Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 12
Júní1995 og viðhalda ATM neti og flæði og álagstýring er heldur ekki ákveðin. Því er núna yfírleitt ekki hægt að velja samband líkt og síma- númer heldur aðeins hægt með fyrirvara að fá uppsetta fasta sýndar-rás. En verið er að gera prófanir með valdar sýndarrásir. Flæði og álagsstýring er reynd- ar mjög mikilvægt atriði. Ef hrað- inn á sambandi er 622Mb/s og sambandið er á milli Reykjavíkur og Akureyrar þá getur liðið um- talsverður tími þar til viðtakandi getur beðið sendanda að hætta að senda. Það er viðtakandi er búin að fá nóg af upplýsingum til að vinna úr. Hann lætur sendanda vita um það en þar sem svo langt er á milli þeirra þá geta borist til við- takanda fleiri milljón bæt af gögn- um sem hann þarf að geyma og það hratt sem þýðir að það þarf að geymast í minni - sem allir vita að er mjög dýrt. Atm í notkun ATM netið var hannað af þeim sem bjóða almenningi víðnets þjónustu. En það sem hefur skeð að ATM tækni hefur í raun verið mun meira notað af almennum notendum til dæmis til að tengja saman staðamet. Þetta er að því leitinu gott að það veldur aukinni útbreiðslu. Enn jaíhframt getur það haft áhrif á þróunina þannig að meiri áhersla sé lögð á til dæmis tölvusamskipti á meðan tal og myndsendingar verða útundan. Kostir ATM: - Öll þjónusta á einum stað. - Heildar net uppbygging. - Mikil bandbreidd og lítil seink- un. - Aiveg ný aðferð óbundin af eldri tækni og þeim takmörk- unum sem henni fylgir. - Samruni í eina tækni fyrir alla. Ókostir ATM: - Dýrt. - Ný og óþekkt tækni. - Lítið prófað. - Flókin vélbúnaður. - Of afkastamikið. En þetta eru allt atriði sem hverfa með aukinni notkun. Það eru þegar margir sem fram- leiða ATM búnað. En sem komið er þó mest fyrir tölvusamskipti. ATM búnaður getur verið kort sem stungið er í tölvu sem aftur tengist ATM hnútstöð. ATM hnútstöðvar geta verið með mörgum portum og geta ráðið við mismunandi hraða. Minnsti haðinn sem nú er talað um er 25Mb/s og mesti 2,4Gb/s. En þó er víðast hægt að fá búnað fyrir minni hraða en þá samkvæmt óstöðluðum einkalausnum. Til dæmis bíður þýski síminn upp á sambönd niður í 2Mb/s. Verð á búnaði er frá 100.000 kr. fyrir kort í tölvu upp í hundrað milljónir fyrir eina ATM stöð. í aðeins örfáum löndum hafar verið sett upp ATM net fyrir al- menning (það er stærri fyrirtæki). Og verðskráin er jafn mismunandi og þau eru mörg. En þó virðist aðferðin ætla að vera sú að not- endur borga fýrir portið háð hraða en ekkert fyrir notkun né hvert eða hvaðan upplýsingamar streyma. Né heldur hvers slags upplsýsingar er verið að senda, tal, myndir eða gögn. Þar sem þessi kerfi eru al- mennt ekki opin á milli landa þá er ekki til verðskrá fyrir samskipti á milli landa. I Evrópu hefur verið í gangi til- raunaverkefni sem miðar að því að setja upp ATM net sem víðast í Evrópu. Flest lönd eða 15 innan Evrópusambandsins hafa tekið þátt í því. Eða frekar fjarskipta- fyrirtæki í viðkomandi löndum það er 18 slík. Þó var ísland ekki þar á meðal. Þessi tilraun hefur gengið þokkalega og reyndar leyst mörg vandamál sem við var að etja. Og á sama tíma gefíð notendum mögu- leika á að prófa ATM. Þessari tilraun lýkur núna í sumar. Hvað við tekur þá er enn óljóst en þó er víst að einhver millilandasambönd verða opnuð þá þegar eða fljótlega eftir það. Síðan eru reyndar stóru fjarskiptafyrirtækin með þjónustu í mörgum löndum og því kann svo að fara að sett verða upp nokkur ATM net sem verður hægt að velja á milli. Dæmi um ATM Sem dæmi um ATM þjónustu má nefna gagnvirkt sjónvarpskerfi í Berlín. Þar geta notendur valið sér sjónvarpsefni úrnokrrum fjölda þátta og bíómynda þegar þeir vilja horfa á viðkomandi efni. Þar er um að ræða mynd-banka þar sem efhið er geymt en notandi stjórnar sínu vali hjá sér og getur spólað fram og aftur, haft kyrrmynd og svo framvegis. Þennan banka á svo að vera hægt að tengja öðrum slíkum mynd-bönkum og þanng fá notend- ur aðgang að miklu efni. íslenskt ATM net Hvenær ísland getur tekið þá í þessu er enn óljóst. En á vegum Evrópusambandsins er í gangi rannsóknar- og þróunarverkefni á fjarskiptasviði sem meðal annars gerir ráð fyrir því að þáttakendur hafí aðgang að háhraðasambönd- um. Sem hluti af þessu verkefni hefur verið í gangi undirbúnings- vinna sem miðar að því að geta sett upp ATM búnað hér á landi og tengt hann ATM neti evrópu. Ef allt gengur að óskum verður slíkur búnaður kominn upp hér í haust og þá aðgengilegur þeim sem taka þátt í þessu þróunarverkefni hér á landi. Magnús Hauksson er rafrnagnsverkfræðingur, Samkeppnissviði Pósts og síma 12 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.