Vísir - 21.09.1962, Síða 5
Föstudagur 21. september 19C2,
VISIR
T~"
Danir byggja skipasafn
Danska Þjóðminjasafnið hefur
nú f undirbúningi að byggja hús
yfir víkingaskipin sem fundust í
Hróarskeldufirðinum í sumar.
Verður hús þetta 25 sinnum 40
metrar að stærð og er gert ráð
fyrir að það rúmi þau sex víkinga-
skip sem þegar hafa verið tekin
upp.
Þegar rannsókn þessi hófst var
ekki vitað um nema eitt flak, og
var það rannsakað af froskmönn-
um. Fundust þá fimm í viðbót og
hafa síðan verið uppgötvuð mörg
önnur.
Næstu rannsóknir á þessu sviði
verða framkvæmdar í Kögeflóan-
um. Þar eru hundruð skipsflaka,
frá ýmsum tímum. Mörg þeirra
eru frá orrustunum 1677 og 1710,
en auk þess eru þarna víkingaskip
og skip frá miðöldum.
Ekki er enn ákveðið hvar byggt
verður yfir víkingaskipin. Er ætl-
unin að hafa mikið land í kring
um húsið, svo að hægt sé að ætla
þar rúm þeim skipsflökum, sem
kunna að finnast á næstunni. Talið
er að safnið verði byggt annað
hvort í Hróarskeldu eða Frederik-
sund og fyrrnefndi bærinn talinn
líklegri, þar sem hann er stærri.
Þjóðminjasafnið telur að þús-
undir skipsflaka séu í sjónum um-
hverfis Danmörku og mun það á
næstunni reyna að kanna sem
flest þeirra.
Fullrútiráð
Framhald af bls. 10.
og kosnir fulltrúar í kjördæmisráð
Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða-
kjördæmi.
Þá talaði á fundinum hinn ný-
kjörni formaður Baldur Bjarnason
og ræddi um hlutverk fulltrúaráðs-
ins og þýðingu þess fyrir flokks-
starfið í sýslunni. Enn fremur tók
til máls Guðmundur B. Jónsson og
ræddi ýmis viðhorf í flokksstarf-
seminni í Vestfjarðakjördæmi.
Að iokum flutti Sigurður Bjarna-
son, ritstjóri, ræðu, þar sem hann
vék að hagsmunamálum byggðar-
lagsins og flokksstarfseminni og
hvatti fundarmenn til öflugrar bar-
áttu um leið og hann árnaði hinu
nýstofnaða fulitrúaráði heilla.
Flugvél brennur
iýi og gamli úfanríkisráðherra Svía
Mynd þessi var, tekin í
Stokkhólmi í fyrradag fyrir ut-
an ríkisráðsbygginguna, þegar
tveir utanríkisráðherrar, sá nú-
verandi og fyrrverandi, gengu
út af fundi, eftir að ráðherra-
skipti höfðu farið fram. Vinstra
megin er sá sem við tekur,
Torsten Nilsson, hægra megin
en Östén Undén sem lét af
störfum eftir að hafa verið ut-
anríkisráðherra í samfleytt 17
ár.
Á fundinum var Östén hyllt-
ur og þakkað hið langa og góða
)
starf. Meðal þeirra sem töluðu
var eftirmaður hans sem fór
miklum viðurkenningarorðum
um það, hvemig Undén hefði
mótað utanrikisstefnuna. Sagði
hann að almennt riki mikil á-
nægja og eining um þessa
stefnu og kvaðst hann ákveð-
inn í að fylgja henni áfram.
1 ræðu sinni lagði Torsten
Niisson áherzlu á norrænt sam-
starf og taldi hann að meðan
vilji er til að viðhalda norrænni
samvinnu ætti hann að geta
birzt I verki.
Sá atburður átti sér stað á flug-
vellinum í Gjögri, að eldur varð
laus í flugvél með þeim afleiðing-
um, að hún gjöreyðilagðist.
Flugmaðurinn, sem var í vélinni,
þegar eldurinn kom upp, slapp
klakklaust frá.
Elugsýn var nýbúin að kaupa
vélina og er því 'slys þetta mikill
skaði fyrir flugfélagið.
Blaðið náði' tali af flugmannin-
um .Jóhannesi Víði Haraldssyni í
morgun og sagðist honum svo frá,
að mikil og snörp vindhviða hefði
feykt vélinni upp að aftan, með
Kennslu bœkur frá
Isafoidarpren tsm iöju
Út eru komnar nokkrar kennslu-
bækur á forlagi ísafoldarprent-
smiðju — m.a. fjögur hefti af
mannkynssögu.
Þetta eru kennsiubækur þær í
mannkynssögu — Fornöldin, Mið-
aldir, Nýja öldin 1500—1789 og
Nýja öldin eftir 1789 — sem þeir
Knútur heitinn Arngrímsson og
Ólafur Hansson menntaskólakenn-
ari tóku saman á sínum tíma til
notkunar i gagnfræðaskólum. Bæk-
ur þessar hafa verið ófáanlegar um
nokkurt skeið, og segir svo í for-
mála eftir Magnús Guðmundsson
og Egil J. Stardal, að það hafi
orðið að samkomulagi miili þeirra
og hlutaðeigandi að gefa bækurnar
út á ný. Þá segir, að bækurnar hafi
þótt of yfirgripsmiklar til kennslu
í a.m.k. sumum bekkjum gagn-
fræðaskóla eftir að kennslutilhög-
un var breytt með nýjum fræðslu-
lögum. Hefur heftunum því verið
breytt að nokkru og eru einkum
Loks er ágrip af efnafræði,
fjórða útgáfa, eftir Helga Hermann
Eiríksson, og hefur henni verið
breytt að því leyti einkum, að bætt
hefur verið í hana kafla um kjarn-
orku.
Ailar eru þessar bækur vand-
aðar og snyrtilegar að öllum frá-
gangi.
þeim afleiðingum að flugvélin
kastaðist fram yfir, sig.
„Þegar mótorinn skall í jörð-
ina, kom strax upp eldur og á
örskammri stundu hafði hann
iæst sig í alla vélina svo við
ekkert var ráðið. Ég reyndi,"
sagði Víðir, „að beita slökkvi-
tækjunum tveim sem í véiinni
voru en án árangurs, þau
tæmdust án þess að mér tækist
að slökkva eldinn. Eftir svo
sem 15 mínútur var öil véiin
brúfmin til kaldra koia, ekkert
stóð eftir nema grindin og sá
vængurinn sem stóð . upp í
vindinn.“
„Hefði verið hætta á mann-
tjóni ef fieira fólk hefði verið
í vélinni?"
„Nei, ég áiít að það hafi ver-
ið nægur tími til að forða öllu
fólki út I tæka tíð, ef farþegar
hefðu verið.“
Framhald af bls. 1
forskóla, sem allir verða að fara í,
áður en lengra er haldið. Að f or-1
skólanum loknum er svo hægt að ;
velja um hinar ýmsu sérdeildir.
Ein þessara framhaldsdeilda er '
hagnýt graflist fyrir þá, sem telja |
sér að verða auglýsingateiknarar.
Þar gilda sömu reglur og annars
staðar, menn verða fyrst að hafa
lokið forskólanum, og bætist þá
Fran.hald af bls. 1
er hægt að Icoma fyrir vélasam-
stæðu i Ljósafoss-stöðinni, 'sem
framleiðir 7500 kílóvött.
! Framkvæmdir í írafoss-stöðinni,
byggingaframkvæmdir, sem eru þó
' ekki miklar, hefir Efrá-Fall tekið
I aö sér, en það félag sá um virkjun
i Efra-Falls og smíði Steingríms-
! stöðvar.
ætluð til kennslu í Verzlunarskóla j vjg tveggja ára sérdeild.
íslands og breytingar gerðar í sam- I i,.s „h
ræmi við þær kröfur, sem þar eru
gerðar.
Þá eru verkefni í enska stíla
handa miðskólum, sem Anna
Bjarnadóttir hefur tekið saman. Er
þar um 150/ verkefni að ræða, eða
meira en komizt verður í gegnum
á tveim vetrum, enda segir höf-
undur, að hún telji rétt að hægt
sé að velja úr verkefnum.
Stönguisýki í kartöflum
Kurt Zier kvað það skipta mestu
ao menn hagnýttu sér skólann hér
sem bezt. Það væri alltof algengt
að menn færu til útlanda til náms
án þess að hafa nokkra verulega
undirbúningsmenntun, en þegar
þeir kæmu erlendis væru þeir látn-
ir gerá hið sama og kennt er hér
heima. og væri þannig leitað langt
yfir skammt. Það skipti þess vegna
miklu að laga námið hér eftir er-
lendum námsskrám. ,
Blaðið hafði tal af Jóhanni Jón-
assyni, forstjóra Grænmetisverzl-
unarinnar, í tilefni þessarar al-
mennu óánægju, seni virðist vera i
með i kartöflumar.
Jóhann kvað þessa óánægju að |
mörgu leyti eiga rétt á sér. Útlitið j
með hinar nýju kartöflur væri
mjög slæmt. þar sem þær reynd-
ust flestar vanbroskaðar og bað
sem verra væri — stöngulsýk:
gerði vart við sig í ríkum mæli.
„Er sýki 'iessi", sagði Jó
hann, „meiri en við höfum nokk
urn tíma fyrr átt að venjast. ,
Við höfum gert tilraunir með I
að halda nokkrum pokum i
geymslu um vikutíma, og það
hefur sýnt sig, að þær þola það
alls ekki. Kartöflurnar voru
stórlega sýktar.
Þetta er mjög erfitt vanda
mál fyrir okkur, þar sem sýk-
illinn sjálfur heldur sig inni i
kartöflunum og það þarf ekki
nema einn í stóru „partíi"
Hann sýkir út frá sér, svo úr
verður einn grautur.
Vitað er. að stöngulsvk er
oft í útsæðinu, og erfitt er að
jcoma fullkomlega í veg fyrir
sýkina, en aldrei fyrr hefur hún
verið í eins ríkum mæli og nú.
Það hjálpar til, að með aukinni
notkun véla við upptöku eru
möguleikarnir enn meiri fyrir
stöngulsýkina að þróast. Við
vélanotkunina rifnar hýðið af
og sýkillinr, berst fljótar á milli
við það“.
Jóhann taldi illmögulegt að átta
=iig á hvernig sýkillinn kæmist í
kartöflnrnar unnhaflegr bar heffi'
iafnvel veðurfar áhrif.
,.Hitt er víst, að við munum
hefja gagngerar rannsóknir nú beg
ar og reyna að komast fyrir stöng-
ulsýkina með öllum ráðum“.
UMRÆÐUKVÖLD.
Sú nýbreytni verður og upp tek-
in að efna til umræðukvölda á veg-
um skólans í vetur, og verður það
ábyggilega vinsælt meðal nemenda
skólans og annarra áhugamanna,
þvi að gert er ráð fyrir, að slík
umræðukvöld geti fleiri sótt. Verð-
ur þá boðið sérmenntuðum mönn-
um til að halda stutt erindi, en
síðan verða umræður á eftir. Þetta
þyrfti ekki endilega að vera tak-
markað við myndlist eingöngu
Slíkir umræðúfundir gætu gert
mikið nTTn til bess m.a. að kenna
'ineu ÍA'ki að Tetia einhvern mæli-
-’t -5 hvernin dæma beri
'ist. Ekki bara að igja, að hlut-
urinn -é fallegur eða ekki fallegur,
heldur geti gert sér einhverja hug-
mynd um það, hvers vegna svo sé.
NÝ VÉL 1 VARASTÖÐ
VIÐ ELLIÐAÁR.
Þá hefir Rafmagnsveita Reykja-
víkur fengið heimild borgarráðs til
að leita samninga við tvö svissnesk
fyrirtæki um nýja gufuáflvél í vara-
stöðina — topþstöðina svonefndu
— við Elliðaár. Samningum er ekki
lokið, en talið líklegt, að gangi sam
an mjög bráðlega, svo að hægt
verði að standast þá áætlun, að
nýja vélin verði komin í gagnið um
áramótin 1963—64.
í varastöðinni við Elliðaár er nú
hægt að framleiða 7500 kílóvatta
raforku, en viðbótin verður mun
meiri, því að nýja vélin á að fram-
leiða, 11,500 kílóvött, svo að stöðin
mundi þá framleiða 19,000 kílóvött
á árinu 1964. Sami háttur verður á,
og verið hefir, að stöðin verður
varastöð hitaveitunnar, snerpir á
vatninu, þegar kaldast er í veðri,
því að þá nýtist vatnið mun betur
en ella.
NÆSTÍ ÁFANGI
ÁRIÐ 1966. 1
Að endingu spurði Vísir Jakob
Guðjohnsen, hvað ;ert væri ráð
fyrir, að þessi viðbótaorka. þessi
27,000 kílóvött mundu endast lengi,
og svaraði hann þvl, að gert væri
ráð fyrir, að árið 1966 þyrfti nýtt
orkuver að koma til sögunnar.