvert ann-
að lítilf jörlegt sníkju-
dýr“.
CASTRO.
Höfuðverkur
Krúsévs
Það var einvaldur Kúbu,
Fidel Castro, sem Jétcíiár um
munn fara þessi orð fyrir.ifáum
dögum síðan. Á bak við þessi
orð leynist örvænting og kvfði
út af ástandinu í landinu, þrem
og hálfu ári eftir byltinguna —
og vitneskjan um það að Sovét-
ríkin og aðrar hjálparhellur
þeirra eru að missa alla þolin-
mæði.
Ósigur Bandaríkjanna.
Hin misheppnaða innrás á
Kúbu og áhrif og völd komm-
únista á eynni, rétt á dyra-
þröskuldi Bandaríkjanna eru
einhverjir alvarlegustu ósigr-
arnir sem Bandaríkin hafa beð-
ið I kalda stríðinu. En Krúsév
hefur einnig uppgötvað að það
er ekki tekið út með sældinni
að hafa Kúbu fyrir skjólstæð-
ing. Hann getur ekki, hvorki af
stjórnmálalegum ástæðum en
vegna álitsins annars staðar slit
ið vinskapnum við Castro, en
hann getur heldur ekki af efna-
hagslegum ástæðum, veitt Kúbu
þá aðstoð sem til þarf svo alH
gangi sæmilega slysalaust.
Krúsév hélt ræðu yfir 1000
kúbönskum stúdentum sem
stundað hafa nám í Rússlandi
1 eitt ár, fyrir nokkru. Þar
sagði hann, ,,að aðstoð Rússa
gæti ekki ein komið Kúbu aftur
á réttan kjöl. Stærri átök og
stærri fórnir þyrfti, og það frá
kúbönsku þjóðinni sjálfri"
Hundruðir tékkneskra sér
fræðinga . og sérmenntaðra
manna hafa verið sendir / til
Kúbu. Fyrir nokkru sömdu þess
ir menn skýrslu um ástandið
f landinu og lögðu hana fyrir
Guevera, iðnaðarmálaráðherra
Castro og eldheitan kommú-
nista.
Athyglisverðar upplýsingar.
í skýrslunni segir m.a. „að
obbinn af kúbönskum verka
mönnum skilur ekki markmið
byltingarinnar, og notar þá af-
sökun til að vinna hægar og
minna, að hin sócialiska tilraun
sem verið er að gera, sé ófram-
kvæmanleg“
í skýrslunni eru þær upp-
lýsingar sem varla eru uppörv-
andi fyrir valdhafana:
í gúmmíverksmiðju nokkurri
sem áður var f eigu Bandaríkja-
manna, var f janúar 1962 aðeins
Kúba og
Castro vaida
sífelit meiri
óhyggjum
í Moskvu
framleitt sem svaraði 5>/2 daga
vinnu í mánuði.
Hinir 25 dagarnir voru annað
hvort helgidagar eða notaðir til
viðgerða á vélunum.
Sykurframleiðsla Kúbu er nú
ekki nema þriðjungur af þvl
sem áður var, og verðgildi kú-
bönsku myntarinnar fer hrað
lækkandi.
Viðskiptin við Austur-Evrópu
eru í ár 150 milljónir dollara
og sfðast í maí var undirritað-
ur nýr verzlunarsamningur við
Sovétríkin, þar serr segir að
Moskva skuli afhenda vörur
fyri^ 50 milljónir dollara, eink-
um matvörur og hráefni. í byrj
un þessa mánaðar höfðu aðeins
tvö rússnesk skip komið til
Kúbu með vörur og það voru
helzt dýr og gömul vopn, vín-
föng og kínverskir tebollar.
Vandræðl Castro.
Innan Kúbu sjálfrar vaxa
vandræðin og verkföll gerast
tíðari með hverjum deginum. í
þinginu berst Castro gegn vax-
andi áhrifum hreinræktaðra
kommúnista.
Margir af Tékkunum hafa séð
sig nauðbeygða til að banna
konum sínum að fara f verzlan-
ir, því þar lenda þær sífellt f
vandræðum. Pólskur sendiráðs-
fulltrúi sagði hreinskilnislega
við bandaríska rithöfundinn
John Byrnes: Þetta er ekki
kommúnismi, þeta er stjórn-
leysi“.
í marz síðastliðnum, skömmu
eftir að Castro hafði rekið Ani-
bal Escalante kommúnista nr. 1
í Kúbu úr æðsta ráðinu, skeði
eitthvað milli Kúbu og Sovét-
ríkjanna sem ekki er enn alveg
ljóst.
Escalante fór til Prag, og f
nokkrar vikur virtist sem Mosk-
vuvaldhafarnir vissu ekki hvern
ig þeir ættu að snúa sér í máli
þessu. Að lokum tók Pravda
hanzkann upp fyrir Castro og
ásakaði Escalanto um „að hafa
viljað beina þinni kúbönsku
byltingu eftir sínum eigin Ieið-
um".
En um sömu mundir hvarf
rússneski sendiherrann í Havana
Kudryavtsev, sem er þekktur
atomsprengjunjósnari frá fyrri
árum. Það skeði með slíkum
látum að hann hafði ekki einu
sinni tíma til að kveðja Castro.
"Enginn veit með vissu hvað olli
en Kudryavtsev hefur enn ekki
fengið nýja stöðu. Líklegt er að
Framh. á bls. 7.