Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 24
Júní1995 Ný útgáfa IST 32 Grein þessi er byggð á erindi sem flutt var á hádegisfundi SÍ 6. apríl 1995 Eftir Daða Örn Jónsson Ný útgáfa ÍST 32 Ný útgáfa af staðlinum ÍST 32 kemur út á næstunni. Staðallinn sem ber heitið „AJmennir skilmálar um útboð og verksamninga vegna gagnavinnslukerfa“ er mjög mikil- vægur fyrir þá sem starfa að tölvu- málum, bæði kaupendur vél- og hugbúnaðar og ekki síður verk- taka. Forstaðallinn IST 32 var gefinn út sem for- staðall 1. janúar 1991 ogvaríyrsti forstaðallinn sem Staðlaráð íslands gaf út. Upphaflegur gildistími hans var til ársloka 1992, en hann var síðan framlengdur um tvö ár. Forstaðallinn var unninn af þriggja manna nefnd, sem skipuð var þeim Daða Erni Jónssyni (Félag íslenskra iðnrekenda), Stefáni Ingólfssyni (RUT nefndin) og Þorvarði Kára Olafssyni (Staðlaráð Islands). Forstaðallinn var brautryðjendaverk og engar beinar fyrirmyndir voru til að styðjast við, hvorki innlendar né erlendar. Þó íjallaði staðallinn ÍST 30 um svipað efni, en að vísu fyrir verklegar framkvæmdir. Töluvert var stuðst við ÍST 30 við samningu forstaðalsins, en eins og gefur að skilja er margt ólíkt í verklegum framkvæmdum annars vegar og tölvu- og hugbúnaðarmálum hins vegar. Þannig þarf hugbúnaðarfólk t.d. litlar áhyggjur að hafa af röskun á gangstéttum, en um það atriði er Qallað í ÍST 30. Nefndin hafði hins vegar gaman af að velta því fyrir sér hvort ástæða væri til að taka ákvæði um varðveislu fomminja úr ÍST 30 yfír í ÍST 32! Voru dregin fram ýmis dæmi um kerfí sem vom vel við aldur af því tilefni. Forstaðallinn ÍST 32 var mikið notaður þau 4 ár sem hann gilti og hefur haft umtalsverð áhrif á það hvernig staðið er að útboðum og verksamningum um gagnavinnslu- kerfí. Á sama tíma varð veruleg breyting á viðhorfum til ýmissa mála sem tengjast náið efni stað- alsins. Sérstaklega má þar nefna vaxandi áherslu á gæði og gæða- tryggingu í samskiptum verktaka og verkkaupa. Með aðild að Evr- ópska efnahagssvæðinu gekkst Island einnig undir skuldbindingar um setningu reglna um opinber innkaup. Árið 1993 vom síðan sett lög um ífamkvæmd útboða og jaíh- framt hefur verið mótuð útboðs- stefna ríkisins. Þá hefur tækni- þróunin einnig verið ör á þessu tímabili. Það var því orðið tíma- bært að endurskoða ÍST 32 með tilliti til breyttra aðstæðna. Endurskoðun staðalsins Vorið 1994 var ákveðið að setja á fót tækninefnd á vegum FUT (Fagráð í upplýsingatækni) um endurskoðun ÍST 32. Nefndinni var falið að samræma ákvæði forstaðalsins breyttum aðstæðum og gera hann jafnframt að full- gildum staðli. Fyrsti fundur nefnd- arinnar var haldinn 30. maí 1994, en alls hélt nefndin 20 fundi. Nefndina skipuðu: Ágúst Kr. Björnsson, fulltrúi Ríkiskaupa, Daði Öm Jónsson (formaður og ritstjóri staðalsins), Verk- og kerfisfræðistofan hf., Eggert Claessen, fulltrúi Sam- taka íslenskra hugbúnaðarfyrir- tækja, Halldór Kristjánsson (tengi- liður nefndarinnar við FUT), full- trúi Skýrslutæknifélags íslands, Stefán Ingólfsson, Eignamatið sf., Sverrir Ólafsson, Nýherji hf., Þorsteinn Garðarsson, fulltrúi RUT nefndarinnar, Ármann Ingason (ritari nefnd- arinnar), Staðlaráði íslands. Áherslur við endurskoðunina Megin áhersla var lögð á það í störfum nefndarinnar að læra af reynslunni af forstaðlinum og laga hann jafnframt að þeim breyttu aðstæðum sem að framan var lýst. Þrátt fyrir að nefndarmenn væru fulltrúar ólíkra og oft andstæðra aðila var samstarfíð í nefndinni afar gott og árangurinn af endur- skoðuninni því betri en ella hefði orðið. Ég mun ekki fjalla hér um þær efnisbreytingar sem urðu á staðlinum, enda er það gert á öðrum stað í blaðinu. 24 -Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.