Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 20
Júní 1995 fingur í von um við skiljum hugmyndir viðskiptamannsins rétt. Eins og áður sagði byggir hún mikið á því að finna hvaða hlutar þróunarferlisins virka sem flösku- hálsar og hvemig má ná fram meiri gæðum í hugbúnaðar- ffamleiðslunni og auknum afköstum. Það gefur auga leið að til þess að ná slíkum markmiðum þá þarf að safna saman upp- lýsingum, upplýsingum sem oft á tíðum eru við- kvæmar og hægt er að túlka á ýmsa vegu. T.d. má misnota upp- lýsingar um villur og til- urð þeirra til að bera sam- an vinnubrögð einstakra starfsmanna. Þetta er að sjálfsögðu rangtúlkun gagna, því auðvitað spila ótal hlutir inn í hugbúnað- argerðina sem hafa áhrif á hvert verkefni og þar með villur í því. Stærð og umfang verkefna, flækju- stig og fjöldi starfsmanna sem taka þátt í því, ásamt fjölda annarra þátta hafa hér áhrif á gang mála. Það er því afar mikilvægt að stjórnendur hafi það hugfast að tilgangurinn er ekki að njósna um einstaka starfsmenn heldur að starfsrnennimir sem heild bæti sig og sitt fýrirtæki. Allir starfsmenn sem að hugbúnaðarþróun koma þurfa að vera virkir þátttakendur í því ferli að betrumbæta eigin vinnubrögð og annarra. Þetta er samvinnuverkefni, ekki keppni milli starfsmanna og allra síst starfsmannanj ósnir. En hvað er þá raunhæft fyrir lítið hugbúnaðarhús að nota úr þessum fræðum? Eða eigum við að umorða þetta aðeins og spyrja. Hvað er raunhæft fyrir íslensk hug- búnaðarhús að gera? Þau eru jú lítil að frátöldum örfáum fyrirtækjum sem era nægilega öflug til að ráðast í rekstur viðamikilla eftirlitskerfa. Þá verður að hafa í huga að tölu- legar staðreyndir um afköst og gæði eru aðeins velkomnar ef það er auðvelt að nálgast slíkar upplýs- ingar. Lykillinn er einfaldleiki. Með því að nýta þau verkfæri sem við þegar höfum yfir að ráða, eða eru ódýr, þá er auðvelt að safna saman mikilvægustu upplýsingunum og vinna úr þeim Fyrst af öllu verðum við að byrja á að temja okkur skipulögð vinnubrögð. Eg ætla ekki að leggja mat á hina eða þessa þróunarað- ferðina, enda tel ég það ekki aðal- atriðið. Það sem mestu máli skiptir er að öguð vinnubrögð séu við- höfð. Því er hins vegar ekki að leyna að sífellt eru að koma fram nýjar og endurbættar þróunar- aðferðir og hér gildir að fylgjast með og tileinka sér nýjan hugsana- gang og vinnubrögð. Það er nefni- lega langt í frá nóg að vera alltaf að vinna með nýjustu forritunar- málin og jafnvel í einhvers konar píslargöngu með frumútgáfur. Ef grunnvinnan er ekki góð verður kerfið sjaldnast gott. Hins vegar verðum við að velja og hafna úr þeirri þróunaraðferð sem við kjósum. Það er alkunna að flestar, ef ekki allar, viðurkenndar þróunaraðferðir eru afar yfirgrips- miklar og lítill vandi er að týnast hreinlega í skjala- og skilgreininga- flóði. Hér gildir að láta skynsemina ráða. Það hefur ekkert upp á sig að eyða fleiri dögum í alls kyns lýsingar og teikningar fyrir lítið kerfí sem er svo einfalt að því er hægt að lýsa á tveimur blöðum. Það er hins vegar nauðsynlegt að til sé einhver lýsing á hverju kerfi, sama hversu lítilfjörlegt það er. Það er því ánægjuefni þegar að- ferðir beinlínis gera ráð fyrir mis- mikilli nákvæmni við hönnun, eftir umfangi hvers verks (dæmi um slíka aðferð er Object Modeling Technique sem kennd ervið Rum- baugh). Tímaáætlun fyrir hvert verkefni og einstaka þætti þess er einnig afar mikilvæg. En hvaða spurningum erum við að leita svara við? Fyrsta krafan er oft sú að geta borið saman tímaáætlanir og raun- verulegan tíma. Þetta hljómar svo sem ekki flókið og er það ekki, en ég er hræddur um að það séu ótrúlega mörg fyrirtæki sem geta ekki svarað slíkri spurningu. I framhaldi má spyrja spurninga eins og hvers vegna standast áætlanir ekki? Eyðum við mestum hluta Hlutfallsskipting tíma Greining Mynd 2. 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.