Tölvumál - 01.06.1994, Qupperneq 18
Júní1994
ingu gagna, stillingum og próf-
unum á afkastagetu einstakra
verkþátta og svo loks verðlagn-
ingu þeirra. Mikil áhersla var
lögð á að þýða kerfið yfir á ísl-
ensku en það hefur þann ókost í
för með sér að lengri tíma tekur að
koma nýjum útgáfum í gagnið.
Oddi keypti kóðann af kerfinu
af Programmed Solutions Inc. til
að hafa alla möguleika á að gera
þær breytingar sem þarf til að
aðlaga það íslenskum aðstæðum
og hafa ýmsar viðbætur verið
gerðar. Þærviðamestuerutenging
á birgðahreyfingum og reikninga-
gerð við fjárhags- og lager-
bókhald.
Kerfið samanstendur annars
í grófum dráttum af eftirfarandi
einingum:
- Tilboðskerfi
- Vinnuseðlakerfi
- Kostnaðarbókhaldi (verk-
kostnaður)
- Reikningagerð
- Birgðabókhaldi
- Aætlanagerð
Tilboðs- og vinnuseðlakerfi
og kostnaðarbókhald
Tilboð og vinnuseðlar eru í
raun nákvæmlega eins unnin og
er hægt að afrita tilboð yfir á
vinnuseðil og öfugt. Inn á vinnu-
seðla eru settir þeir verkþættir
sem vinnaáviðhvertverk. Kerfið
heldur síðan utan um bæði tíma-
og efnisskráningar á hvert einasta
verk. Við reikningagerð er síðan
borinn saman sá tími sem áætlaður
var í verkið í tilboði og á vinnu-
seðil annars vegar og raunveru-
legur tími hins vegar.
Til að einfalda tímaskráningar
eru notaðar nokkurs konar stimpil-
klukkur sem eru tuttugu og þrjár
út um allt hús. Allir vinnuseðlar
eru strikamerktir og er hægt að
lesa verknúmer beint af þeim inn
í stimpilstöðvarnar með lespenna.
Áætlanakerfi
Verið er að taka áætlanakerfið
í notkun og eru nú gerðar fram-
leiðsluáætlanir fyrir stærri verk.
Við áætlanagerð eru notuð gögn
af vinnuseðlum um áætlaðan
vinnslutíma. Afkastagetahverrar
einingar (prentvélar, bókbands-
vélar, skeyting o.s.frv) er sett inn
í kerfið og þannig reynt að jafna
álag frá degi til dags. Aætlunar-
kerfið er músardrifið, myndrænt
kerfi þar sem verk eða verkhlutar
eru færðir til með myndrænum
hætti.
Umfang kerfisins
Að jafnaði eru um 20 - 25
notendur inni í kerfinu, auk þeirra
semtímaskrááútstöðvum. IOdda
eru gerð um 7.000 tilboð á ári og
um 14.000 verk fara í gegnum
vinnsluna. Ikerfinueruum 2.500
verkþættir og um 2.000 efnis-
númer. Kerfiðtekurídagum650
Mb diskpláss (forrit og gagna-
grunnur).
Tölvustýringará
vélum
Auk þeirra véla sem við í
daglegu tali köllum tölvur eru í
raun fullt af tölvum sem stýra
ákveðnum vélum eða ferlum í
vélum. Sumar þessara tölva sjást
í raun ekki því þeim er stjórnað
með aðgerðalyklum og skilaboðin
frá þeim koma fram t.d. sem
ljósmerki, en aðrar eru raunveru-
legar tölvur með skjá og oft hefð-
bundnu lyklaborði sem búið er að
forrita sem aðgerðalykla. Hér á
eftir fara nokkur dæmi:
Misomex: Þetta er vél sem
tekur við einni filmu og lýsir hana
á prentplötu mörgum sinnum með
forrituðu millibili. Með þessu
tæki sparast vinna sem fór í að
margfalda filmur og líma upp í
stóran form, auk þess sem gæðin
verða meiri en ef um afritaðar
filmur er að ræða.
Pappírshnífar: Hnífarnir eru
forritanlegir til skera stærðir í
ákveðinni röð og breyta sér
sjálfvirkt eftir hvern skurð. Þetta
eykur afköst til muna og minnkar
líkur á dýrum mistökum við skurð
á prentuðu efni. Hnífarnir geta
geymt fjöldan allan af forritum í
minni sem er mjög hagkvæmt þar
sem oft er verið að vinna svipuð
eða samskonar verk.
Prentvélar: Vatns- og prent-
litagjöf er tölvustýrt á öllum nýrri
prentvélum og er hægt að stjóma
gjöfinni tommu fyrir tommu þvert
yfir allan prentforminn. Sumar
vélamar eru einnig með skynjara
og stjórnbúnað þar sem tölva sér
um að stýra pappírnum rétt í
gegnum alla vélinaþannig að allir
prentlitir og skurður passi saman.
Xerox5090: Þettaereinskonar
ljósritunarvél sem ljósritar með
allt að prentgæðum, raðar upp og
bindur inn á gífurlegum hraða.
Þessari vél er stýrt af tölvu sem
gefnar eru skipanir af snertiskjá.
Auk þessara véla með svo til
beinni töl vustýringu er vel flestum
vélum stýrt með einhverskonar
stýriliðum og/eða tímarofum.
Niðurlag
Síðan Hamis setningarkerfið
var tekið í notkun hefur orðið
mikil þróun og margt breyst. Við
erum enn í dag að nota sérhæfðar,
og sérsmíðaðar, vinnustöðvarvið
framleiðsluna en sífellt eykst
notkun á stöðluðum hug- og
vélbúnaði eftirþví sem þróuninni
fleygir fram. Eins og gefur að
skilja, þá er staðlaður búnaður
mun ódýrari en sérhæfð kerfi. En
því miður þá er það ekki allt, því
um leið þá er erfiðara að fá
búnaðinn lagaðann að aðstæðum
fyrirtækisins og/eða leiðréttingu
á villum í hugbúnaðinum. Ekki
18 - Tölvumál