Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 5
Júní 1995
Frá formanni
Eftir Hauk Oddsson
Stefnumörkun
Undanfarna mánuði hefur
stjórn félagsins unnið að stefnu-
mörkun. Afurð þessarar vinnu er
nú að líta dagsins ljós. Fyrir utan
gildi stefnumörkunarinnar sem
yfirlýsingar um hvað félagið
stendur fyrir og hvaða málum
sitjandi stjórn hyggst setja á
oddinn, hefur niðurstaðan ótvírætt
gildi sem leiðarvísir fyrir
áframhaldandi starf stjórnar.
Eigi að vera eitthvert vit í
stefnumörkun verður hún að
byggja á svörum við grundvallar
atriðum eins og hver sé tilgangur
félagsins, hvers félagsmenn vænti
af félaginu og hún verður að
byggja á samþykktum þess. A
grundvelli svara við þessum megin
atriðum er vænlegt til árangurs að
setja fram markmið og leiðir að
þeim. Hér er vandinn að setja
markmið sem styðjatilganginn og
eru um leið raunhæf og að þeim
séu leiðir sem eru færar með tilliti
til veraldlegra aðstæðna.
En hvað er Skýrslutæknifélag
íslands, hver er tilgangur félagsins,
hver er sýn þess. Niðurstaðaokkar
var eftirfarandi:
Skýrslutœknifélag Islands -
félag fólks í upplýsingatækni - er
málsvari fagsins á öllum sviðum.
Félagið er vettvangur umræðna
og skoðanaskipta um upplýs-
ingatœkni í því sl<yni að gera veg
hennar sem mestan og stuðla að
skynsamlegri notkun hennar.
í framhaldi af ofansögðu hefur
verið unnið að markmiðasetningu
og leiðir hafa verið varðaðar. í
þessum pistli verða markmiðinn
ekki rakin heldur verður þeim gerð
skil síðar. Æskilegt er að félags-
menn séu vel sáttir við tilganginn
og eru félagsmenn því hvattir til
að koma á framfæri ábendingum
ef einhverjar eru.
Starfið
Ovenju góð aðsókn hefur verið
að ráðstefnum og fundum félagsins
frá áramótum. Góð aðsókn er fél-
aginu nauðsynleg þar sem af-
gangur af ráðstefnuhaldi stendur
undir verulegum hluta starf-
seminar. Nokkuð hefur verið rætt
um hækkun félagsgjalda en hingað
til hefur niðurstaðan verið að halda
þeim i lágmarki.
Undirbúningur starfsins á kom-
andi hausti er í fullum gangi. Þegar
hefúr verið ákveðið að halda venju-
bundna haustráðstefnu í byrjun
september og ET dagurinn verður
í byrjun desember. Aðrir viðburðir
eru einnig undirbúningi.
Unnið hefur verið að endur-
nýjun tölvubúnaðar skrifstofunar
og verður hún fljótlega tengd
lnternetinu.
Haukur Oddsson
Punktar ...
Sýndarveröld
Sýndarskordýr og sýndar-
engisprettur er það nýjasta sem
koma skal í innviði tölvunnar.
Það eru vísindamenn við MIT
í Bandaríkjunum sem hafa
búið til þessar verur.
Það er hægt að líkja þeim
við tölvuþjóna sem leysa af
hendi viss verkefni sem þeim
eru fengin. Þessir þjónar geta
meðal annars raðað tölvupósti
og samræmt almenna vinnslu
tölvunnar. Þeir geta lært af
notanda tölvunnar og þegar
þeir hafa lært verkið taka þeir
við og sjá um að ljúka því.
Ekki er gert ráð fyrir því
að þeir geti lært eitthvað sem
eigandinn kann ekki.
Hjá MIT hafa menn komist
að því að notendur halda oft
að forritin hafi yfir að ráða
meiri vitsmunum en þau hafa í
raun. Því leggja þeirtil að talað
verði um þjálfaða tölvumaura
í þessu sambandi en ekki til
dæmis tölvuvélmenni.
Tölvumál - 5