Tölvumál - 01.06.1994, Side 9

Tölvumál - 01.06.1994, Side 9
Júní 1994 Tölvunotkun í Iðnaði: íslenska álfélagið hf. Eftir Björn Jónsson Framleiðsla áls Vinnsla áls með rafgreiningu, eins og fram fer hjá ÍSAL, byggir átækni sem eryfir 100 ára gömul. Þrátt fyrir að nútíma álvinnsla byggi á sömu grunnhugmyndum og frumherjamir beittu fyrir einni öld hafa að sjálfsögðu orðið um- talsverðar framfarir á flestum sviðum framleiðslunnar. Stórt skref á þeirri braut er vafalítið tilkoma tölvustýringa við rekstur keranna. Hjá ÍSAL eru í dag 320 ker í tveimur skálum, 160 í hvorum skála. Hvor skáli er í raun ein straumlykkja, þar sem straumur- inn sem í dag er um 115 kA, flæðir frá forskauti hvers kers að bakskauti og þaðan að næsta keri og svo koll af kolli. í hverju keri eru að jafnaði hafðir um 18 cm af fljótandi áli á botninum og um 25 cm af raflausn þar ofaná. I raflausninni á raf- greiningin sér stað þar sem súráli er breytt í ál samkvæmt eftir- farandi efnafræðijöfnu: 2A1,03 + 3C —> 4A1 + 3CO, Þetta efnavarf krefst mikillar orku, en um 15 Kwh þarf til að framleiðaeittkgafáli. Miðaðvið umræddan straum framleiðirhvert ker um 800 kg af áli á dag. Hvert ker er áltekið annan hvem dag og þá að meðaltali 1600 kg. Spennufall í straumleiðurum erhverfandi en spennan yfir hvert ker er um 4,5 V, þar af er föst rafgreiningarspenna 1,65 V. Viðnám í raflausninni veldur afgangnum af spennunni. Heildar- spennan yfir hvom skála er því um750V. Heildarafliðsemnotað Mynd 1 Orkunotkun í kerskálum ÍSAL 25 iiOhm 1.65 V gy ORKUNOTKUN I KERSKALUM ISAL 115 kA 4.6 \2001 H 2p°3 H2005 H2007 < I iii iiiiiii«—I !•—■mrai.i í .......| \ 20021—fÍÖÖÍ]—j 20061—{20081— 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.