Vísir - 22.09.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 22.09.1962, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. september 1962 VISIR ÞRIÐJA GREIN Skápurinn undir björgunar- belti, björgunarbuxur, kaðla og aðrar græjur lögreglunnar er opnaður. | Aldraði varð- Stjórinn við kaffigerðina býðst ra að sýna þau I framkvæmd og kallar á ötulan liðsmann sér til aðstoðar. Yfirleitt er ekki verið að hampa því, þegar lög- reglan bjargar mannslífum: frá' drukknun, vegna slysfara, vegna sjálfsmorðtilrauna, jafn- vel vegna ölvunar og eitur- neyzlu. MannUðar- og góðverk eru krítuð í aukaliðu hjá mörg- um þeim, sem halda bókhalds- reikning yfir starfsemi lögregl- unnar, og ekki er reiknað með þeim í yfirlitinu í „höfuðbók- inni". Það er önnur saga. • e TZ'ALLAÐ í hátalarann og beðið um að fjarlægja ölv- aðan lýð við dansstað. Brugðið við hart. Þrír stökkva á fætur — blaðamaður fer með. Chevrolet '59 vérður fyrir valinu - R-2003. — Austurbær kallar ------ Austurbær kallar stöðina. Þar hafa skapazt vandræði af drykkjuskaparlátum. Tveir menn eru fluttir af brýnni ástæðu inn í Svörtu Maríu. ' — Austurbær kallar — Aust- urbær kallar stöðina, segir ek- illinn i míkrófóninn. — Stöðin svarar, stöðin svar- ar Austurbæ, heyrist í talstöð- inni. — Við erum á leiðinni með tvo menn, sem við tókum á Röðli. — Þetta er heyrt, segir í tal- stöðinni í Pósthússtræti. — Við gerðum ekkert, segir annað ungmennið. — Þið beygluðuð bíl, segir annar lögreglumannanna aft- ur í. — Ég rétti út höndina, af því þessi vinur minn þarna var að kássast upp á mig. Það var allt og sumt. — ÞU gerðir meira. — Það er lygi ... og daman m£n varð eftir ... hleypið mér út héðan strax. — Þú kemur með okkur. Vertu rólegur. — Þið skuluð þá þurfa að hafa fyrir þvl, segir ungmennið, talsvert drukkið, og hendir sér á afturhurðina. Þeir ná í skottið á honum og halda honum. — Við verðum að járna þig, Sakborningar yfirheyrðir af varðstjóra. — Þú hér, vinur, segir kenn- arinn. Þá fellur gamli nemandi hans alveg saman. Gamli kennarinn hans gengur til hans, sezt við hlið hans og tekur um axlirnar á honum og huggar hann. Þá brýzt út meiri grátur og beiskja og sársauki. stræti, Lækjargötu og sömu leið og farin var áður, en nú stefnt upp Suðurgötuna. Allt 1 einu segir húnvetnski lögreglumaðurinn: — Þarna eru þeir, sem voru áðan með læti inni í Eymundsens-sundi. Furðusamlegir náungar eru að skrönglast inn í kirkjugarðinn LÖGREGLA OG FÓLK — Stöðin svarar .... stöðin svarar Austurbæ, heyrist í tal- stöðinni. — Við erum fjórir í bílnum og förum nú til að athuga þessa menn við Röðul, segir ekillinn. Bílinn setur á sfrenur, beygir suður Lækjargötu, ekur Frí- kirkjuveg, Sóleyjargötuna, og er nú kominn á mikla ferð. Beygir síðan inn á Hringbrautina og stefnir svo eins og leið liggur austur á bóginn og nU — eins og hann kemst ur sporunum, — sveigir inn á Rauðarárstíg og þaðan hjá Austurbæjarapóteki upp í Háteigshverfi, unz komið er að Röðli. „Stöðin svarar . . svarar Austurbæ". Stöðin ef þú lætur svona, segir hinn lögreglumaðurinn. — Það verður nógu erfitt fyrir ykkur, segir sá óeirðasami og setur fyrir sig lappirnar. Stympingar aftur í „fatinu". Pilturinn er orðinn óður og nú færður í handjárn. — Ég skal finna ykkur í f jöru, helv.... ykkar. Ég skal tala við lögfræðing ... ég skal láta ofsækja ykkur .... þið eruð skepnur og sadistar, segir ung- mennið. — Ætlarðu ekki að láta skrifa um okkur í Mánudagsblaðinu eða Nýjum Vikutíðindum, vin- urinn? segir annar lögreglumað- urinn. — Þú sérð numerin okkar — þú manst þau, segir hin löggan. Lögreglubíllinn er nú kominn að ljósaskiltunum við Lækjar- torg og bíður nU eftir græna Ijósinu. Þögn í bílnum. Ungi maðurinn er farinn að ínökta, og nU fær hann kast og fer að hágrenja. Hann græt- ur og grætur alla leiðina, sem eftir er niður á stöðina. ]yrENNIRNIR tveir eru leiddir L fyrir varðstjóra. — Ég er beittur órétti, segir sá handjárnaði, um leið og hann ^ezt á bekkinn. — Það var farið vel að þér fyrst, segir önnur löggan, sem handtók hann. — Þið eruð Gestapómenn, egir sá handjárnaði. í þessum svifum kemur inn lögreglumaður, sem eins og nokkrir aðrir í liðinu er kennari að atvinnu á vetrum, en stundar löggæzlu á sumrin. Nokkrir lögreglumenn horfa á þetta og sýna fyllstu háttvísi við kringumstæður, sem skap- azt hafa. Hvergi vottar fyrir glotti á andliti. Þögnin er löng. Varðstjórinn segir eftir drykk langa stund: — Ætlið þér ekki að vera rólegur, þótt þeir taki af yður handjárnin? Ungi reiði maðurinn hjúfraði sig eins og barn eða bróðir I leik upp að kennara sínum, Iög- reglumanninum, sem hafði nU algerlega sefað hann og fengið hann til að átta sig. Yfirheyrslan varaði stutt. Sak borningarnir féllust á að borga tjónið, sem þeir ollu á bílnum við Röðul. Þeim var svo ekið heim, og skildu í friði. Ekkert erft á hvorugan bóginn. PARIÐ á patról. HUn vetningur er við stýrið — sá kann að keyra, líka hægt. Hann ekur Austurstræti virðu- lega á enda fram hjá Hallæris- planinu, þar sem tánungar Ulf- hópast á kvöldin, híma I bif- reiðum til að hugsa ekki neitt. — Þetta er „setuliðið" — þetta er það, sem landið okkar erfir eða erfir landið, segir hUn- vetnski keyrarinn í Svörtu Maríu grænu. Bílarnir snUa tröntunum fram að götunni, bæði Austurstrætis- og Lækjargötu megin. Táning- arnir, sem sitja I þeim, horfa á lögreglubílinn fara fram hjá eins og óvinaher eða táknmynd pabba og mömmu, þegar þau eru ströngust, eða kennarann sinn, sem þau halda að sé á móti þeim. Ekið litla hringinn: Kirkju- I B3ÍBI ÖE ?n!5»ÞríRt i rétt fyrir ofan ráðherrabUstað- inn, þa sem Ben Gurion dvelst. — Talið við mennioa, piltar. Þeira eiga ekkert að vera að þvælast hér nU, segir ekillinn. Þeir eru hirtir af öryggisá- stæðum. SUran vínþef leggur af þeim um „fatið", eins og Ut Ur bruggþró. — Við ætluðum að skjóta Ben Gurion til að hefna Eich- manns, segir töffaralegur ná- ungi I Adlonbar-stæl og þykist nU fyndinn aldeilis. Einn svallbræðranna er rosk- inn og segir til nafns síns virðu lega. Segist vera náskyldur ein- um slyngasta lðgfræðingi lands- ins. — Ég á heima á Melunum — ætlið þið að vera svo elsku- legir að aka mér þangað? segir hann. Þeir voru selfluttir til heim- kynna sinna eins og hverjir aðrfr vegvilltir borgarar. © Tj'FTIR þetta voru dansstöðv- arnar kannaðar. Þar voru lögreglubflar fyrir. Allt með felldu á yfirborðinu I augnablik- inu. Nokkrir höfðu verið fjar- lægðir úr „hUsunum" og rennt með þá inn I SlðumUla til að panta gistingu á „flna hótelinu". Þangað hélt nU patróbíllinn til að sinna ákveðnu erindi. Þetta er allra geðslegasta bygging, og dettur manni I hug, fljótt á litið, hvíldarheimili I sveit eða milli- stéttarhótel í Svíþjóð, þar sem gigtveikir kontóristar sækja f sig endurnæringu á sál og Hk- ama. Annars er stutt leiðin frá Grand Hotel utangarðsmanna Framhald á bls. 10. . . Nú gefst timi til að drekka' Jakobs-kaffi. -Í.JV.*.* .»./ W v V t * V f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.